Segir Alonso vera ástæðu þess að Chelsea tapaði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2020 10:30 Alonso ætti mögulega að einbeita sér að varnarleik frekar en bakfallsspyrnum. EPA-EFE/Michael Regan Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports á Englandi, kenndi spænska bakverðinum Marcos Alonso nær alfarið um 3-2 tap Chelsea gegn West Ham United í gærkvöld. Mikið hefur verið rætt um vinstri bakvarðarstöðuna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea undanfarið. Þrálátir orðrómar eru varðandi möguleg vistaskipti Ben Chilwell úr Leicester City í Chelsea. Frammistaða Marcos Alonso í óvæntu 3-2 tapi Chelsea í gær var ekkert að fara minnka þá orðróma en Alonso átti skelfilegan leik. Með sigri hefði Chelsea hoppað yfir Leicester í töflunni en lærisveinar Brendan Rodgers hafa engan veginn náð vopnum sínum eftir að úrvalsdeildin fór aftur af stað. Spánverjinn virðist einfaldlega ekki fær um að spila sem vinstri bakvörður eftir að hafa blómstrað sem vængbakvörður þegar Antonio Conte var við stjórnvölin á Brúnni. Gekk Gary Neville svo langt að kenna Alonso nær alfarið um tapið. Liðið missti boltann og West Ham sótti hratt í svæðið sem Alonso skildi eftir sig. Andriy Yarmolenko nýtti sér það pláss sem hafði myndast í fjarveru Alonso og tryggði West Ham öll þrjú stigin við mikinn fögnuðu David Moyes. Man of the Match, @WestHam s Michail Antonio 1 goal5 shots (most in match)2 on target1 assist (for Yarmolenko s winning goal)2 chances created pic.twitter.com/0gGnt1kvwC— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) July 1, 2020 „Horfið á hann, hvað er hann að gera? Hann er jafn Yarmalenko þegar skyndisóknin hefst en hann nennir ekki að hlaupa til baka. Þú hleypur til baka eins hratt og þú getur þegar liðið þitt tapar boltanum. Þetta er eitthvað sem þú lærir þegar þú ert sex ára gamall,“ sagði Neville þegar hann fór yfir leikinn á Sky í gær. Neville ætti að vita eitthvað um stöðu bakvarðar en hann lék nær allan sinn feril sem hægri bakvörður Manchester United og enska landsliðsins. Lék hann 85 landsleiki fyrir England, enginn hægri bakvörður á fleiri. Þá vann hann 20 titla á ferli sínum sem leikmaður. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports á Englandi, kenndi spænska bakverðinum Marcos Alonso nær alfarið um 3-2 tap Chelsea gegn West Ham United í gærkvöld. Mikið hefur verið rætt um vinstri bakvarðarstöðuna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea undanfarið. Þrálátir orðrómar eru varðandi möguleg vistaskipti Ben Chilwell úr Leicester City í Chelsea. Frammistaða Marcos Alonso í óvæntu 3-2 tapi Chelsea í gær var ekkert að fara minnka þá orðróma en Alonso átti skelfilegan leik. Með sigri hefði Chelsea hoppað yfir Leicester í töflunni en lærisveinar Brendan Rodgers hafa engan veginn náð vopnum sínum eftir að úrvalsdeildin fór aftur af stað. Spánverjinn virðist einfaldlega ekki fær um að spila sem vinstri bakvörður eftir að hafa blómstrað sem vængbakvörður þegar Antonio Conte var við stjórnvölin á Brúnni. Gekk Gary Neville svo langt að kenna Alonso nær alfarið um tapið. Liðið missti boltann og West Ham sótti hratt í svæðið sem Alonso skildi eftir sig. Andriy Yarmolenko nýtti sér það pláss sem hafði myndast í fjarveru Alonso og tryggði West Ham öll þrjú stigin við mikinn fögnuðu David Moyes. Man of the Match, @WestHam s Michail Antonio 1 goal5 shots (most in match)2 on target1 assist (for Yarmolenko s winning goal)2 chances created pic.twitter.com/0gGnt1kvwC— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) July 1, 2020 „Horfið á hann, hvað er hann að gera? Hann er jafn Yarmalenko þegar skyndisóknin hefst en hann nennir ekki að hlaupa til baka. Þú hleypur til baka eins hratt og þú getur þegar liðið þitt tapar boltanum. Þetta er eitthvað sem þú lærir þegar þú ert sex ára gamall,“ sagði Neville þegar hann fór yfir leikinn á Sky í gær. Neville ætti að vita eitthvað um stöðu bakvarðar en hann lék nær allan sinn feril sem hægri bakvörður Manchester United og enska landsliðsins. Lék hann 85 landsleiki fyrir England, enginn hægri bakvörður á fleiri. Þá vann hann 20 titla á ferli sínum sem leikmaður.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira