Þvættuðu milljónir í gegnum snyrtistofuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júlí 2020 22:14 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Vísir/vilhelm Tveir stjórnendur snyrtistofu í Kópavogi voru í Héraðsdómi Reykjaness í fyrradag dæmdar í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og hvor um sig til greiðslu 8,5 milljóna sektar fyrir peningaþvætti. Önnur konan er framkvæmdastjóri félagsins sem rekur snyrtistofuna og hin er titluð „daglegur stjórnandi“ í ákæru. Báðar eru þær jafnframt ákærðar sem stjórnarformenn félagsins. Þær voru ákærðar fyrir að hafa vanframtalið útskatt félagsins fyrir árin 2014 til 2017 og fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti, samtals að fjárhæð rúmum 5,8 milljónum króna. Konurnar játuðu skýlaust þessi brot sín. Þá voru konurnar hvor um sig ákærðar fyrir peningaþvætti með því að hafa vanrækt að telja samtals um 30 milljónir króna fram til skatts. Þannig var framkvæmdastjóranum gefið að sök að hafa komið sér undan að greiða um 5,5 milljónir í skatt og stjórnandinn um sex milljónir króna. Konurnar neituðu sök í þessum ákærulið. Þær deildu þó ekki um umrædda lýsingu málsatvika en héldu því fram fyrir dómi að háttsemi þeirra teldist ekki peningaþvætti. Dómurinn féllst hins vegar ekki á það og taldi brot þeirra teljast sönnuð og varða tilgreint lagaákvæði um peningaþvætti í ákæru. Konurnar voru að endingu hvor um sig dæmdar í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi líkt og áður segir. Þá var þeim báðum gert að greiða sekt að upphæð 8,5 milljóna króna, auk þóknun verjenda að upphæð um 832 þúsund krónur hvor. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
Tveir stjórnendur snyrtistofu í Kópavogi voru í Héraðsdómi Reykjaness í fyrradag dæmdar í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og hvor um sig til greiðslu 8,5 milljóna sektar fyrir peningaþvætti. Önnur konan er framkvæmdastjóri félagsins sem rekur snyrtistofuna og hin er titluð „daglegur stjórnandi“ í ákæru. Báðar eru þær jafnframt ákærðar sem stjórnarformenn félagsins. Þær voru ákærðar fyrir að hafa vanframtalið útskatt félagsins fyrir árin 2014 til 2017 og fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti, samtals að fjárhæð rúmum 5,8 milljónum króna. Konurnar játuðu skýlaust þessi brot sín. Þá voru konurnar hvor um sig ákærðar fyrir peningaþvætti með því að hafa vanrækt að telja samtals um 30 milljónir króna fram til skatts. Þannig var framkvæmdastjóranum gefið að sök að hafa komið sér undan að greiða um 5,5 milljónir í skatt og stjórnandinn um sex milljónir króna. Konurnar neituðu sök í þessum ákærulið. Þær deildu þó ekki um umrædda lýsingu málsatvika en héldu því fram fyrir dómi að háttsemi þeirra teldist ekki peningaþvætti. Dómurinn féllst hins vegar ekki á það og taldi brot þeirra teljast sönnuð og varða tilgreint lagaákvæði um peningaþvætti í ákæru. Konurnar voru að endingu hvor um sig dæmdar í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi líkt og áður segir. Þá var þeim báðum gert að greiða sekt að upphæð 8,5 milljóna króna, auk þóknun verjenda að upphæð um 832 þúsund krónur hvor.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira