Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júlí 2020 20:00 Á myndinni má sjá þá sem að samingsgerðinni komu: Standandi: Kristófer Jónasson frá LOGOS, Gunnar Sturluson frá LOGOS, Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi og Árni Einarsson, stjórnarmaður í Mál og menningu og Forlaginu. Sitjandi: Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, Röstan Panday, stjórnarformaður Storytel AB, Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, Soffía Eydís Björgvinsdóttir frá KPMG og Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Seljandinn, bókmenntafélagið Mál og menning, mun áfram fara með þrjátíu prósenta hlut í félaginu sem mun starfa sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið streymisveitu Storytel á Íslandi. „Hvernig er hljóðið í rithöfundum varðandi þessa breytingu? Auðvitað kemur þetta höfundum og mörgum á óvart. En ég held og hef heyrt að þegar við höfum útskýrt fyrir þeim hvaða breytingar þetta hefur í för með sér þá sjá allir tækifæri í þessu,“ sagði Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann segir jafnframt að breyting á eignarhaldi muni í engum tilfellum hafa áhrif á sjálfstæði íslenskra rithöfunda. Stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins tekur í sama streng. „Það eru í gildi samningar milli félags bókaútgefanda og rithöfundasambands íslands og Forlagið sem fyrirtæki óháð eignarhaldi ber ábyrgð á að þeir samningar séu efndir,“ sagði Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. „Það hefur ekki verið neitt launungarmál að sala á prentuðum bókum hérlendis jafnt og erlendis dregist verulega saman. Hins vegar hefur sala á stafrænum bókum nánast alls staðar annars staðar á nágrannalöndunum aukist verulega,“ sagði Egill Örn. Ísland hafi þó setið eftir en nú gefst að sögn Egils tækifæri til að stíga skref inn í framtíðina. Landsstjóri Storytel á Íslandi segir greiðslur til höfunda tryggðar þegar um stafræna útgáfu er að ræða. Storytel gerir greiðslusamninga við Forlagið sem gerir samninga við útgefendur og höfunda. „Við höfum svosem ekki upplýsingar hverjar þær greiðslur eru en við greiðum á milli 50 og 60% af öllum okkar tekjum til útgefanda,“ sagði Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Seljandinn, bókmenntafélagið Mál og menning, mun áfram fara með þrjátíu prósenta hlut í félaginu sem mun starfa sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið streymisveitu Storytel á Íslandi. „Hvernig er hljóðið í rithöfundum varðandi þessa breytingu? Auðvitað kemur þetta höfundum og mörgum á óvart. En ég held og hef heyrt að þegar við höfum útskýrt fyrir þeim hvaða breytingar þetta hefur í för með sér þá sjá allir tækifæri í þessu,“ sagði Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann segir jafnframt að breyting á eignarhaldi muni í engum tilfellum hafa áhrif á sjálfstæði íslenskra rithöfunda. Stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins tekur í sama streng. „Það eru í gildi samningar milli félags bókaútgefanda og rithöfundasambands íslands og Forlagið sem fyrirtæki óháð eignarhaldi ber ábyrgð á að þeir samningar séu efndir,“ sagði Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. „Það hefur ekki verið neitt launungarmál að sala á prentuðum bókum hérlendis jafnt og erlendis dregist verulega saman. Hins vegar hefur sala á stafrænum bókum nánast alls staðar annars staðar á nágrannalöndunum aukist verulega,“ sagði Egill Örn. Ísland hafi þó setið eftir en nú gefst að sögn Egils tækifæri til að stíga skref inn í framtíðina. Landsstjóri Storytel á Íslandi segir greiðslur til höfunda tryggðar þegar um stafræna útgáfu er að ræða. Storytel gerir greiðslusamninga við Forlagið sem gerir samninga við útgefendur og höfunda. „Við höfum svosem ekki upplýsingar hverjar þær greiðslur eru en við greiðum á milli 50 og 60% af öllum okkar tekjum til útgefanda,“ sagði Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira