N1 mótið hefst í dag: Aldrei fleiri lið skráð til leiks 1. júlí 2020 12:15 N1 mótið á Akureyri hefst í dag. Vísir/N1 Þrítugasta og fjórða N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag. Aldrei hafa fleiri lið verið skráð til leiks en einmitt nú. Mótið stendur frá deginum í dag, 1. júlí, og lýkur þann 4. júlí eða á laugardaginn kemur. N1 mótið er einn umfangsmesti og vinsælasti íþróttaviðburður landsins og rétt tæplega 2.000 ungir drengir leggja land undir fót og og etja kappi í vinsælustu íþróttagrein Íslands. Skráð lið í ár eru 212 talsins og hafa aldrei fleiri lið verið skráð til leiks, en þau voru 204 á síðasta ári sem var metfjöldi. Þátttakendafjöldi er 1.940 talsins og nær nánast sömu höfðatölu og í fyrra, en það var fjölmennasta N1 mótið frá upphafi. Breiðablik úr Kópavogi sendir flest lið til leiks að þessu sinni, eða 16 talsins, en Hafnfirðingarnir í Fimleikafélagi bæjarins fylgja fast á hæla nágranna þeirra og senda 11 lið. Ekkert erlent lið kemur til leiks í ár af skiljanlegum ástæðum. N1 hefur um árabil stutt grasrótarstarf beggja kynja í knattspyrnu á Íslandi og í samningi N1 og KSÍ er hlúð að framtíðarleikmönnum, t.d. í gegnum Hæfileikamótun N1 og KSÍ. Í ár mætir fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Arnar Þór Viðarsson til að fylgjast með þátttakendum og því ljóst að margir eiga eftir að sýna sitt besta með hann á hliðarlínunni. Eins og ætíð áður fylgir fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í kringum mótið og minna skipuleggjendur á að sýna tillit vegna þess ástands sem ríkt hefur, en einnig umburðarlyndi og þolinmæði meðan á mótinu stendur, hvort sem um er að ræða umferðarmál eða önnur mál sem óhjákvæmilega getað skapað töf. N1 er styrktaraðili mótsins en framkvæmdin er í höndum KA. „Eins og fyrri ár höfum við talið niður dagana þar til N1 mótið hefst, enda einn af hápunktum sumarsins hjá okkur í KA og við getum ekki beðið eftir að taka á móti strákunum og þeirra fólki og sjá hér allt iða af lífi og fjöri. Kappið, leikgleðin, köllin og fögnin fylla bæinn og það eru sannkölluð forréttindi að fá að hafa umsjón með þessu frábæra móti enda samstarfið við N1, þjálfara, aðstandendur og að sjálfsögðu keppendurna sjálfa alltaf jafn gott. Venju samkvæmt minnum við forráðamenn á að vera duglega við að taka myndir af drengjunum og merkja með #n1mótið á samfélagsmiðlum og halda þannig áfram að skrá þannig söguna,” segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. „Við hjá N1 erum alltaf jafn stolt af þessu móti og reiknum eins og áður með stórskemmtilegum dögum þar sem keppnisskapið verður allsráðandi með heiðarleika og drengskap í fyrirrúmi. Samstarfið við KA er afar ánægjulegt og N1 mun sem fyrr halda áfram að styðja grasrótarstarf bæði stráka og stelpna um land allt og hlökkum til að sjá enn eina kynslóðina hefja leik á þessu frábæra móti,” segir Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1. Fótbolti Íslenski boltinn Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sjá meira
Þrítugasta og fjórða N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag. Aldrei hafa fleiri lið verið skráð til leiks en einmitt nú. Mótið stendur frá deginum í dag, 1. júlí, og lýkur þann 4. júlí eða á laugardaginn kemur. N1 mótið er einn umfangsmesti og vinsælasti íþróttaviðburður landsins og rétt tæplega 2.000 ungir drengir leggja land undir fót og og etja kappi í vinsælustu íþróttagrein Íslands. Skráð lið í ár eru 212 talsins og hafa aldrei fleiri lið verið skráð til leiks, en þau voru 204 á síðasta ári sem var metfjöldi. Þátttakendafjöldi er 1.940 talsins og nær nánast sömu höfðatölu og í fyrra, en það var fjölmennasta N1 mótið frá upphafi. Breiðablik úr Kópavogi sendir flest lið til leiks að þessu sinni, eða 16 talsins, en Hafnfirðingarnir í Fimleikafélagi bæjarins fylgja fast á hæla nágranna þeirra og senda 11 lið. Ekkert erlent lið kemur til leiks í ár af skiljanlegum ástæðum. N1 hefur um árabil stutt grasrótarstarf beggja kynja í knattspyrnu á Íslandi og í samningi N1 og KSÍ er hlúð að framtíðarleikmönnum, t.d. í gegnum Hæfileikamótun N1 og KSÍ. Í ár mætir fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Arnar Þór Viðarsson til að fylgjast með þátttakendum og því ljóst að margir eiga eftir að sýna sitt besta með hann á hliðarlínunni. Eins og ætíð áður fylgir fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í kringum mótið og minna skipuleggjendur á að sýna tillit vegna þess ástands sem ríkt hefur, en einnig umburðarlyndi og þolinmæði meðan á mótinu stendur, hvort sem um er að ræða umferðarmál eða önnur mál sem óhjákvæmilega getað skapað töf. N1 er styrktaraðili mótsins en framkvæmdin er í höndum KA. „Eins og fyrri ár höfum við talið niður dagana þar til N1 mótið hefst, enda einn af hápunktum sumarsins hjá okkur í KA og við getum ekki beðið eftir að taka á móti strákunum og þeirra fólki og sjá hér allt iða af lífi og fjöri. Kappið, leikgleðin, köllin og fögnin fylla bæinn og það eru sannkölluð forréttindi að fá að hafa umsjón með þessu frábæra móti enda samstarfið við N1, þjálfara, aðstandendur og að sjálfsögðu keppendurna sjálfa alltaf jafn gott. Venju samkvæmt minnum við forráðamenn á að vera duglega við að taka myndir af drengjunum og merkja með #n1mótið á samfélagsmiðlum og halda þannig áfram að skrá þannig söguna,” segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. „Við hjá N1 erum alltaf jafn stolt af þessu móti og reiknum eins og áður með stórskemmtilegum dögum þar sem keppnisskapið verður allsráðandi með heiðarleika og drengskap í fyrirrúmi. Samstarfið við KA er afar ánægjulegt og N1 mun sem fyrr halda áfram að styðja grasrótarstarf bæði stráka og stelpna um land allt og hlökkum til að sjá enn eina kynslóðina hefja leik á þessu frábæra móti,” segir Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1.
Fótbolti Íslenski boltinn Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sjá meira