Síbrotakona þóttist vera systir sín Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2020 08:37 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Gunnarsson Kona um þrítugt hefur verið dæmd í tæplega tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ekið próflaus og undir áhrifum vímuefna. Þar að auki reyndi hún að klína brotunum á systur sína, sem varðar við almenn hegningarlög. Konan var tvívegis stöðvuð við akstur í fyrra, í mars og í september, án þess þó að vera með gild ökuréttindi. Er hún sögð hafa verið óhæf til að stýra bifreið sinni því við sýnatöku hafi fundist fíkniefni í blóði hennar. Í báðum tilfellum hafði konan neytt amfetamíns og kókaíns fyrir aksturinn, auk þess sem hún hafði innbyrt klónazepam áður en hún settist undir stýrið í mars og metýlfenídat fyrir aksturinn í september. Í síðara skiptið gerði lögreglan jafnframt athugasemd við það að konan hafi ekið bifreið sinni án þess að nota sérstakan öryggisbúnað fyrir barn sem var í bifreiðinni. Konan játaði vímuefnaaksturinn skýlaust, sem og að hafa logið að lögregluþjónunum sem stöðvuðu hana í mars. Þegar þeir báðu hana um nafn og kennitölu þóttist konan vera systir sín og gaf upp upplýsingarnar hennar. Lygarnar brjóta í bága við grein í hegningarlögum um falskar sakagiftir. Greinin kveður á um að hver sá „sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta fangelsi allt að 10 árum.“ Konan gekkst við brotum sínum sem fyrr segir en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að hún eigi sér langan sakaferil að baki. Hún hafi þannig sjö sinnum verið ákærð fyrir að aka án ökuréttinda og sex sinnum fyrir að aka undir áhrifum. Með brotum sínum í fyrra hafi hún jafnframt rofið skilyrði reynslulausnar til tveggja ára, sem henni var veitt þann 19. maí 2018. Konunni var því gert að sæta fangelsi í 21 mánuð og ævilöng ökuréttarsvipting hennar áréttuð. Dómsmál Samgöngur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Kona um þrítugt hefur verið dæmd í tæplega tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ekið próflaus og undir áhrifum vímuefna. Þar að auki reyndi hún að klína brotunum á systur sína, sem varðar við almenn hegningarlög. Konan var tvívegis stöðvuð við akstur í fyrra, í mars og í september, án þess þó að vera með gild ökuréttindi. Er hún sögð hafa verið óhæf til að stýra bifreið sinni því við sýnatöku hafi fundist fíkniefni í blóði hennar. Í báðum tilfellum hafði konan neytt amfetamíns og kókaíns fyrir aksturinn, auk þess sem hún hafði innbyrt klónazepam áður en hún settist undir stýrið í mars og metýlfenídat fyrir aksturinn í september. Í síðara skiptið gerði lögreglan jafnframt athugasemd við það að konan hafi ekið bifreið sinni án þess að nota sérstakan öryggisbúnað fyrir barn sem var í bifreiðinni. Konan játaði vímuefnaaksturinn skýlaust, sem og að hafa logið að lögregluþjónunum sem stöðvuðu hana í mars. Þegar þeir báðu hana um nafn og kennitölu þóttist konan vera systir sín og gaf upp upplýsingarnar hennar. Lygarnar brjóta í bága við grein í hegningarlögum um falskar sakagiftir. Greinin kveður á um að hver sá „sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta fangelsi allt að 10 árum.“ Konan gekkst við brotum sínum sem fyrr segir en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að hún eigi sér langan sakaferil að baki. Hún hafi þannig sjö sinnum verið ákærð fyrir að aka án ökuréttinda og sex sinnum fyrir að aka undir áhrifum. Með brotum sínum í fyrra hafi hún jafnframt rofið skilyrði reynslulausnar til tveggja ára, sem henni var veitt þann 19. maí 2018. Konunni var því gert að sæta fangelsi í 21 mánuð og ævilöng ökuréttarsvipting hennar áréttuð.
Dómsmál Samgöngur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent