Bifhjólamenn vilja sjá tafarlausar aðgerðir í vegamálum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júní 2020 20:01 Sniglar mótmæla vegna banaslyss á Kjalarnesi Vísir/Vilhelm Á þriðja hundrað bifhjólamanna komu saman við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag til að krefjast bættra vega. Mínútu þögn var vegna fallinna bifhjólamanna í umferðinni. Vegagerðin hefur fengið á sig harða gagnrýni eftir hörmulegt umferðarslys á Vesturlandsvegi um Kjalarnes þegar bifhjólamenn lentu í árekstri við húsbíl með þeim afleiðingum að tveir létust og einn slasaðist. Vegagerðin hefur þegar viðurkennt að malbik á umræddum vegarkafla var ekki samkvæmt stöðlum og voru fleiri vegakaflar teknir til skoðunar. Þegar hefur verið brugðist við með aðgerðum. Umræddur vegarkafli á Kjalarnesi var sandborinn í gær, þá var nýtt malbik á Höfðabakka við Gullinbrú fræst af og þá á að laga slitlag á Reykjanesbraut við Vífilstaði. Bifhjólamenn kröfðust þess í dag að gripið yrði strax til aðgerða á fleiri stöðum. Komu þeir saman eftir hádegi við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar þar sem lesin var upp yfirlýsing og svo var mínútu þögn. Bergþóra Þorkelsdóttir stóð með bifhjólamönnum á samstöðufundinum.Vísir/Vilhelm „Við erum búin að fá nóg“ „Hörmulegur atburður hefur orðið til þess að öll sem eitt höfum við risið upp og segjum öll hið það sama. Við erum búin að fá nóg,“ sagði Jokka G. Birnudóttir, í stjórn Sniglanna, í yfirlýsingu sem lesin var upp í upphafi fundarins. „Þetta hljómar mjög illa. Þessar fréttir um hvernig malbikið er sett saman eru eiginlega fjarstæðukenndar að maður áttar sig ekki alveg á þessu,“ sagði Hrafnkell Sigtryggsson, bifhjólamaður sem mætti á fundinn. „Þetta eru of miklar fórnir sem eru færðar fyrir einhverja tilraunastarfsemi hjá Vegagerðinni. Það er bara ekki boðlegt,“ sagði Halldór Sigtryggson, bifhjólamaður sem mætti á fundinn og vill sjá aðgerðir strax. „Það er þetta sama malbik út um allt. þetta er ömurlegt. Það er búið að benda þeim á þetta í mörg ár,“ sagði Kristrún Tryggvadóttir, bifhjólamaður sem sagði hafa lent í sambærilegum aðstæðum og voru á veginum um Kjalarnes um helgina. „Já og þetta er alltaf þegar maður sér þetta að þá bregst maður við og fer ofur varlega,“ sagði Kristrún. Á þriðja hundrað bifhjólamenn mættu á samstöðufund þar sem krafist var tafarlausra aðgerðaVísir/Vilhelm Bifhjólamenn gagnrýndu Vegagerðina einnig fyrir viðbragðsleysi við umkvörtunum á síðustu árum. Er það viðurkennt að hálfu Vegagerðarinnar að svo sé? „Ég get svo sem ekki gefið komment á það, ég verð bara að segja eins og er. Þarna erum við bara með einstakar aðstæður sem eru sérlega erfiðar og óásættanlegar að okkar mati. Við vitum hins vegar að malbik í rigningu er hált þó að það sé ekki umfram þá staðla sem settir eru og verður alltaf viðsjárvert. Ný lagt malbik er hálla en annað malbik það er staðreynd en þessi tiltekni kafli hann umfram það sem við getum sætt okkur við,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Segir nánast allt að sem við kemur malbikun „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. 30. júní 2020 13:06 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Ætla að malbika upp á nýtt á Kjalarnesi eftir banaslysið Vegagerðin ætlar að leggja nýtt malbik yfir kafla á Kjalarnesi þar sem nýlagt malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám. Tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á veginum í gær. 29. júní 2020 16:31 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Sjá meira
Á þriðja hundrað bifhjólamanna komu saman við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag til að krefjast bættra vega. Mínútu þögn var vegna fallinna bifhjólamanna í umferðinni. Vegagerðin hefur fengið á sig harða gagnrýni eftir hörmulegt umferðarslys á Vesturlandsvegi um Kjalarnes þegar bifhjólamenn lentu í árekstri við húsbíl með þeim afleiðingum að tveir létust og einn slasaðist. Vegagerðin hefur þegar viðurkennt að malbik á umræddum vegarkafla var ekki samkvæmt stöðlum og voru fleiri vegakaflar teknir til skoðunar. Þegar hefur verið brugðist við með aðgerðum. Umræddur vegarkafli á Kjalarnesi var sandborinn í gær, þá var nýtt malbik á Höfðabakka við Gullinbrú fræst af og þá á að laga slitlag á Reykjanesbraut við Vífilstaði. Bifhjólamenn kröfðust þess í dag að gripið yrði strax til aðgerða á fleiri stöðum. Komu þeir saman eftir hádegi við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar þar sem lesin var upp yfirlýsing og svo var mínútu þögn. Bergþóra Þorkelsdóttir stóð með bifhjólamönnum á samstöðufundinum.Vísir/Vilhelm „Við erum búin að fá nóg“ „Hörmulegur atburður hefur orðið til þess að öll sem eitt höfum við risið upp og segjum öll hið það sama. Við erum búin að fá nóg,“ sagði Jokka G. Birnudóttir, í stjórn Sniglanna, í yfirlýsingu sem lesin var upp í upphafi fundarins. „Þetta hljómar mjög illa. Þessar fréttir um hvernig malbikið er sett saman eru eiginlega fjarstæðukenndar að maður áttar sig ekki alveg á þessu,“ sagði Hrafnkell Sigtryggsson, bifhjólamaður sem mætti á fundinn. „Þetta eru of miklar fórnir sem eru færðar fyrir einhverja tilraunastarfsemi hjá Vegagerðinni. Það er bara ekki boðlegt,“ sagði Halldór Sigtryggson, bifhjólamaður sem mætti á fundinn og vill sjá aðgerðir strax. „Það er þetta sama malbik út um allt. þetta er ömurlegt. Það er búið að benda þeim á þetta í mörg ár,“ sagði Kristrún Tryggvadóttir, bifhjólamaður sem sagði hafa lent í sambærilegum aðstæðum og voru á veginum um Kjalarnes um helgina. „Já og þetta er alltaf þegar maður sér þetta að þá bregst maður við og fer ofur varlega,“ sagði Kristrún. Á þriðja hundrað bifhjólamenn mættu á samstöðufund þar sem krafist var tafarlausra aðgerðaVísir/Vilhelm Bifhjólamenn gagnrýndu Vegagerðina einnig fyrir viðbragðsleysi við umkvörtunum á síðustu árum. Er það viðurkennt að hálfu Vegagerðarinnar að svo sé? „Ég get svo sem ekki gefið komment á það, ég verð bara að segja eins og er. Þarna erum við bara með einstakar aðstæður sem eru sérlega erfiðar og óásættanlegar að okkar mati. Við vitum hins vegar að malbik í rigningu er hált þó að það sé ekki umfram þá staðla sem settir eru og verður alltaf viðsjárvert. Ný lagt malbik er hálla en annað malbik það er staðreynd en þessi tiltekni kafli hann umfram það sem við getum sætt okkur við,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Segir nánast allt að sem við kemur malbikun „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. 30. júní 2020 13:06 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Ætla að malbika upp á nýtt á Kjalarnesi eftir banaslysið Vegagerðin ætlar að leggja nýtt malbik yfir kafla á Kjalarnesi þar sem nýlagt malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám. Tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á veginum í gær. 29. júní 2020 16:31 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Sjá meira
Segir nánast allt að sem við kemur malbikun „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. 30. júní 2020 13:06
Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00
Ætla að malbika upp á nýtt á Kjalarnesi eftir banaslysið Vegagerðin ætlar að leggja nýtt malbik yfir kafla á Kjalarnesi þar sem nýlagt malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám. Tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á veginum í gær. 29. júní 2020 16:31