Segir nánast allt að sem við kemur malbikun Andri Eysteinsson skrifar 30. júní 2020 13:06 Slysið varð á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi nærri Hvalfjarðargöngum. Vísir/Vilhelm „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. Mikið hefur verið rætt um malbik og aðstæður á vegum eftir að tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á Kjalarnesi á sunnudag. Bergþóra Þorkelsdóttir sagði í samtali við Vísi í gær að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegarkaflanum þar sem banaslysið varð hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Talið er að malbikið, sem var nýlagt, hafi verið hálla en við verður unað. „Það er eiginlega allt sem er að. Við notum íslenskt berg en ekki innflutt kvars. Ég heyrði það líka að við notum innflutt bik, við notuðum bik sem væri þægilegt að nota en hentaði ekki okkar hitastigi og heimshluta. Við malbikum of þunnt, við notum ekki einangraða vagna við flutning og hitinn er ekki passaður,“ sagði Ólafur og bætti við að það sé býsna margt sem hægt sé að laga. „Þegar það er of mikið bik, þá kreistist það upp úr og verður eins og spegill ofan á og er flughált. Það jafnar sig yfirleitt þegar slitnar upp úr en á meðan það er spegilmyndun á því. Þegar það blotnar þá verður þetta eins og ís og þetta er sama aðferð og er notuð til að búa til hálkubrautir í ökuskólum,“ segir Ólafur í Bítinu. „Menn eiga að geta vaktað þetta betur. Þetta blasir við og gargar á mann,“ sagði Ólafur sem var um árabil stjórnarmaður í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ólafur bætti við að ef speglun sé komin upp þurfi að vara fólk við. Vegagerðin hefur tilkynnt að nýtt malbik verði lagt yfir kaflann á Kjalarnesi þar sem malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám en þar varð banaslysið um liðna helgi. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur. „Það ræðst bara af ytri aðstæðum. Það verður farið í það um leið. Það er spáð einhverri rigningu í dag og það gæti verið einhver þáttur í þessu. Við erum ekki að bíða eftir neinu nema því að allt verði klárt,“ sagði G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Vísi inntur eftir því hvenær malbikun hefjist á kaflanum sem um ræðir. Umferðaröryggi Samgöngur Reykjavík Bítið Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. Mikið hefur verið rætt um malbik og aðstæður á vegum eftir að tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á Kjalarnesi á sunnudag. Bergþóra Þorkelsdóttir sagði í samtali við Vísi í gær að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegarkaflanum þar sem banaslysið varð hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Talið er að malbikið, sem var nýlagt, hafi verið hálla en við verður unað. „Það er eiginlega allt sem er að. Við notum íslenskt berg en ekki innflutt kvars. Ég heyrði það líka að við notum innflutt bik, við notuðum bik sem væri þægilegt að nota en hentaði ekki okkar hitastigi og heimshluta. Við malbikum of þunnt, við notum ekki einangraða vagna við flutning og hitinn er ekki passaður,“ sagði Ólafur og bætti við að það sé býsna margt sem hægt sé að laga. „Þegar það er of mikið bik, þá kreistist það upp úr og verður eins og spegill ofan á og er flughált. Það jafnar sig yfirleitt þegar slitnar upp úr en á meðan það er spegilmyndun á því. Þegar það blotnar þá verður þetta eins og ís og þetta er sama aðferð og er notuð til að búa til hálkubrautir í ökuskólum,“ segir Ólafur í Bítinu. „Menn eiga að geta vaktað þetta betur. Þetta blasir við og gargar á mann,“ sagði Ólafur sem var um árabil stjórnarmaður í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ólafur bætti við að ef speglun sé komin upp þurfi að vara fólk við. Vegagerðin hefur tilkynnt að nýtt malbik verði lagt yfir kaflann á Kjalarnesi þar sem malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám en þar varð banaslysið um liðna helgi. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur. „Það ræðst bara af ytri aðstæðum. Það verður farið í það um leið. Það er spáð einhverri rigningu í dag og það gæti verið einhver þáttur í þessu. Við erum ekki að bíða eftir neinu nema því að allt verði klárt,“ sagði G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Vísi inntur eftir því hvenær malbikun hefjist á kaflanum sem um ræðir.
Umferðaröryggi Samgöngur Reykjavík Bítið Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði