Fótbrotið sem markar lok ferilsins: „Fórum báðir inn af fullum krafti og minn fótur gaf sig“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2020 13:03 Helgi Valur Daníelsson fluttur fótbrotinn af velli í gær. vísir/vilhelm „Það er ekki líklegt að ég spili fótbolta í efstu deild aftur,“ segir Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis í fótbolta og elsti útileikmaður Pepsi Max-deildarinnar, sem fjórfótbrotnaði í sigrinum á Gróttu í gær. Helgi Valur verður 39 ára í næsta mánuði en hefur verið lykilmaður í Fylkisliðinu og átti mjög gott tímabil í fyrra. Hann tók sér þrjú ár í hlé frá fótbolta eftir langan atvinnumannsferil og sneri svo aftur í boltann með Fylki 2018. Helgi hefur því áður synt á móti straumnum og komist í land, en viðurkennir að í dag sé erfitt að sjá að hann spili aftur fótbolta í efstu deild. Hann verði þó áfram viðloðandi Fylkisliðið, að minnsta kosti á þessu tímabili. „Ég sagði við Óla [Inga Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfara] að ég gæti verið aðstoðarmaður aðstoðarmanns,“ segir Helgi Valur léttur, en bætir við: „Vonandi get ég verið áfram í kringum þetta. Þó svo að maður spili ekki aftur þá vill maður líka koma sér í stand og ég geri það í gegnum Fylki.“ Helgi Valur segir ekki hægt að kenna of stuttu undirbúningstímabili eða öðru en óheppni um meiðslin. Hér að neðan má sjá þegar hann meiddist. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Helgi Valur fótbrotnaði gegn Gróttu „Ég held að boltinn hafi verið akkúrat á milli. Við fórum bara báðir inn af fullum krafti og minn fótur gaf sig. Þetta var bara tækling sem ég hef ekki áður farið í eða lent í. Þetta var bara óheppni. Maður gleymdi sér í mómentinu og ætlaði að vinna boltann. Maður getur ekki kennt æfingum eða undirlagi vallarins eða öðru um þetta,“ segir Helgi Valur. „Ég veit í rauninni ekki hvernig þetta verður eftir aðgerðina, hversu lengi það tekur að jafna sig. Ég er lítið að pæla í því akkúrat núna. Vonandi eru þetta 3-4 mánuðir en það er ekki líklegt að ég spili fótbolta í efstu deild aftur.“ Vona innilega að Helgi Valur sé ekki illa meiddur. Mikilvægur fyrir Fylki og miklvægur fyrir íslenska knattspyrnu. Gæi sem gefur af sér til ungra leikmanna og þeir missa af mikilvægum skóla ef þeir missa hann. Mest af öllu er hann toppmaður og á allt gott skilið— Björn Sigurbjörnsson (@bjossilitli) June 29, 2020 Helgi Valur, sem á að baki 33 A-landsleiki, skoraði fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni í fyrra og sýndi að eftir langt hlé frá fótboltanum átti hann enn nóg inni. Hann kveðst þakklátur fyrir síðasta ár sem nú lítur út fyrir að hafi verið hans síðasta heila tímabil. „Það var fínt að ég hélst heill í fyrra og spilaði megnið af leikjunum. Þó að gengi liðsins væri erfitt þá naut ég þess að spila, og það var gaman að skora nokkur mörk og svona. Það er mest svekkjandi núna að hafa lagt svona mikið á sig í vetur og vera kominn á fullu inn í þetta. Þegar ég kom fyrst aftur 2018 sleit ég einhverja festingu í lærinu og píndi mig í raun bara áfram það tímabil, en svo náði ég alla vega einu fínu tímabili í fyrra sem ég er þakklátur fyrir.“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Helgi Valur borinn af velli | Ferlinum lokið? Helgi Valur Daníelsson meiddist illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá. 29. júní 2020 21:35 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
„Það er ekki líklegt að ég spili fótbolta í efstu deild aftur,“ segir Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis í fótbolta og elsti útileikmaður Pepsi Max-deildarinnar, sem fjórfótbrotnaði í sigrinum á Gróttu í gær. Helgi Valur verður 39 ára í næsta mánuði en hefur verið lykilmaður í Fylkisliðinu og átti mjög gott tímabil í fyrra. Hann tók sér þrjú ár í hlé frá fótbolta eftir langan atvinnumannsferil og sneri svo aftur í boltann með Fylki 2018. Helgi hefur því áður synt á móti straumnum og komist í land, en viðurkennir að í dag sé erfitt að sjá að hann spili aftur fótbolta í efstu deild. Hann verði þó áfram viðloðandi Fylkisliðið, að minnsta kosti á þessu tímabili. „Ég sagði við Óla [Inga Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfara] að ég gæti verið aðstoðarmaður aðstoðarmanns,“ segir Helgi Valur léttur, en bætir við: „Vonandi get ég verið áfram í kringum þetta. Þó svo að maður spili ekki aftur þá vill maður líka koma sér í stand og ég geri það í gegnum Fylki.“ Helgi Valur segir ekki hægt að kenna of stuttu undirbúningstímabili eða öðru en óheppni um meiðslin. Hér að neðan má sjá þegar hann meiddist. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Helgi Valur fótbrotnaði gegn Gróttu „Ég held að boltinn hafi verið akkúrat á milli. Við fórum bara báðir inn af fullum krafti og minn fótur gaf sig. Þetta var bara tækling sem ég hef ekki áður farið í eða lent í. Þetta var bara óheppni. Maður gleymdi sér í mómentinu og ætlaði að vinna boltann. Maður getur ekki kennt æfingum eða undirlagi vallarins eða öðru um þetta,“ segir Helgi Valur. „Ég veit í rauninni ekki hvernig þetta verður eftir aðgerðina, hversu lengi það tekur að jafna sig. Ég er lítið að pæla í því akkúrat núna. Vonandi eru þetta 3-4 mánuðir en það er ekki líklegt að ég spili fótbolta í efstu deild aftur.“ Vona innilega að Helgi Valur sé ekki illa meiddur. Mikilvægur fyrir Fylki og miklvægur fyrir íslenska knattspyrnu. Gæi sem gefur af sér til ungra leikmanna og þeir missa af mikilvægum skóla ef þeir missa hann. Mest af öllu er hann toppmaður og á allt gott skilið— Björn Sigurbjörnsson (@bjossilitli) June 29, 2020 Helgi Valur, sem á að baki 33 A-landsleiki, skoraði fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni í fyrra og sýndi að eftir langt hlé frá fótboltanum átti hann enn nóg inni. Hann kveðst þakklátur fyrir síðasta ár sem nú lítur út fyrir að hafi verið hans síðasta heila tímabil. „Það var fínt að ég hélst heill í fyrra og spilaði megnið af leikjunum. Þó að gengi liðsins væri erfitt þá naut ég þess að spila, og það var gaman að skora nokkur mörk og svona. Það er mest svekkjandi núna að hafa lagt svona mikið á sig í vetur og vera kominn á fullu inn í þetta. Þegar ég kom fyrst aftur 2018 sleit ég einhverja festingu í lærinu og píndi mig í raun bara áfram það tímabil, en svo náði ég alla vega einu fínu tímabili í fyrra sem ég er þakklátur fyrir.“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Helgi Valur borinn af velli | Ferlinum lokið? Helgi Valur Daníelsson meiddist illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá. 29. júní 2020 21:35 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
Helgi Valur borinn af velli | Ferlinum lokið? Helgi Valur Daníelsson meiddist illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá. 29. júní 2020 21:35