Áhyggjuefni hversu mikið almenningur hefur slakað á smitvörnum Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 15:21 Fólk naut sín í blíðviðrinu í miðbænum í dag. Vísir/Villi Almenningur hefur slakað mjög á smitvörnum og er það áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Áskorun væri fyrir yfirvöld að koma skilaboðum sínum á framfæri þar sem fólk væri síður móttækilegt fyrir þeim nú en í byrjun faraldursins í mars. Á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag sagði Þórólfur að hópsýkingar sem hafa komið upp undanfarna daga sýni að veiran sé langt því frá horfin þó að lítið hafi borið á henni upp á síðkastið. „Það er greinilegt að menn hafa slakað mjög mjög á og það er ekki gott. Það er áhyggjuefni. Þetta eru orðnar kjöraðstæður fyrir veiruna að geta náð sér á strik aftur ef hún á annað borð kemst inn aftur í svona partí,“ sagði Þórólfur og ítrekaði mikilvægi almennra sýkningavarna. Frá upplýsingafundi almannavarna mánudaginn 29. júní 2020.Vísir/Sigurjón Svo virðist sem að almenningur sé ekki eins móttækilegur fyrir umræðunni og hættunni vegna faraldursins nú og hann var í mars þegar fyrst var gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu hans. „Það er áskorun fyrir okkur að reyna að ná til fólks, ná til yngra fólks, ná til allra. Við verðum að standa öll saman í því. Það var auðveldara í byrjun mars að koma með þessi skilaboð,“ sagði sóttvarnalæknir. Varaði Þórólfur við því að áfram yrði hætta á hópsýkingum, bæði litum og stórum, ekki aðeins í sumar heldur næstu mánuði og fram á næsta ár. Hver og einn sýni ábyrgð Í ljósi hópsýkinganna sagði Þórólfur að bíða þyrfti með að rýmka reglur um hámarksfjölda á samkomum. Rætt hafði verið um að næsta skref yrði að hækka takmarkið úr 500 manns í 2.000 en ekki er ljóst hvenær af því getur nú orðið. Þá sagði Þórólfur ekki hægt að mæla með því að opnunartími skemmtistaða verði rýmkaður en þeir hafa nú aðeins leyfi til að hafa opið til klukkan 23:00. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði almenning síður móttækilegan fyrir boðskap lýðheilsuyfirvalda nú en við upphaf faraldursins.Vísir/Vilhelm Engin ákveðin viðmið eru til staðar um hversu mörg virk smit kölluðu á að aðgerðir yrðu hertar aftur. Þórólfur sagði að slíkt yrði vegið og metið þegar það kæmi upp. Þá væri tekið tillit til þess hvort um væri að ræða eina hópsýkingu eða margar og hversu alvarleg veikindin væru. Þrátt fyrir hópsýkingar sagði Alma Möller landlæknir að ekki væri talið að samfélagslegt smit væri útbreitt hér á landi. Gengið væri úr skugga um það með aukinni skimun og smitrakningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, brýndi fyrir almenningi að huga að hreinlæti og smitvörnum og virða þá sem vilja halda fjarlægð til að forðast smit. Lagði hann áherslu á persónulega ábyrgð hvers og eins, sérstaklega þeirra sem fara á stærri samkomur. Sýnist fólki að mun fleiri en 500 séu á staðnum og sóttvarnir ekki þær sem þær ættu að vera ætti það að fara. „Við verðum hvert og eitt að sýna ábyrgð,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Almenningur hefur slakað mjög á smitvörnum og er það áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Áskorun væri fyrir yfirvöld að koma skilaboðum sínum á framfæri þar sem fólk væri síður móttækilegt fyrir þeim nú en í byrjun faraldursins í mars. Á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag sagði Þórólfur að hópsýkingar sem hafa komið upp undanfarna daga sýni að veiran sé langt því frá horfin þó að lítið hafi borið á henni upp á síðkastið. „Það er greinilegt að menn hafa slakað mjög mjög á og það er ekki gott. Það er áhyggjuefni. Þetta eru orðnar kjöraðstæður fyrir veiruna að geta náð sér á strik aftur ef hún á annað borð kemst inn aftur í svona partí,“ sagði Þórólfur og ítrekaði mikilvægi almennra sýkningavarna. Frá upplýsingafundi almannavarna mánudaginn 29. júní 2020.Vísir/Sigurjón Svo virðist sem að almenningur sé ekki eins móttækilegur fyrir umræðunni og hættunni vegna faraldursins nú og hann var í mars þegar fyrst var gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu hans. „Það er áskorun fyrir okkur að reyna að ná til fólks, ná til yngra fólks, ná til allra. Við verðum að standa öll saman í því. Það var auðveldara í byrjun mars að koma með þessi skilaboð,“ sagði sóttvarnalæknir. Varaði Þórólfur við því að áfram yrði hætta á hópsýkingum, bæði litum og stórum, ekki aðeins í sumar heldur næstu mánuði og fram á næsta ár. Hver og einn sýni ábyrgð Í ljósi hópsýkinganna sagði Þórólfur að bíða þyrfti með að rýmka reglur um hámarksfjölda á samkomum. Rætt hafði verið um að næsta skref yrði að hækka takmarkið úr 500 manns í 2.000 en ekki er ljóst hvenær af því getur nú orðið. Þá sagði Þórólfur ekki hægt að mæla með því að opnunartími skemmtistaða verði rýmkaður en þeir hafa nú aðeins leyfi til að hafa opið til klukkan 23:00. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði almenning síður móttækilegan fyrir boðskap lýðheilsuyfirvalda nú en við upphaf faraldursins.Vísir/Vilhelm Engin ákveðin viðmið eru til staðar um hversu mörg virk smit kölluðu á að aðgerðir yrðu hertar aftur. Þórólfur sagði að slíkt yrði vegið og metið þegar það kæmi upp. Þá væri tekið tillit til þess hvort um væri að ræða eina hópsýkingu eða margar og hversu alvarleg veikindin væru. Þrátt fyrir hópsýkingar sagði Alma Möller landlæknir að ekki væri talið að samfélagslegt smit væri útbreitt hér á landi. Gengið væri úr skugga um það með aukinni skimun og smitrakningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, brýndi fyrir almenningi að huga að hreinlæti og smitvörnum og virða þá sem vilja halda fjarlægð til að forðast smit. Lagði hann áherslu á persónulega ábyrgð hvers og eins, sérstaklega þeirra sem fara á stærri samkomur. Sýnist fólki að mun fleiri en 500 séu á staðnum og sóttvarnir ekki þær sem þær ættu að vera ætti það að fara. „Við verðum hvert og eitt að sýna ábyrgð,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent