Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. júní 2020 13:14 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ber að rannsaka það þegar manntjón verður í eldsvoða. Vísir/Vilhelm Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Rannsókn stofnunarinnar geti tekið um tvo til þrjá mánuði. Forstjóri HMS hefur boðað fund með slökkviðsstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingarfulltrúanum í Reykjavík á morgun. Í fréttum Bylgjunnar um helgina kom fram að enginn slökkvibíll Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafi verið fullmannaður þegar útkall barst um brunann á Bræðraborgarstíg. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust, þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. Samkvæmt reglugerð á hver slökkvibíll að vera mannaður fjórum til fimm slökkviliðsmönnum. Þeir sinna þó einnig sjúkraflutningum og þegar útkallið barst voru sex sjúkrabílar að sinna neyðartilfellum. Davíð Snorrason, forstöðumaður öryggissviðs mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir slökkviliðin í landinu setja fram í brunavarnaáætlun hvernig þau ætla að standast lög og reglur. „Það getur verið að þau geti mannað vettvanginn af fleiri en einni stöð og þar af leiðandi sé komin fimm einstaklingar á staðinn innan við 10 mínútum frá útkalli, en frá tveimur stöðum,“ segir Davíð. Almennt geti það þó verið af hinu góða að slökkviliðsmenn sinni einnig sjúkraflutningum. „Almennt þá eru mikil samlegðaráhrif af því að vera að sinna þessum verkefnum saman en við munum að sjálfsögðu skoða bara í þessu tilviki og öllum sambærilegum tilfellum hvort það sé tilefni til þess að breyta eitthvað reglum,“ segir Davíð. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur hafið rannsókn vegna brunans en stofnuninni ber að rannsaka þegar mannskaði verður í eldsvoða. Rannsóknin er ekki sakamálarannsókn heldur beinist að slökkvistarfinu og aðstæðum í húsinu en er unnin í samstarfi við lögreglu og slökkvilið. Málið er einnig til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en einn maður er í gæsluvarðhaldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu í morgun að engar frekari upplýsingar liggi fyrir að svo stöddu varðandi stöðu þeirrar umfram það sem þegar hafi komið fram. „Við náttúrlega erum bara eins og ég segi á frumstigi með þessa rannsókn og skoðum þetta mjög nákvæmlega og eigum eftir að afla allra gagna um nákvæmlega hvenær hver kom á staðinn og svo framvegis,“ segir Davíð. Rannsóknin geti tekið tvo til þrjá mánuði. Segir Davíð Snorrason, forstöðumaður öryggissviðs mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hermann Jónasson, forstjóri HMS, hefur boðað slökkviliðisstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingafulltrúann í Reykjavík til fundar hjá á morgun til að fara yfir þau verkefni sem hafa verið í gangi er varða eftirlit með aðstæðum fólks sem býr í atvinnuhúsnæði og öðru ósamþykktu og óviðunandi húsnæði. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Sjá meira
Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Rannsókn stofnunarinnar geti tekið um tvo til þrjá mánuði. Forstjóri HMS hefur boðað fund með slökkviðsstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingarfulltrúanum í Reykjavík á morgun. Í fréttum Bylgjunnar um helgina kom fram að enginn slökkvibíll Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafi verið fullmannaður þegar útkall barst um brunann á Bræðraborgarstíg. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust, þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. Samkvæmt reglugerð á hver slökkvibíll að vera mannaður fjórum til fimm slökkviliðsmönnum. Þeir sinna þó einnig sjúkraflutningum og þegar útkallið barst voru sex sjúkrabílar að sinna neyðartilfellum. Davíð Snorrason, forstöðumaður öryggissviðs mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir slökkviliðin í landinu setja fram í brunavarnaáætlun hvernig þau ætla að standast lög og reglur. „Það getur verið að þau geti mannað vettvanginn af fleiri en einni stöð og þar af leiðandi sé komin fimm einstaklingar á staðinn innan við 10 mínútum frá útkalli, en frá tveimur stöðum,“ segir Davíð. Almennt geti það þó verið af hinu góða að slökkviliðsmenn sinni einnig sjúkraflutningum. „Almennt þá eru mikil samlegðaráhrif af því að vera að sinna þessum verkefnum saman en við munum að sjálfsögðu skoða bara í þessu tilviki og öllum sambærilegum tilfellum hvort það sé tilefni til þess að breyta eitthvað reglum,“ segir Davíð. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur hafið rannsókn vegna brunans en stofnuninni ber að rannsaka þegar mannskaði verður í eldsvoða. Rannsóknin er ekki sakamálarannsókn heldur beinist að slökkvistarfinu og aðstæðum í húsinu en er unnin í samstarfi við lögreglu og slökkvilið. Málið er einnig til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en einn maður er í gæsluvarðhaldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu í morgun að engar frekari upplýsingar liggi fyrir að svo stöddu varðandi stöðu þeirrar umfram það sem þegar hafi komið fram. „Við náttúrlega erum bara eins og ég segi á frumstigi með þessa rannsókn og skoðum þetta mjög nákvæmlega og eigum eftir að afla allra gagna um nákvæmlega hvenær hver kom á staðinn og svo framvegis,“ segir Davíð. Rannsóknin geti tekið tvo til þrjá mánuði. Segir Davíð Snorrason, forstöðumaður öryggissviðs mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hermann Jónasson, forstjóri HMS, hefur boðað slökkviliðisstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingafulltrúann í Reykjavík til fundar hjá á morgun til að fara yfir þau verkefni sem hafa verið í gangi er varða eftirlit með aðstæðum fólks sem býr í atvinnuhúsnæði og öðru ósamþykktu og óviðunandi húsnæði.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Sjá meira