Boðar hertar reglur um heimsóknir á öldrunarstofnanir eftir hópsýkingar Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 10:17 Frá fundi neyðarstjórnar borginnar í morgun. Dagur B. Eggertsson/Reykjavíkurborg Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar ætlar að fara yfir og herða reglur um heimsóknir á öldrunarstofnanir og mögulega fleiri aðgerðir til að vernda viðkvæma hópa í kjölfar hópsýkinga Covid-19 sem hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjóri kallaði saman neyðarstjórn borgarinnar í dag eftir nokkurt hlé. Nokkur hundruð manns hafa þurft að fara í sóttkví eftir að nokkrir einstaklingar greindust smitaðir, þar á meðal leikmenn knattspyrnuliða á höfuðborgarsvæðinu, undanfarna daga. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greindi frá því í Facebook-færslu í morgun að hann hefði kallað neyðarstjórn borgarinnar saman í morgun vegna hópsýkinganna. Það væri í samræmi við viðbragðsáætlanir borgarinnar. Sömuleiðis var neyðarstjórn velferðarsviðs kölluð saman í morgun. Aðgerðir á öldrunarstofnunum verða kynntar þegar þær liggja fyrir, að sögn borgarstjóra. Auk þess ætla borgaryfirvöld að miðla upplýsingum til starfsfólks og starfsstaða þar sem minnt er á almennar einstaklingsbundnar smitvarnir og aukin þrif í dag. Sérstakar leiðbeiningar og spurningarlistar hafa einnig verið útbúnir vegna starfsfólks sem kemur til vinnu eftir dvöl erlendis til að hægt sé að meta hvenær því sé óhætt að mæta aftur. „Til upprifjunar þá eru almannavarnir ekki lengur á neyðarstigi - en við erum á hættustigi. Þetta þýðir að Reykjavíkurborg og yfirstjórn borgarinnar heldur stöðugt vöku sinni yfir ástandinu og metur það á hverjum tíma og grípur til þeirra aðgerða í samráði við almannavarnir, sóttvarnarlækni og á vettvangi neyðarstjórnar borgarinnar,“ skrifar Dagur. Ég kallaði neyðarstjórn Reykjavíkurborgar saman í morgun - eftir nokkurt hlé - vegna þeirrar hópsýkingar Covid-19 á...Posted by Dagur B. Eggertsson on Monday, 29 June 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53 Um þrjú hundruð manns í sóttkví vegna smitsins Um 300 manns eru nú í sóttkví eftir að að einn greindist smitaður af Kórónuveirunni í gær. Um er að ræða eitt stærsta smitrakningarmál sem rakningarteymi almannavarna hefur þurft að takast á við. Þegar hefur einn smitast innanlands. 26. júní 2020 16:24 Áætlað að yfir tvö hundruð þurfi að fara í sóttkví Unnið er að smitrakningu og er málið meðhöndlað sem hugsanleg hópsýking á höfuðborgarsvæðinu. 26. júní 2020 12:26 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar ætlar að fara yfir og herða reglur um heimsóknir á öldrunarstofnanir og mögulega fleiri aðgerðir til að vernda viðkvæma hópa í kjölfar hópsýkinga Covid-19 sem hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjóri kallaði saman neyðarstjórn borgarinnar í dag eftir nokkurt hlé. Nokkur hundruð manns hafa þurft að fara í sóttkví eftir að nokkrir einstaklingar greindust smitaðir, þar á meðal leikmenn knattspyrnuliða á höfuðborgarsvæðinu, undanfarna daga. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greindi frá því í Facebook-færslu í morgun að hann hefði kallað neyðarstjórn borgarinnar saman í morgun vegna hópsýkinganna. Það væri í samræmi við viðbragðsáætlanir borgarinnar. Sömuleiðis var neyðarstjórn velferðarsviðs kölluð saman í morgun. Aðgerðir á öldrunarstofnunum verða kynntar þegar þær liggja fyrir, að sögn borgarstjóra. Auk þess ætla borgaryfirvöld að miðla upplýsingum til starfsfólks og starfsstaða þar sem minnt er á almennar einstaklingsbundnar smitvarnir og aukin þrif í dag. Sérstakar leiðbeiningar og spurningarlistar hafa einnig verið útbúnir vegna starfsfólks sem kemur til vinnu eftir dvöl erlendis til að hægt sé að meta hvenær því sé óhætt að mæta aftur. „Til upprifjunar þá eru almannavarnir ekki lengur á neyðarstigi - en við erum á hættustigi. Þetta þýðir að Reykjavíkurborg og yfirstjórn borgarinnar heldur stöðugt vöku sinni yfir ástandinu og metur það á hverjum tíma og grípur til þeirra aðgerða í samráði við almannavarnir, sóttvarnarlækni og á vettvangi neyðarstjórnar borgarinnar,“ skrifar Dagur. Ég kallaði neyðarstjórn Reykjavíkurborgar saman í morgun - eftir nokkurt hlé - vegna þeirrar hópsýkingar Covid-19 á...Posted by Dagur B. Eggertsson on Monday, 29 June 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53 Um þrjú hundruð manns í sóttkví vegna smitsins Um 300 manns eru nú í sóttkví eftir að að einn greindist smitaður af Kórónuveirunni í gær. Um er að ræða eitt stærsta smitrakningarmál sem rakningarteymi almannavarna hefur þurft að takast á við. Þegar hefur einn smitast innanlands. 26. júní 2020 16:24 Áætlað að yfir tvö hundruð þurfi að fara í sóttkví Unnið er að smitrakningu og er málið meðhöndlað sem hugsanleg hópsýking á höfuðborgarsvæðinu. 26. júní 2020 12:26 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53
Um þrjú hundruð manns í sóttkví vegna smitsins Um 300 manns eru nú í sóttkví eftir að að einn greindist smitaður af Kórónuveirunni í gær. Um er að ræða eitt stærsta smitrakningarmál sem rakningarteymi almannavarna hefur þurft að takast á við. Þegar hefur einn smitast innanlands. 26. júní 2020 16:24
Áætlað að yfir tvö hundruð þurfi að fara í sóttkví Unnið er að smitrakningu og er málið meðhöndlað sem hugsanleg hópsýking á höfuðborgarsvæðinu. 26. júní 2020 12:26