Besta leiðin til að bæta kjör aldraðra? Finnur Birgisson skrifar 29. júní 2020 08:00 Í nýlegri „stefnumarkandi ályktun“ stjórnar Landssambands eldri borgara segir að „besta leiðin til að bæta kjör lífeyrisþega“ sé að hækka almenna frítekjumarkið úr 25 þús. kr. á mánuði í 100 þús. kr. „Þessi ráðstöfun kemur sér betur fyrir þá sem lægri hafa greiðslurnar, heldur en að skerðingarprósenta sé lækkuð,“ segir í ályktuninni. Þarna virðist stjórnin blanda saman tveimur ólíkum markmiðum: Annars vegar að bæta kjör þeirra sem minnst hafa og hinsvegar að draga úr tekjutengingum í kerfinu. Bæði lækkun skerðingarprósentu og hækkun frítekjumarka eru leiðir til að draga úr tekjutengingum, og það liggur fyrir að mismunandi sjónarmið ríkja um það á hvorn kostinn beri að leggja meiri áherslu. En enginn heldur því fram að minnkun tekjutenginga/skerðinga hjá almannatryggingum myndi bæta kjör þeirra verst settu sérstaklega. Í stöðunni í dag er rétt að leggja áherslu á að bæta kjör þeirra sem minnst hafa þannig að þau þoli a.m.k. samanburð við lágmarkslaun. Að draga úr tekjutengingunum er líka nauð-synlegt, en það verður að vera markmið til lengri tíma, og getur tæplega orðið nema sem hluti af víðtækari endurskoðun lífeyrismálanna. En er það þá sérstaklega hagfellt fyrir þá tekjulægstu að hækka almenna frítekjumarkið úr 25 þús. í 100 þús. eins og stjórn LEB leggur til? Svarið við því er einfaldlega nei. Það er til önnur og miklu betri leið, sem er að hækka einfaldlega grunnupphæð ellilífeyrisins. Sú kjarabót myndi skila sér miklu betur til þeirra sem minnst hafa. Tekjulægsta fólkið meðal ellilífeyristaka er nefnilega með svo lágar tekjur að það hefur lítið gagn af hækkun frítekjumarksins. Appelsínurauða línan sýnir tekjur í 1.- 6. tíundarbili. Framhaldið neðan við 1. bil (slitna línan) er fengin með nálgun, þ.e. með því að framlengja línuna, því að TR gefur ekki upp hvar tekjur 1. tíundar byrja, einungis að þar séu allir með tekjur neðan við 51.493 kr./mán. Örvarnar „virk hækkun frítekjumarks“ sýna hve áhrif hækkunar frítekjumarksins eru misjöfn, - ábati 4. tíundar (og tíundanna þar fyrir ofan) er um 6 sinnum meiri en ábati 1. tíundar. Hvernig virkar hækkun frítekjumarksins? Um 38 þúsund manns fá nú greiddan ellilífeyri frá TR. Þegar öllum hópnum er skipt upp í tíu jafnstóra hluta, tíundir, verða því 3.800 manns í hverri tíund. Í fyrstu tíund, þeirri tekjulægstu, voru í fyrra allir með tekjur neðan við 51.500 kr. á mánuði, meðaltekjur í tíundinni voru á að giska 37 þús. á mánuði. Hækkun frítekjumarksins úr 25 í 50 þúsund myndi því gagnast þessum hópi eitthvað, en þó minna en öllum öðrum, og hækkun umfram þetta myndi ekki bæta kjör þeirra nokkurn skapaðan hlut, þótt hún myndi skila ávinningi til allra tíunda fyrir ofan fyrstu tíund. Fólkið í annarri tíund var í fyrra með tekjur á bilinu 51.500 - 83.300 kr. (miðgildi rúm 67 þús.). Allir í tíundinni myndu hafa fullt gagn af hækkun frítekjumarksins í 50 þúsund. Hækkun frítekjumarksins í 75 þús. myndi síðan skila sér að fullu til tekjuhæsta fjórðungsins innan tíundarinnar, þ.e. þeirra sem höfðu tekjur yfir 75 þús., en að miklu minna leyti til neðri hluta tíundarinnar. Aðeins efsti fjórðungurinn myndi síðan njóta einhvers góðs af hækkun úr 75 í 100 þús. Þriðja tíund var með tekjur á bilinu 83.300 - 111.600. Hækkun frítekjumarksins í 75 þús. myndi því gagnast öllum í þriðju tíund að fullu. Frekari hækkun upp í 100 þús. myndi gagnast tekjuhæsta þriðjungi tíundarinnar að fullu en í nokkuð minna mæli hinum tveimur þriðjungunum. Hækkun frítekjumarksins í 100 þús. myndi síðan gagnast tíundunum frá fjórðu tíund og upp úr að fullu, og sömuleiðis tekjuhæsta þriðjungi 3. tíundar sem fyrr segir. Af þessu má vera ljóst að það er alls ekki rétt að hækkun frítekjumarksins komi sérstaklega vel út hjá þeim sem hafa lægstu tekjurnar, - fremur mætti segja að sú fullyrðing sé öfugmæli. Ábatinn af hækkuninni skilar sér aðeins að fullu til sjö tekjuhæstu tíundanna, en hækkunin gagnast neðri tíundunum því ver sem neðar dregur. Hver yrði hækkun ráðstöfunartekna? Við hækkun almenna frítekjumarksins úr 25 þús. í 100 þús. yrði hækkun tekna eftir skatt eins og segir í eftirfarandi töflu: Rétt er að taka fram að þessar tölur koma engan veginn heim og saman við niðurstöður skýrslu sem stjórn LEB lét vinna fyrir sig, en ályktun stjórnarinnar sem vitnað er til fremst í þessari grein, mun vera fyrst og fremst byggð á niðurstöðum þeirrar skýrslu. Munurinn á niðurstöðum skýrslunnar og því sem hér er sett fram liggur m.a. í rangri túlkun skýrslunnar á talnaefni frá TR. Um talnaefni og útreikninga Umfjöllunin hér að ofan um tekjur lífeyristaka og útreikningar á hækkun ráðstöfunartekna byggjast á tölum Tryggingastofnunar ríkisins um tekjur lífeyristaka aðrar en greiðslur TR árið 2019, - en TR sundurliðar þær eftir tíundarbilum. Tekjutölurnar eru því ekki meðaltöl eða miðgildi innan tíundanna eins og gengið er útfrá í áðurnefndri skýrslu, sem unnin var fyrir LEB, heldur lýsa þær tekjum á skilum milli tíunda. Talan fyrir 1. tíund, 51.500 kr./mán., segir þannig að þar liggi skilin milli fyrstu og annarrar tíundar. Tekjur allra 3.800 einstaklinganna í 1. tíund eru því neðan við þá upphæð. Ofan við hana tekur við 2. tíund og nær upp að næstu tíundartölu, 83.271 kr./mán., og svo framvegis. Hin leiðin: Hækka grunntaxtana Ef í stað þess að hækka frítekjumarkið í 100 þús. yrði farin sú leið að hækka grunntölu ellilífeyrisins, þannig að það gæfi efri tíundunum sömu hækkun ráðstöfunartekna (21.300 kr.), þá þyrfti ellilífeyririnn að fara úr núverandi 257.800 kr. í 291.600 kr. - hækka um 33.800 kr. Nota Bene: Hann væri samt ennþá langt undir lágmarkslaunum. Það er ákaflega einfalt að reikna út hverju þessi hækkun myndi skila hjá mismunandi tekjuhópum. Það myndu einfaldlega allir fá sömu krónutöluhækkun, 33.800 kr. fyrir skatt, 21.300 kr. eftir skatt, frá fyrstu tíund til þeirrar tíundu. Í prósentum talið yrði hækkunin þá að sjálfsögðu mest hjá þeim tekjulægstu. Þessi leið yrði væntanlega aðeins dýrari fyrir ríkið en hækkun frítekjumarksins, einfaldlega af því að hún skilur ekki þau tekjulægstu útundan eins og hækkun frítekjumarksins gerir, heldur gefur þeim jafnmikla tekjuhækkun í krónum talið og þau tekjuhærri fá. Ef stjórn LEB vill leggja áherslu á ráðstafanir sem gagnast best þeim eldri borgurum sem minnst hafa, þá ætti hún að leggja til hliðar í bili kröfuna um hækkun frítekjumarkanna, og einbeita sér frekar að hækkun grunnupphæðanna hjá TR. Þarmeð er ekki verið að segja að ekki þurfi að endurskoða frítekjumörkin. Það ætti bara að færast aftar í forgangsröðina hjá samtökum eldri borgara eins og á stendur nú. Höfundur er í varastjórnum FEB-R og Málsóknarsjóðs Gráa hersins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Kjaramál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri „stefnumarkandi ályktun“ stjórnar Landssambands eldri borgara segir að „besta leiðin til að bæta kjör lífeyrisþega“ sé að hækka almenna frítekjumarkið úr 25 þús. kr. á mánuði í 100 þús. kr. „Þessi ráðstöfun kemur sér betur fyrir þá sem lægri hafa greiðslurnar, heldur en að skerðingarprósenta sé lækkuð,“ segir í ályktuninni. Þarna virðist stjórnin blanda saman tveimur ólíkum markmiðum: Annars vegar að bæta kjör þeirra sem minnst hafa og hinsvegar að draga úr tekjutengingum í kerfinu. Bæði lækkun skerðingarprósentu og hækkun frítekjumarka eru leiðir til að draga úr tekjutengingum, og það liggur fyrir að mismunandi sjónarmið ríkja um það á hvorn kostinn beri að leggja meiri áherslu. En enginn heldur því fram að minnkun tekjutenginga/skerðinga hjá almannatryggingum myndi bæta kjör þeirra verst settu sérstaklega. Í stöðunni í dag er rétt að leggja áherslu á að bæta kjör þeirra sem minnst hafa þannig að þau þoli a.m.k. samanburð við lágmarkslaun. Að draga úr tekjutengingunum er líka nauð-synlegt, en það verður að vera markmið til lengri tíma, og getur tæplega orðið nema sem hluti af víðtækari endurskoðun lífeyrismálanna. En er það þá sérstaklega hagfellt fyrir þá tekjulægstu að hækka almenna frítekjumarkið úr 25 þús. í 100 þús. eins og stjórn LEB leggur til? Svarið við því er einfaldlega nei. Það er til önnur og miklu betri leið, sem er að hækka einfaldlega grunnupphæð ellilífeyrisins. Sú kjarabót myndi skila sér miklu betur til þeirra sem minnst hafa. Tekjulægsta fólkið meðal ellilífeyristaka er nefnilega með svo lágar tekjur að það hefur lítið gagn af hækkun frítekjumarksins. Appelsínurauða línan sýnir tekjur í 1.- 6. tíundarbili. Framhaldið neðan við 1. bil (slitna línan) er fengin með nálgun, þ.e. með því að framlengja línuna, því að TR gefur ekki upp hvar tekjur 1. tíundar byrja, einungis að þar séu allir með tekjur neðan við 51.493 kr./mán. Örvarnar „virk hækkun frítekjumarks“ sýna hve áhrif hækkunar frítekjumarksins eru misjöfn, - ábati 4. tíundar (og tíundanna þar fyrir ofan) er um 6 sinnum meiri en ábati 1. tíundar. Hvernig virkar hækkun frítekjumarksins? Um 38 þúsund manns fá nú greiddan ellilífeyri frá TR. Þegar öllum hópnum er skipt upp í tíu jafnstóra hluta, tíundir, verða því 3.800 manns í hverri tíund. Í fyrstu tíund, þeirri tekjulægstu, voru í fyrra allir með tekjur neðan við 51.500 kr. á mánuði, meðaltekjur í tíundinni voru á að giska 37 þús. á mánuði. Hækkun frítekjumarksins úr 25 í 50 þúsund myndi því gagnast þessum hópi eitthvað, en þó minna en öllum öðrum, og hækkun umfram þetta myndi ekki bæta kjör þeirra nokkurn skapaðan hlut, þótt hún myndi skila ávinningi til allra tíunda fyrir ofan fyrstu tíund. Fólkið í annarri tíund var í fyrra með tekjur á bilinu 51.500 - 83.300 kr. (miðgildi rúm 67 þús.). Allir í tíundinni myndu hafa fullt gagn af hækkun frítekjumarksins í 50 þúsund. Hækkun frítekjumarksins í 75 þús. myndi síðan skila sér að fullu til tekjuhæsta fjórðungsins innan tíundarinnar, þ.e. þeirra sem höfðu tekjur yfir 75 þús., en að miklu minna leyti til neðri hluta tíundarinnar. Aðeins efsti fjórðungurinn myndi síðan njóta einhvers góðs af hækkun úr 75 í 100 þús. Þriðja tíund var með tekjur á bilinu 83.300 - 111.600. Hækkun frítekjumarksins í 75 þús. myndi því gagnast öllum í þriðju tíund að fullu. Frekari hækkun upp í 100 þús. myndi gagnast tekjuhæsta þriðjungi tíundarinnar að fullu en í nokkuð minna mæli hinum tveimur þriðjungunum. Hækkun frítekjumarksins í 100 þús. myndi síðan gagnast tíundunum frá fjórðu tíund og upp úr að fullu, og sömuleiðis tekjuhæsta þriðjungi 3. tíundar sem fyrr segir. Af þessu má vera ljóst að það er alls ekki rétt að hækkun frítekjumarksins komi sérstaklega vel út hjá þeim sem hafa lægstu tekjurnar, - fremur mætti segja að sú fullyrðing sé öfugmæli. Ábatinn af hækkuninni skilar sér aðeins að fullu til sjö tekjuhæstu tíundanna, en hækkunin gagnast neðri tíundunum því ver sem neðar dregur. Hver yrði hækkun ráðstöfunartekna? Við hækkun almenna frítekjumarksins úr 25 þús. í 100 þús. yrði hækkun tekna eftir skatt eins og segir í eftirfarandi töflu: Rétt er að taka fram að þessar tölur koma engan veginn heim og saman við niðurstöður skýrslu sem stjórn LEB lét vinna fyrir sig, en ályktun stjórnarinnar sem vitnað er til fremst í þessari grein, mun vera fyrst og fremst byggð á niðurstöðum þeirrar skýrslu. Munurinn á niðurstöðum skýrslunnar og því sem hér er sett fram liggur m.a. í rangri túlkun skýrslunnar á talnaefni frá TR. Um talnaefni og útreikninga Umfjöllunin hér að ofan um tekjur lífeyristaka og útreikningar á hækkun ráðstöfunartekna byggjast á tölum Tryggingastofnunar ríkisins um tekjur lífeyristaka aðrar en greiðslur TR árið 2019, - en TR sundurliðar þær eftir tíundarbilum. Tekjutölurnar eru því ekki meðaltöl eða miðgildi innan tíundanna eins og gengið er útfrá í áðurnefndri skýrslu, sem unnin var fyrir LEB, heldur lýsa þær tekjum á skilum milli tíunda. Talan fyrir 1. tíund, 51.500 kr./mán., segir þannig að þar liggi skilin milli fyrstu og annarrar tíundar. Tekjur allra 3.800 einstaklinganna í 1. tíund eru því neðan við þá upphæð. Ofan við hana tekur við 2. tíund og nær upp að næstu tíundartölu, 83.271 kr./mán., og svo framvegis. Hin leiðin: Hækka grunntaxtana Ef í stað þess að hækka frítekjumarkið í 100 þús. yrði farin sú leið að hækka grunntölu ellilífeyrisins, þannig að það gæfi efri tíundunum sömu hækkun ráðstöfunartekna (21.300 kr.), þá þyrfti ellilífeyririnn að fara úr núverandi 257.800 kr. í 291.600 kr. - hækka um 33.800 kr. Nota Bene: Hann væri samt ennþá langt undir lágmarkslaunum. Það er ákaflega einfalt að reikna út hverju þessi hækkun myndi skila hjá mismunandi tekjuhópum. Það myndu einfaldlega allir fá sömu krónutöluhækkun, 33.800 kr. fyrir skatt, 21.300 kr. eftir skatt, frá fyrstu tíund til þeirrar tíundu. Í prósentum talið yrði hækkunin þá að sjálfsögðu mest hjá þeim tekjulægstu. Þessi leið yrði væntanlega aðeins dýrari fyrir ríkið en hækkun frítekjumarksins, einfaldlega af því að hún skilur ekki þau tekjulægstu útundan eins og hækkun frítekjumarksins gerir, heldur gefur þeim jafnmikla tekjuhækkun í krónum talið og þau tekjuhærri fá. Ef stjórn LEB vill leggja áherslu á ráðstafanir sem gagnast best þeim eldri borgurum sem minnst hafa, þá ætti hún að leggja til hliðar í bili kröfuna um hækkun frítekjumarkanna, og einbeita sér frekar að hækkun grunnupphæðanna hjá TR. Þarmeð er ekki verið að segja að ekki þurfi að endurskoða frítekjumörkin. Það ætti bara að færast aftar í forgangsröðina hjá samtökum eldri borgara eins og á stendur nú. Höfundur er í varastjórnum FEB-R og Málsóknarsjóðs Gráa hersins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun