„Þessi harmleikur er ekkert slys“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2020 23:08 Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg, þar sem þrjú létu lífið, var nánast viðbúinn að sögn íbúa í hverfinu en einn til viðbótar er á gjörgæslu. Mikil sorg og reiði ríkir í hverfinu en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim látnu virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Sorgin og samúðin var áþreifanleg á Austurvelli í dag þar sem fólk vottaði þeim látnu virðingu sína. Í húsinu bjó erlent verkafólk sem missti allar eigur sínar í brunanum. Fólk var einnig komið saman til að mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks á húsnæðismarkaði hér á landi. Viðburðurinn var skipulagður af Pólverjum og íbúum í Vesturbænum. Enginn gerir neitt „Þessi harmleikur er ekkert slys. Þetta hefur verið á spjöldum verkalýðsfélaganna í að minnsta kosti fimm ár. Það hafa borist ótal kvartanir um þær aðstæður sem innflytjendur búa við hér á landi, og enginn gerir neitt í því. Þetta er forkastanlegt,“ sagði Wiktoria Joanna Ginter, einn skipuleggjenda fundarins. Slökkviliðsmenn mættu á fundinn til að votta virðingu sína. „Þetta náttúrulega reynir á allt samfélagið og alla sem koma að þessu,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að á meðal þeirra slökkviliðsmanna sem mættu á fundinn í dag hafi verið einhverjir sem tóku þátt í aðgerðum á vettvangi á fimmtudaginn. Hugur slökkviliðsins sé hjá aðstandendum þeirra sem létust. Eftir samstöðufundinn leiddi lögregla göngu að húsinu þar sem fólk lagði blóm við húsið. Búið að vara við því að þetta gæti gerst Íbúar í Vesturbænum segja að bæði sé ríkjandi sorg og reiði í hverfinu. Íbúar hafi ítrekað lýst áhyggjum sínum af aðstæðunum í húsinu. „Þetta var eiginlega nánast viðbúið. Það var búið að vara við þessu, að þetta gæti gerst, og núna hefur þetta gerst,“ segir einn íbúi Vesturbæjarins. Hann sé ekki tilbúinn að búa í samfélagi þar sem það viðgengst að verkafólk búi við jafn slæmar aðstæður og raun ber vitni. Jafnframt sagði hann málið stafa af kerfislægum vanda sem fælist í því að almennt væri samþykkt að erlent verkafólk lifði við aðstæður líkar þeim sem voru í húsinu sem brann. Svipmyndir frá fundinum og fleiri viðtöl má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 28. júní 2020 13:51 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg, þar sem þrjú létu lífið, var nánast viðbúinn að sögn íbúa í hverfinu en einn til viðbótar er á gjörgæslu. Mikil sorg og reiði ríkir í hverfinu en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim látnu virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Sorgin og samúðin var áþreifanleg á Austurvelli í dag þar sem fólk vottaði þeim látnu virðingu sína. Í húsinu bjó erlent verkafólk sem missti allar eigur sínar í brunanum. Fólk var einnig komið saman til að mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks á húsnæðismarkaði hér á landi. Viðburðurinn var skipulagður af Pólverjum og íbúum í Vesturbænum. Enginn gerir neitt „Þessi harmleikur er ekkert slys. Þetta hefur verið á spjöldum verkalýðsfélaganna í að minnsta kosti fimm ár. Það hafa borist ótal kvartanir um þær aðstæður sem innflytjendur búa við hér á landi, og enginn gerir neitt í því. Þetta er forkastanlegt,“ sagði Wiktoria Joanna Ginter, einn skipuleggjenda fundarins. Slökkviliðsmenn mættu á fundinn til að votta virðingu sína. „Þetta náttúrulega reynir á allt samfélagið og alla sem koma að þessu,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að á meðal þeirra slökkviliðsmanna sem mættu á fundinn í dag hafi verið einhverjir sem tóku þátt í aðgerðum á vettvangi á fimmtudaginn. Hugur slökkviliðsins sé hjá aðstandendum þeirra sem létust. Eftir samstöðufundinn leiddi lögregla göngu að húsinu þar sem fólk lagði blóm við húsið. Búið að vara við því að þetta gæti gerst Íbúar í Vesturbænum segja að bæði sé ríkjandi sorg og reiði í hverfinu. Íbúar hafi ítrekað lýst áhyggjum sínum af aðstæðunum í húsinu. „Þetta var eiginlega nánast viðbúið. Það var búið að vara við þessu, að þetta gæti gerst, og núna hefur þetta gerst,“ segir einn íbúi Vesturbæjarins. Hann sé ekki tilbúinn að búa í samfélagi þar sem það viðgengst að verkafólk búi við jafn slæmar aðstæður og raun ber vitni. Jafnframt sagði hann málið stafa af kerfislægum vanda sem fælist í því að almennt væri samþykkt að erlent verkafólk lifði við aðstæður líkar þeim sem voru í húsinu sem brann. Svipmyndir frá fundinum og fleiri viðtöl má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 28. júní 2020 13:51 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20
Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01
Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 28. júní 2020 13:51