„Þessi harmleikur er ekkert slys“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2020 23:08 Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg, þar sem þrjú létu lífið, var nánast viðbúinn að sögn íbúa í hverfinu en einn til viðbótar er á gjörgæslu. Mikil sorg og reiði ríkir í hverfinu en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim látnu virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Sorgin og samúðin var áþreifanleg á Austurvelli í dag þar sem fólk vottaði þeim látnu virðingu sína. Í húsinu bjó erlent verkafólk sem missti allar eigur sínar í brunanum. Fólk var einnig komið saman til að mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks á húsnæðismarkaði hér á landi. Viðburðurinn var skipulagður af Pólverjum og íbúum í Vesturbænum. Enginn gerir neitt „Þessi harmleikur er ekkert slys. Þetta hefur verið á spjöldum verkalýðsfélaganna í að minnsta kosti fimm ár. Það hafa borist ótal kvartanir um þær aðstæður sem innflytjendur búa við hér á landi, og enginn gerir neitt í því. Þetta er forkastanlegt,“ sagði Wiktoria Joanna Ginter, einn skipuleggjenda fundarins. Slökkviliðsmenn mættu á fundinn til að votta virðingu sína. „Þetta náttúrulega reynir á allt samfélagið og alla sem koma að þessu,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að á meðal þeirra slökkviliðsmanna sem mættu á fundinn í dag hafi verið einhverjir sem tóku þátt í aðgerðum á vettvangi á fimmtudaginn. Hugur slökkviliðsins sé hjá aðstandendum þeirra sem létust. Eftir samstöðufundinn leiddi lögregla göngu að húsinu þar sem fólk lagði blóm við húsið. Búið að vara við því að þetta gæti gerst Íbúar í Vesturbænum segja að bæði sé ríkjandi sorg og reiði í hverfinu. Íbúar hafi ítrekað lýst áhyggjum sínum af aðstæðunum í húsinu. „Þetta var eiginlega nánast viðbúið. Það var búið að vara við þessu, að þetta gæti gerst, og núna hefur þetta gerst,“ segir einn íbúi Vesturbæjarins. Hann sé ekki tilbúinn að búa í samfélagi þar sem það viðgengst að verkafólk búi við jafn slæmar aðstæður og raun ber vitni. Jafnframt sagði hann málið stafa af kerfislægum vanda sem fælist í því að almennt væri samþykkt að erlent verkafólk lifði við aðstæður líkar þeim sem voru í húsinu sem brann. Svipmyndir frá fundinum og fleiri viðtöl má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 28. júní 2020 13:51 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg, þar sem þrjú létu lífið, var nánast viðbúinn að sögn íbúa í hverfinu en einn til viðbótar er á gjörgæslu. Mikil sorg og reiði ríkir í hverfinu en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim látnu virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Sorgin og samúðin var áþreifanleg á Austurvelli í dag þar sem fólk vottaði þeim látnu virðingu sína. Í húsinu bjó erlent verkafólk sem missti allar eigur sínar í brunanum. Fólk var einnig komið saman til að mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks á húsnæðismarkaði hér á landi. Viðburðurinn var skipulagður af Pólverjum og íbúum í Vesturbænum. Enginn gerir neitt „Þessi harmleikur er ekkert slys. Þetta hefur verið á spjöldum verkalýðsfélaganna í að minnsta kosti fimm ár. Það hafa borist ótal kvartanir um þær aðstæður sem innflytjendur búa við hér á landi, og enginn gerir neitt í því. Þetta er forkastanlegt,“ sagði Wiktoria Joanna Ginter, einn skipuleggjenda fundarins. Slökkviliðsmenn mættu á fundinn til að votta virðingu sína. „Þetta náttúrulega reynir á allt samfélagið og alla sem koma að þessu,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að á meðal þeirra slökkviliðsmanna sem mættu á fundinn í dag hafi verið einhverjir sem tóku þátt í aðgerðum á vettvangi á fimmtudaginn. Hugur slökkviliðsins sé hjá aðstandendum þeirra sem létust. Eftir samstöðufundinn leiddi lögregla göngu að húsinu þar sem fólk lagði blóm við húsið. Búið að vara við því að þetta gæti gerst Íbúar í Vesturbænum segja að bæði sé ríkjandi sorg og reiði í hverfinu. Íbúar hafi ítrekað lýst áhyggjum sínum af aðstæðunum í húsinu. „Þetta var eiginlega nánast viðbúið. Það var búið að vara við þessu, að þetta gæti gerst, og núna hefur þetta gerst,“ segir einn íbúi Vesturbæjarins. Hann sé ekki tilbúinn að búa í samfélagi þar sem það viðgengst að verkafólk búi við jafn slæmar aðstæður og raun ber vitni. Jafnframt sagði hann málið stafa af kerfislægum vanda sem fælist í því að almennt væri samþykkt að erlent verkafólk lifði við aðstæður líkar þeim sem voru í húsinu sem brann. Svipmyndir frá fundinum og fleiri viðtöl má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 28. júní 2020 13:51 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20
Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01
Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 28. júní 2020 13:51