10 ára harmoníkusnillingur á bænum Riddaragarði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júní 2020 21:37 Víkingur 10 ára með harmoníkuna sína, sem hann er duglegur að æfa sig og læra á. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þrátt fyrir Víkingur Árnason í Ásahreppi í Rangárvallasýslu sé ekki nema tíu ára gamall þá finnst honum ekkert eins gaman og að spila á harmonikkuna sína. Gæðastundirnar eru þó þegar afi hans, sem er 82 ára spilar með honum valsa og polka. Það er gaman að koma í Riddaragarð í Ásahreppi og hitta Víking og fjölskylduna hans. Systir hans, sem heitir Thelma Lind æfir frjálsíþróttir og hefur gaman af því leika sér með köttinn Gretti á bænum. Áhugamál Víkings liggja hins vegar í tónlist og harmoníkuspili en hann er orðinn ansi góður að spila sé tekið tillit til þess að hann er ekki nema 10 ára. En af hverju hefur hann svona mikinn áhuga á harmoníkuleik? „Þegar ég var sjö ára þá fannst mér þetta svo skemmtilegt og líka núna, þá vildi ég bara prófa.“ Grétar Geirsson bóndi á Áshóli í Ásahreppi, afi Víkings er þekktur harmoníkuleikari í Rangárvallasýslu og víðar. Hann hefur hvatt Víking áfram og kennt honum líka á nikkuna. Afinn er stoltur af stráknum. Víkingur og Grétar afi hans gera töluvert af því að spila saman og finnst það alltaf jafn skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Hann er þræl músíkalskur og notar bæði eyrað og nótur sitt á hvað. Ég vona að hann haldi áfram að læra og æfa sig, hann er kominn á gott skrið núna, farinn að hafa áhuga á þessu aftur,“ segir Grétar um leið og hann hvetur börn og unglinga til að læra á harmoníku enda sé hljóðfærið mjög skemmtilegt. Tíu börn voru t.d. að læra á hljóðfærið í Tónlistarskóla Rangæinga í vetur. Ásahreppur Tónlist Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Sjá meira
Þrátt fyrir Víkingur Árnason í Ásahreppi í Rangárvallasýslu sé ekki nema tíu ára gamall þá finnst honum ekkert eins gaman og að spila á harmonikkuna sína. Gæðastundirnar eru þó þegar afi hans, sem er 82 ára spilar með honum valsa og polka. Það er gaman að koma í Riddaragarð í Ásahreppi og hitta Víking og fjölskylduna hans. Systir hans, sem heitir Thelma Lind æfir frjálsíþróttir og hefur gaman af því leika sér með köttinn Gretti á bænum. Áhugamál Víkings liggja hins vegar í tónlist og harmoníkuspili en hann er orðinn ansi góður að spila sé tekið tillit til þess að hann er ekki nema 10 ára. En af hverju hefur hann svona mikinn áhuga á harmoníkuleik? „Þegar ég var sjö ára þá fannst mér þetta svo skemmtilegt og líka núna, þá vildi ég bara prófa.“ Grétar Geirsson bóndi á Áshóli í Ásahreppi, afi Víkings er þekktur harmoníkuleikari í Rangárvallasýslu og víðar. Hann hefur hvatt Víking áfram og kennt honum líka á nikkuna. Afinn er stoltur af stráknum. Víkingur og Grétar afi hans gera töluvert af því að spila saman og finnst það alltaf jafn skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Hann er þræl músíkalskur og notar bæði eyrað og nótur sitt á hvað. Ég vona að hann haldi áfram að læra og æfa sig, hann er kominn á gott skrið núna, farinn að hafa áhuga á þessu aftur,“ segir Grétar um leið og hann hvetur börn og unglinga til að læra á harmoníku enda sé hljóðfærið mjög skemmtilegt. Tíu börn voru t.d. að læra á hljóðfærið í Tónlistarskóla Rangæinga í vetur.
Ásahreppur Tónlist Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“