Ráðherra segir stöðuna þunga eftir lokun PCC Sylvía Hall og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. júní 2020 23:44 Fjármálaráðherra vonar að öll sú uppbygging sem fram hefur farið á Bakka verði til þess að kísislmálmverksmiðjan þar eigi framtíðina fyrir sér. Það er þungt yfir á Húsavík eftir að tilkynnt um tímabundna lokun kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Um 80 af 110 starfsmönnum missa vinnnuna. Forstjóri PCC baðst undan viðtali í dag og segist ekki vita hvenær markaðir glæðist á ný svo hægt verði að opna aftur. Fjármálaráðherra segir stöðuna þunga í sveitarfélaginu eftir ágætan uppgang. „Þess vegna má segja að þetta nærsamfélag þarna sé að verða fyrir tvöföldu áfalli, með því að ferðaþjónustan er að skreppa svona mikið saman á sama tíma og þetta er að gerast,“ segir Bjarni Benediktsson. Áhyggjur ráðherra kristallast í tölum um skipakomur í Húsavíkurhöfn. Árið 2013 komu þrjú flutningaskip í höfnina. Árið 2018 þegar starfsemi PCC hófst voru þau 64, á síðasta ári 65. Þeim mun líklega fara fækkandi eftir lokun PCC. Þá er aðeins reiknað með sex farþegaskipum þetta árið og búast má við fækkun á komu flutningaskipa eftir lokun PCC. Ráðist hefur verið í miklar fjárfestingar á hafnarsvæðinu í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Til að mynda greiddi ríkið 3,5 milljarða fyrir jarðgöng sem tengja Bakka við hafnarsvæðið. Ráðherra vonar þó til þess að þessi uppbygging skili sínu. „Þetta aðgengi að orkunni sem þarna er, ágætis hafnaraðstaða og öll uppbyggingin sem þegar er komin, það gefur manni tilefni til að vera bjartsýnn á að þetta fyrirtæki eigi framtíð og atvinnusvæðið allt á Bakka.“ Norðurþing Tengdar fréttir Stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið og segja upp stórum hluta starfsfólks Ákvörðun hefur verið tekin um að stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið vegna neikvæðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á heimsmarkað með kísilmálm. 25. júní 2020 15:39 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Fjármálaráðherra vonar að öll sú uppbygging sem fram hefur farið á Bakka verði til þess að kísislmálmverksmiðjan þar eigi framtíðina fyrir sér. Það er þungt yfir á Húsavík eftir að tilkynnt um tímabundna lokun kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Um 80 af 110 starfsmönnum missa vinnnuna. Forstjóri PCC baðst undan viðtali í dag og segist ekki vita hvenær markaðir glæðist á ný svo hægt verði að opna aftur. Fjármálaráðherra segir stöðuna þunga í sveitarfélaginu eftir ágætan uppgang. „Þess vegna má segja að þetta nærsamfélag þarna sé að verða fyrir tvöföldu áfalli, með því að ferðaþjónustan er að skreppa svona mikið saman á sama tíma og þetta er að gerast,“ segir Bjarni Benediktsson. Áhyggjur ráðherra kristallast í tölum um skipakomur í Húsavíkurhöfn. Árið 2013 komu þrjú flutningaskip í höfnina. Árið 2018 þegar starfsemi PCC hófst voru þau 64, á síðasta ári 65. Þeim mun líklega fara fækkandi eftir lokun PCC. Þá er aðeins reiknað með sex farþegaskipum þetta árið og búast má við fækkun á komu flutningaskipa eftir lokun PCC. Ráðist hefur verið í miklar fjárfestingar á hafnarsvæðinu í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Til að mynda greiddi ríkið 3,5 milljarða fyrir jarðgöng sem tengja Bakka við hafnarsvæðið. Ráðherra vonar þó til þess að þessi uppbygging skili sínu. „Þetta aðgengi að orkunni sem þarna er, ágætis hafnaraðstaða og öll uppbyggingin sem þegar er komin, það gefur manni tilefni til að vera bjartsýnn á að þetta fyrirtæki eigi framtíð og atvinnusvæðið allt á Bakka.“
Norðurþing Tengdar fréttir Stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið og segja upp stórum hluta starfsfólks Ákvörðun hefur verið tekin um að stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið vegna neikvæðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á heimsmarkað með kísilmálm. 25. júní 2020 15:39 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið og segja upp stórum hluta starfsfólks Ákvörðun hefur verið tekin um að stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið vegna neikvæðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á heimsmarkað með kísilmálm. 25. júní 2020 15:39