Á von á því að samningurinn verði samþykktur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. júní 2020 21:18 Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. Samningur Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair var undirritaður í fyrradag og gildir til ársins 2025. 400 félagsmenn mættu á fundinn í dag og úr salnum heyrðist reglulega dynjani lófaklapp. „Það komu mjög uppbyggilegar og góðar spurningar, bæði varðandi útfærsluatriði og annað en líka spurningar um hvað þetta þýðir og við fögnum því,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður flugfreyjufélags Íslands. Hvað getur þú sagt mér um innihald samningsins? „Það sem við gerðum helst var að standa vörð um okkar aðalatriði er varðar starfsöryggi. Við veitum eftirgjöf er varðar hvíldartíma og vaktartíma og setjum upp ákveðin ákvæði sem stuðla að eftirfylgni á þessu sem við erum að breyta,“ sagði Guðlaug. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á mánudag og lýkur í hádeginu á föstudag í næstu viku. Átt þú von á því að samningurinn verði samþykktur? „Já ég fer mjög bjartsýn inn í þessa viku og held að við endum með samþykktan samning,“ sagði Guðlaug. Í kvöldfréttum okkar í gær var greint frá því að stjórnvöld fylgist náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Forsætisráðherra svaraði því eki með afgerandi hætti hvort til greina kæmi að ríkið stigi inn í gangi hlutafjárútboðið ekki eftir. „Það er ekki eitthvað sem við erum að reikna með núna. Boltinn er í raun og veru hjá félaginu og það liggur fyrir að þau eru að vinna að sínu plani,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Kjaramál Vinnumarkaður Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Boltinn í raun og veru hjá félaginu“ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst klukkan tíu í morgun á Hilton hóteli þar sem farið var yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var aðfaranótt gærdagsins. 26. júní 2020 13:33 Samningurinn kynntur félagsmönnum FFÍ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst nú klukkan tíu á Hilton hótel þar sem farið er yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var í gær. 26. júní 2020 10:25 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. Samningur Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair var undirritaður í fyrradag og gildir til ársins 2025. 400 félagsmenn mættu á fundinn í dag og úr salnum heyrðist reglulega dynjani lófaklapp. „Það komu mjög uppbyggilegar og góðar spurningar, bæði varðandi útfærsluatriði og annað en líka spurningar um hvað þetta þýðir og við fögnum því,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður flugfreyjufélags Íslands. Hvað getur þú sagt mér um innihald samningsins? „Það sem við gerðum helst var að standa vörð um okkar aðalatriði er varðar starfsöryggi. Við veitum eftirgjöf er varðar hvíldartíma og vaktartíma og setjum upp ákveðin ákvæði sem stuðla að eftirfylgni á þessu sem við erum að breyta,“ sagði Guðlaug. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á mánudag og lýkur í hádeginu á föstudag í næstu viku. Átt þú von á því að samningurinn verði samþykktur? „Já ég fer mjög bjartsýn inn í þessa viku og held að við endum með samþykktan samning,“ sagði Guðlaug. Í kvöldfréttum okkar í gær var greint frá því að stjórnvöld fylgist náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Forsætisráðherra svaraði því eki með afgerandi hætti hvort til greina kæmi að ríkið stigi inn í gangi hlutafjárútboðið ekki eftir. „Það er ekki eitthvað sem við erum að reikna með núna. Boltinn er í raun og veru hjá félaginu og það liggur fyrir að þau eru að vinna að sínu plani,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Kjaramál Vinnumarkaður Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Boltinn í raun og veru hjá félaginu“ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst klukkan tíu í morgun á Hilton hóteli þar sem farið var yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var aðfaranótt gærdagsins. 26. júní 2020 13:33 Samningurinn kynntur félagsmönnum FFÍ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst nú klukkan tíu á Hilton hótel þar sem farið er yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var í gær. 26. júní 2020 10:25 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Boltinn í raun og veru hjá félaginu“ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst klukkan tíu í morgun á Hilton hóteli þar sem farið var yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var aðfaranótt gærdagsins. 26. júní 2020 13:33
Samningurinn kynntur félagsmönnum FFÍ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst nú klukkan tíu á Hilton hótel þar sem farið er yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var í gær. 26. júní 2020 10:25