ASÍ vill rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2020 12:07 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands kallar eftiri ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg. Þrír eru látnir og tveir á gjörgæslu eftir brunann í gær. Fregnir hafa borist af því að 73 einstaklingar séu með skráð lögheimili í húsnæðinu og þar af eru flestir erlent fólk. Í yflrýsingu frá ASÍ segir að leiða megi líkum að því að um sé að ræða erlent verkafólk sem atvinnurekandi hafi útvegað húsnæði. Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að verkalýðshreyfingin hafi lengi kallað eftir samhæfðum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi, sporna gegn mansali og koma í veg fyrir félagsleg undirboð. Það hafi ekki gengið eftir og enn hafi ekki verið staðið við fyrirheit Lífskjarasamninganna þar að lútandi. „Sérstaklega hefur verkalýðshreyfingin farið fram með kröfur til að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekanda og að atvinnurekendur séu kallaðir til ábyrgðar ef húsnæði er óviðunandi. Vitað er um fleiri tilfelli þar sem grunur leikur á að fjöldi fólks hafist við í óviðunandi húsnæði,“ segir í yfirlýsingunni. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir rannsaka eigi málið af fullum þunga. „Hugur okkar er nú fyrst og fremst hjá því fólki sem var í húsinu þegar eldurinn braust út og aðstandendum þess. Við köllum eftir því að málið sé rannsakað af fullum þunga. Enn er óljóst á hvers vegum fólkið dvaldi í húsinu og hvers vegna svo margt fólk var þar með skráð lögheimili. Við vitum að ítrekað hefur verið kallað eftir að þetta húsnæði – og annað sambærilegt – væri tekið til skoðunar vegna ástands þess. Bruninn á Bræðraborgarstíg kallar á ítarlega og fumlausa rannsókn og það er krafa ASÍ að þar sé hverjum einasta steini velt við. Svona má aldrei gerast aftur.“ Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Alþýðusamband Íslands kallar eftiri ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg. Þrír eru látnir og tveir á gjörgæslu eftir brunann í gær. Fregnir hafa borist af því að 73 einstaklingar séu með skráð lögheimili í húsnæðinu og þar af eru flestir erlent fólk. Í yflrýsingu frá ASÍ segir að leiða megi líkum að því að um sé að ræða erlent verkafólk sem atvinnurekandi hafi útvegað húsnæði. Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að verkalýðshreyfingin hafi lengi kallað eftir samhæfðum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi, sporna gegn mansali og koma í veg fyrir félagsleg undirboð. Það hafi ekki gengið eftir og enn hafi ekki verið staðið við fyrirheit Lífskjarasamninganna þar að lútandi. „Sérstaklega hefur verkalýðshreyfingin farið fram með kröfur til að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekanda og að atvinnurekendur séu kallaðir til ábyrgðar ef húsnæði er óviðunandi. Vitað er um fleiri tilfelli þar sem grunur leikur á að fjöldi fólks hafist við í óviðunandi húsnæði,“ segir í yfirlýsingunni. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir rannsaka eigi málið af fullum þunga. „Hugur okkar er nú fyrst og fremst hjá því fólki sem var í húsinu þegar eldurinn braust út og aðstandendum þess. Við köllum eftir því að málið sé rannsakað af fullum þunga. Enn er óljóst á hvers vegum fólkið dvaldi í húsinu og hvers vegna svo margt fólk var þar með skráð lögheimili. Við vitum að ítrekað hefur verið kallað eftir að þetta húsnæði – og annað sambærilegt – væri tekið til skoðunar vegna ástands þess. Bruninn á Bræðraborgarstíg kallar á ítarlega og fumlausa rannsókn og það er krafa ASÍ að þar sé hverjum einasta steini velt við. Svona má aldrei gerast aftur.“
Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01