Of hættulegt og of mikill hiti til að senda inn reykkafara Atli Ísleifsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 26. júní 2020 11:16 Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir slökkvistarf hafa verið erfitt. Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir enn óstaðfest hvar eldurinn hafi komið upp í húsinu við Bræðraborgarstíg sem brann í gær. „Það eru til góðar myndir af þessu frá fyrstu stundu þannig að það er sennilega verið að vinna með það.“ Hann segir að enn liggi ekkert fyrir um eldsupptök, en að rannsókn standi yfir. „[Lögregla] fékk vettvanginn afhentan klukkan hálf fjögur í nótt þannig að sú vinna er í gangi.“ Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir eldsvoðann, en einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð til vegna málsins. Húsið var byggt árið 1906 og segir Jón Viðar að það hafi verið byggt upp samkvæmt þeim byggingarefnum sem voru ráðandi á þeim tíma. Jón Viðar segir að sú staðreynd að vitað hafi verið um menn inni í húsinu hafi mótað allt starf slökkviliðs. „Fyrir okkur var þetta mjög erfitt slökkvistarf. […] Við reynum fyrst í upphafi að fara inn með reykkafara til að reyna að bjarga. En í raun er tekin sú ákvörðun að það var ekki að skila árangri, það var of hættulegt, of mikill hiti. Þannig að það sem kom í kjölfarið litaðist af því að menn vissu af einstaklingum inni og var lögð áhersla á að reyna að ná til þeirra eins fljótt og hægt var. En það tók sinn tíma þar sem það var kominn eldur í innveggi og útveggi og við þurftum svo að fara í að rífa þakið af húsinu til að ná betri tökum á eldinum og komast að þeim látnu.“ Að neðan má sjá frétt um brunann úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Tengdar fréttir Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Maður í sjálfheldu nálægt Nesdal Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir enn óstaðfest hvar eldurinn hafi komið upp í húsinu við Bræðraborgarstíg sem brann í gær. „Það eru til góðar myndir af þessu frá fyrstu stundu þannig að það er sennilega verið að vinna með það.“ Hann segir að enn liggi ekkert fyrir um eldsupptök, en að rannsókn standi yfir. „[Lögregla] fékk vettvanginn afhentan klukkan hálf fjögur í nótt þannig að sú vinna er í gangi.“ Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir eldsvoðann, en einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð til vegna málsins. Húsið var byggt árið 1906 og segir Jón Viðar að það hafi verið byggt upp samkvæmt þeim byggingarefnum sem voru ráðandi á þeim tíma. Jón Viðar segir að sú staðreynd að vitað hafi verið um menn inni í húsinu hafi mótað allt starf slökkviliðs. „Fyrir okkur var þetta mjög erfitt slökkvistarf. […] Við reynum fyrst í upphafi að fara inn með reykkafara til að reyna að bjarga. En í raun er tekin sú ákvörðun að það var ekki að skila árangri, það var of hættulegt, of mikill hiti. Þannig að það sem kom í kjölfarið litaðist af því að menn vissu af einstaklingum inni og var lögð áhersla á að reyna að ná til þeirra eins fljótt og hægt var. En það tók sinn tíma þar sem það var kominn eldur í innveggi og útveggi og við þurftum svo að fara í að rífa þakið af húsinu til að ná betri tökum á eldinum og komast að þeim látnu.“ Að neðan má sjá frétt um brunann úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Tengdar fréttir Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Maður í sjálfheldu nálægt Nesdal Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01
73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16
Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01