Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2020 11:01 Eldur í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fyrirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn, starfsmenn Vinnueftirlitsins og ríkisskattstjóra fóru með byggingarfulltrúa á vettvang við Dalveg í Kópavogi þann 9. júní síðastliðinn. Fundust herbergi á efri hæð hússins sem voru í útleigu í óleyfi og brunavarnir voru mjög slæmar. Í desember 2014 sagði Morgunblaðið frá því að mikil eftirspurn hefði verið eftir því að breyta húsnæði til gistireksturs. Þar kom fram að HD Verk hafði sótt um leyfi til að innrétta gistiheimili á Bræðraborgarstíg 1 með sjö herbergjum og gistiaðstöðu fyrir 14 gesti. Þeirri umsókn var hafnað. Í fasteignaskrá er húsnæðið skráð sem íbúðarhúsnæði. Ekki gistiheimili. Sjá einnig: 73 skráðir með lögheimili í húsinu Í desember 2015 ræddi blaðamaður Stundarinnar við fyrrverandi leigjanda sem sagði mikinn myglusvepp í húsinu og að þar byggi fjöldi manna í stökum herbergjum og borguðu fyrir það 90 þúsund krónur. Þá sagði byggingarfulltrúi Reykjavíkur að húsið yrði tekið til skoðunar. Húsnæðið sem um ræðir við Dalveg 24, sem skoða var fyrr í mánuðinum.Vísir/Sunna Efling - stéttarfélag hefur haft húsnæðið, sem varð eldi að bráð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í gær, til skoðunar frá því að Efling komst að því í að starfsmenn starfsmannaleigu, sem áður var rekin undir nafninu Menn í vinnu, væru skráðir sem íbúar húsnæðisins. Benjamin Julian, samskiptafulltrúi Eflingar, sagði frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Halla Rut Bjarnadóttir, skráður forráðamaður starfsmannaleigunnar Seiglu, áður Menn í vinnu, sagði þó við Mbl í gær að hún hefði ekkert með þetta hús að gera. Eins og segir hér að ofan er skráður eigandi hússins HD Verk ehf. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af eiganda HD Verks í morgun. Slökkvilið Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Húsið rifið að stórum hluta Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu. 26. júní 2020 06:17 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Fyrirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn, starfsmenn Vinnueftirlitsins og ríkisskattstjóra fóru með byggingarfulltrúa á vettvang við Dalveg í Kópavogi þann 9. júní síðastliðinn. Fundust herbergi á efri hæð hússins sem voru í útleigu í óleyfi og brunavarnir voru mjög slæmar. Í desember 2014 sagði Morgunblaðið frá því að mikil eftirspurn hefði verið eftir því að breyta húsnæði til gistireksturs. Þar kom fram að HD Verk hafði sótt um leyfi til að innrétta gistiheimili á Bræðraborgarstíg 1 með sjö herbergjum og gistiaðstöðu fyrir 14 gesti. Þeirri umsókn var hafnað. Í fasteignaskrá er húsnæðið skráð sem íbúðarhúsnæði. Ekki gistiheimili. Sjá einnig: 73 skráðir með lögheimili í húsinu Í desember 2015 ræddi blaðamaður Stundarinnar við fyrrverandi leigjanda sem sagði mikinn myglusvepp í húsinu og að þar byggi fjöldi manna í stökum herbergjum og borguðu fyrir það 90 þúsund krónur. Þá sagði byggingarfulltrúi Reykjavíkur að húsið yrði tekið til skoðunar. Húsnæðið sem um ræðir við Dalveg 24, sem skoða var fyrr í mánuðinum.Vísir/Sunna Efling - stéttarfélag hefur haft húsnæðið, sem varð eldi að bráð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í gær, til skoðunar frá því að Efling komst að því í að starfsmenn starfsmannaleigu, sem áður var rekin undir nafninu Menn í vinnu, væru skráðir sem íbúar húsnæðisins. Benjamin Julian, samskiptafulltrúi Eflingar, sagði frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Halla Rut Bjarnadóttir, skráður forráðamaður starfsmannaleigunnar Seiglu, áður Menn í vinnu, sagði þó við Mbl í gær að hún hefði ekkert með þetta hús að gera. Eins og segir hér að ofan er skráður eigandi hússins HD Verk ehf. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af eiganda HD Verks í morgun.
Slökkvilið Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Húsið rifið að stórum hluta Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu. 26. júní 2020 06:17 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51
73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16
Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01
Húsið rifið að stórum hluta Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu. 26. júní 2020 06:17