Innlent

73 skráðir með lög­heimili í húsinu

Atli Ísleifsson skrifar
Húsnæðið sem um ræðir er skráð 452,3 fermetrar að stærð og var þar um tíma rekinn leikskóli.
Húsnæðið sem um ræðir er skráð 452,3 fermetrar að stærð og var þar um tíma rekinn leikskóli. Vísir/Vilhelm

Alls eru 73 einstaklingar skráðir með lögheimili í húsinu við Bræðraborgarstíg 1 þar sem mikill bruni kom upp í gær. Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu.

Alls fórust þrír í brunanum og eru tveir á gjörgæslu. Einn þeirra sem fluttur var á Landspítala í gær hefur verið útskrifaður.

Húsnæðið sem um ræðir er skráð 452,3 fermetrar að stærð og var þar um tíma rekinn leikskóli.

Fréttablaðið segir frá því að af þeim sem skráðir eru til heimilis í húsinu eru 28 Pólverjar, 28 Lettar, tólf Litháar, þrír Rúmenar, einn Spánverji og einn Íslendingur.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru tveir handteknir á vettvangi fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögregluþjóna en sleppt eftir skýrslutökur. 

Einn er enn í haldi í þágu rannsóknarinnar og mun liggja fyrir í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×