Óskar Hrafn: Holl áminning fyrir okkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2020 22:09 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður eftir að Kópavogsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla með 3-2 sigri á Keflavík. „Þetta var mjög sætt. Ég neita því ekki,“ sagði Óskar í samtali við Vísi eftir leikinn á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 1-0 að honum loknum. Þeir misstu svo tökin á leiknum í seinni hálfleik og lentu 1-2 undir. En tvö mörk frá Kristni Steindórssyni undir lokin tryggðu Breiðabliki sigurinn. „Það er erfitt að segja hvað gerðist. Kannski greip um sig tilfinning að það þyrfti ekki að hafa fyrir hlutunum. En menn voru rækilega minntir á það að þannig virkar fótboltinn ekki. Þú færð ekkert fyrir það hvað þú gerðir þremur mínútum áður,“ sagði Óskar. „Það þarf að vera kveikt á mönnum allan tímann, allar 90 mínúturnar. Þessi kafli í seinni hálfleik, sem var mjög slappur, er holl áminning um að það geta allir verið góðir ef hitt liðið leggur sig ekki fram.“ Þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum áttu Blikar einn aukagír inni og náðu að knýja fram sigur. „Menn fóru að hlaupa meira og gera þetta af aðeins meiri krafti. Þá skinu gæðin kannski í gegn. Það er fullt af góðum fótboltamönnum í Breiðabliki. Menn ákváðu að bretta upp ermarnar og keyra af stað,“ sagði Óskar að endingu. Mjólkurbikarinn Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Keflavík 3-2 | Kristinn hetja Blika Breiðablik komst í kvöld áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta með 3-2 sigri á Keflavík. Keflvíkingar voru 2-1 yfir þegar níu mínútur voru eftir. 25. júní 2020 21:45 Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður eftir að Kópavogsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla með 3-2 sigri á Keflavík. „Þetta var mjög sætt. Ég neita því ekki,“ sagði Óskar í samtali við Vísi eftir leikinn á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 1-0 að honum loknum. Þeir misstu svo tökin á leiknum í seinni hálfleik og lentu 1-2 undir. En tvö mörk frá Kristni Steindórssyni undir lokin tryggðu Breiðabliki sigurinn. „Það er erfitt að segja hvað gerðist. Kannski greip um sig tilfinning að það þyrfti ekki að hafa fyrir hlutunum. En menn voru rækilega minntir á það að þannig virkar fótboltinn ekki. Þú færð ekkert fyrir það hvað þú gerðir þremur mínútum áður,“ sagði Óskar. „Það þarf að vera kveikt á mönnum allan tímann, allar 90 mínúturnar. Þessi kafli í seinni hálfleik, sem var mjög slappur, er holl áminning um að það geta allir verið góðir ef hitt liðið leggur sig ekki fram.“ Þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum áttu Blikar einn aukagír inni og náðu að knýja fram sigur. „Menn fóru að hlaupa meira og gera þetta af aðeins meiri krafti. Þá skinu gæðin kannski í gegn. Það er fullt af góðum fótboltamönnum í Breiðabliki. Menn ákváðu að bretta upp ermarnar og keyra af stað,“ sagði Óskar að endingu.
Mjólkurbikarinn Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Keflavík 3-2 | Kristinn hetja Blika Breiðablik komst í kvöld áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta með 3-2 sigri á Keflavík. Keflvíkingar voru 2-1 yfir þegar níu mínútur voru eftir. 25. júní 2020 21:45 Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Keflavík 3-2 | Kristinn hetja Blika Breiðablik komst í kvöld áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta með 3-2 sigri á Keflavík. Keflvíkingar voru 2-1 yfir þegar níu mínútur voru eftir. 25. júní 2020 21:45