Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2020 19:52 Leikmenn Breiðabliks eru komnir í sóttkví. VÍSIR/BÁRA Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. Leikmaðurinn kom til landsins 17. júní og lék gegn Selfossi degi síðar, sem og gegn KR á þriðjudag, en samkvæmt því sem Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í íþróttafréttum RÚV í kvöld þurfa Selfyssingar ekki að fara í sóttkví að svo stöddu. „Nei, ekki samkvæmt skoðun okkar í augnablikinu,“ sagði Víðir. Til að byrja með fara öll sem komu að leiknum á þriðjudag í sóttkví en Víðir segir hugsanlegt að hægt verði að losa einhver úr hinni venjulegu 14 daga sóttkví eftir nánari rannsókn: „Smitrakning teygir sig aftur í leikinn á þriðjudaginn, og aðeins aftar en það, þannig að það eru ansi margir sem eru að fara í sóttkví á meðan að við erum að ná utan um þetta. Við sjáum aðeins til eftir einhverja daga, þegar við vitum nákvæmlega hvernig samskiptin voru, hvort að allir þurfa að vera í sóttkví eða hvort hægt sá að losa einhverja úr sóttkví. Við verðum að bíða og sjá til,“ sagði Víðir við Kristjönu Arnarsdóttur í íþróttafréttum RÚV. Smitið greindist ekki við sýnatöku þegar leikmaðurinn kom til landsins frá Bandaríkjunum. Það greindist svo við aðra sýnatöku sem leikmaðurinn fór í eftir að í ljós kom að hann hefði verið innan um smitaðan einstakling í Bandaríkjunum. „Þetta virðist vera smitandi og okkar viðbrögð miðast við það. Þetta er eins og við höfum sagt allan tímann, að það er ekkert hundrað prósent þó að fólk mælist neikvætt við landamærin. Þetta er áminning fyrir okkur um að halda því á lofti hvernig við þurfum að umgangast þessa pest,“ sagði Víðir. Important! https://t.co/6cWveXLtNI— Víðir Reynisson (@VidirReynisson) June 25, 2020 Bríet Bragadóttir dæmdi leikinn á þriðjudag og er því komin í sóttkví sem og aðstoðardómarar leiksins. Enginn dómaranna hefur dæmt leik í meistaraflokki frá því á þriðjudaginn. „Við höfðum samband við KSÍ þegar þetta kom upp í dag og upplýstum sambandið um að starfsmenn þess, dómararnir, þyrftu að fara í sóttkví. Við gerum ráð fyrir að KSÍ hafi sett sig í samband við þá. En ef að þeir eru einkennalausir og mælast ekki jákvæðir þá þarf enginn að fara í sóttkví út af þeim,“ sagði Víðir. KSÍ mun nú skoða næstu skref og gefa út viðeigandi tilkynningu um framvindu mótsins eins fljótt og mögulegt er https://t.co/nEq7syLH3Y— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 25, 2020 Pepsi Max-deild kvenna KR Breiðablik KSÍ Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Sjá meira
Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. Leikmaðurinn kom til landsins 17. júní og lék gegn Selfossi degi síðar, sem og gegn KR á þriðjudag, en samkvæmt því sem Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í íþróttafréttum RÚV í kvöld þurfa Selfyssingar ekki að fara í sóttkví að svo stöddu. „Nei, ekki samkvæmt skoðun okkar í augnablikinu,“ sagði Víðir. Til að byrja með fara öll sem komu að leiknum á þriðjudag í sóttkví en Víðir segir hugsanlegt að hægt verði að losa einhver úr hinni venjulegu 14 daga sóttkví eftir nánari rannsókn: „Smitrakning teygir sig aftur í leikinn á þriðjudaginn, og aðeins aftar en það, þannig að það eru ansi margir sem eru að fara í sóttkví á meðan að við erum að ná utan um þetta. Við sjáum aðeins til eftir einhverja daga, þegar við vitum nákvæmlega hvernig samskiptin voru, hvort að allir þurfa að vera í sóttkví eða hvort hægt sá að losa einhverja úr sóttkví. Við verðum að bíða og sjá til,“ sagði Víðir við Kristjönu Arnarsdóttur í íþróttafréttum RÚV. Smitið greindist ekki við sýnatöku þegar leikmaðurinn kom til landsins frá Bandaríkjunum. Það greindist svo við aðra sýnatöku sem leikmaðurinn fór í eftir að í ljós kom að hann hefði verið innan um smitaðan einstakling í Bandaríkjunum. „Þetta virðist vera smitandi og okkar viðbrögð miðast við það. Þetta er eins og við höfum sagt allan tímann, að það er ekkert hundrað prósent þó að fólk mælist neikvætt við landamærin. Þetta er áminning fyrir okkur um að halda því á lofti hvernig við þurfum að umgangast þessa pest,“ sagði Víðir. Important! https://t.co/6cWveXLtNI— Víðir Reynisson (@VidirReynisson) June 25, 2020 Bríet Bragadóttir dæmdi leikinn á þriðjudag og er því komin í sóttkví sem og aðstoðardómarar leiksins. Enginn dómaranna hefur dæmt leik í meistaraflokki frá því á þriðjudaginn. „Við höfðum samband við KSÍ þegar þetta kom upp í dag og upplýstum sambandið um að starfsmenn þess, dómararnir, þyrftu að fara í sóttkví. Við gerum ráð fyrir að KSÍ hafi sett sig í samband við þá. En ef að þeir eru einkennalausir og mælast ekki jákvæðir þá þarf enginn að fara í sóttkví út af þeim,“ sagði Víðir. KSÍ mun nú skoða næstu skref og gefa út viðeigandi tilkynningu um framvindu mótsins eins fljótt og mögulegt er https://t.co/nEq7syLH3Y— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 25, 2020
Pepsi Max-deild kvenna KR Breiðablik KSÍ Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Sjá meira