Creditinfo biður Persónuvernd um að meta hvort lög hafi verið brotin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2020 22:45 Reynir Grétarsson er eigandi og stjórnarformaður Creditinfo. Aðsend Reynir Grétarsson, eigandi og stjórnarformaður Creditinfo, er ósáttur við afstöðu Neytendasamtakanna gagnvart fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur beðið Persónuvernd um að meta hvort það hafi gerst brotlegt við lög. Fyrr í dag var greint frá því að Neytendasamtökin og ASÍ hafi gert alvarlegar athugasemdir um starfsleyfi fyrirtækisins í umsögn sinnar til Persónuverndar um leyfið, sem þau vilji láta endurskoða. Creditinfo heldur úti einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi en flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér skrána við afgreiðslu erinda. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Sendu Persónuvernd erindi og báðu um úttekt Í samtali við Vísi segir Reynir að Creditinfo hafi í dag sent erindi á Persónuvernd þar sem óskað var eftir því að stofnunin tæki út hvort eitthvað í starfsemi fyrirtækisins teldist brjóta í bága við lög. „Ef svo er þá verður fyrirtækið sektað eða missir starfsleyfið, eða önnur úrræði sem eru fyrir hendi verða nýtt. Ef ekki þá vonandi hættir þetta,“ segir Reynir og vísar þar til þess að Neytendasamtökin hafi ítrekað haldið því fram að eitthvað í starfsemi Creditinfo bryti í bága við lög. Segir Reynir að mikið hafi borið á þessu frá því Breki Karlsson tók við formennsku samtakanna. Reynir bendir þá á að samskonar starfsemi og sú sem Creditinfo stundar, tíðkist í nágrannalöndum Íslands. Starfsemin hér á landi sé í raun byggð á nákvæmlega eins fyrirtæki og er starfrækt í Danmörku. Eini tilfinnanlegi munurinn sé að hér á landi séu strangari reglur um starfsemina. Hann segist ekki hrifinn af hugmyndum um að ríkið taki að sér það hlutverk sem fyrirtækið gegnir. „Ríkið hins vegar stundar þessa starfsemi helst í Kína, Simbabve og Írak, þess háttar löndum. Það má svo sem læra af þeim eins og öllum öðrum, en ég átta mig ekki á því á hvað vegferð menn eru.“ Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Vilhelm Reynt að funda en alltaf sama niðurstaða Reynir segir að síðustu yfirlýsingar frá sömu aðilum og tjá sig nú um fyrirtækið, það er ASÍ og Neytendasamtökunum, hafi komið í upphafi kórónuveirufaraldursins í vor. „Þegar Covid kom, þá kom yfirlýsing um að það ætti að loka Creditinfo á meðan Covid væri að ganga yfir. Það myndi einfaldlega leiða til þess að fólk gæti ekki fengið lán. Ég held það ríki ákveðinn misskilningur um tilganginn með þessu. Það er auðvitað þannig að yfir 90% af fólki stendur í skilum og það getur sýnt fram á það með því að það sé kannað hvort það sé fjárnám eða eitthvað slíkt sem hefur verið gert hjá viðkomandi.“ Reynir segir að Creditinfo hafi í gegn um tíðina fundað með Neytendasamtökunum vegna málsins. „Við höfum boðið þeim á fundi og farið yfir málin til þess að ræða hvað er hægt að bæta. Það fer alltaf á sama veg, þau stökkva fram og koma með yfirlýsingar um lögbrot og þess háttar. Mér finnst það ekki alveg vera besta leiðin til þess að vinna þetta.“ Persónuvernd Neytendur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Reynir Grétarsson, eigandi og stjórnarformaður Creditinfo, er ósáttur við afstöðu Neytendasamtakanna gagnvart fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur beðið Persónuvernd um að meta hvort það hafi gerst brotlegt við lög. Fyrr í dag var greint frá því að Neytendasamtökin og ASÍ hafi gert alvarlegar athugasemdir um starfsleyfi fyrirtækisins í umsögn sinnar til Persónuverndar um leyfið, sem þau vilji láta endurskoða. Creditinfo heldur úti einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi en flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér skrána við afgreiðslu erinda. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Sendu Persónuvernd erindi og báðu um úttekt Í samtali við Vísi segir Reynir að Creditinfo hafi í dag sent erindi á Persónuvernd þar sem óskað var eftir því að stofnunin tæki út hvort eitthvað í starfsemi fyrirtækisins teldist brjóta í bága við lög. „Ef svo er þá verður fyrirtækið sektað eða missir starfsleyfið, eða önnur úrræði sem eru fyrir hendi verða nýtt. Ef ekki þá vonandi hættir þetta,“ segir Reynir og vísar þar til þess að Neytendasamtökin hafi ítrekað haldið því fram að eitthvað í starfsemi Creditinfo bryti í bága við lög. Segir Reynir að mikið hafi borið á þessu frá því Breki Karlsson tók við formennsku samtakanna. Reynir bendir þá á að samskonar starfsemi og sú sem Creditinfo stundar, tíðkist í nágrannalöndum Íslands. Starfsemin hér á landi sé í raun byggð á nákvæmlega eins fyrirtæki og er starfrækt í Danmörku. Eini tilfinnanlegi munurinn sé að hér á landi séu strangari reglur um starfsemina. Hann segist ekki hrifinn af hugmyndum um að ríkið taki að sér það hlutverk sem fyrirtækið gegnir. „Ríkið hins vegar stundar þessa starfsemi helst í Kína, Simbabve og Írak, þess háttar löndum. Það má svo sem læra af þeim eins og öllum öðrum, en ég átta mig ekki á því á hvað vegferð menn eru.“ Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Vilhelm Reynt að funda en alltaf sama niðurstaða Reynir segir að síðustu yfirlýsingar frá sömu aðilum og tjá sig nú um fyrirtækið, það er ASÍ og Neytendasamtökunum, hafi komið í upphafi kórónuveirufaraldursins í vor. „Þegar Covid kom, þá kom yfirlýsing um að það ætti að loka Creditinfo á meðan Covid væri að ganga yfir. Það myndi einfaldlega leiða til þess að fólk gæti ekki fengið lán. Ég held það ríki ákveðinn misskilningur um tilganginn með þessu. Það er auðvitað þannig að yfir 90% af fólki stendur í skilum og það getur sýnt fram á það með því að það sé kannað hvort það sé fjárnám eða eitthvað slíkt sem hefur verið gert hjá viðkomandi.“ Reynir segir að Creditinfo hafi í gegn um tíðina fundað með Neytendasamtökunum vegna málsins. „Við höfum boðið þeim á fundi og farið yfir málin til þess að ræða hvað er hægt að bæta. Það fer alltaf á sama veg, þau stökkva fram og koma með yfirlýsingar um lögbrot og þess háttar. Mér finnst það ekki alveg vera besta leiðin til þess að vinna þetta.“
Persónuvernd Neytendur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira