Creditinfo biður Persónuvernd um að meta hvort lög hafi verið brotin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2020 22:45 Reynir Grétarsson er eigandi og stjórnarformaður Creditinfo. Aðsend Reynir Grétarsson, eigandi og stjórnarformaður Creditinfo, er ósáttur við afstöðu Neytendasamtakanna gagnvart fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur beðið Persónuvernd um að meta hvort það hafi gerst brotlegt við lög. Fyrr í dag var greint frá því að Neytendasamtökin og ASÍ hafi gert alvarlegar athugasemdir um starfsleyfi fyrirtækisins í umsögn sinnar til Persónuverndar um leyfið, sem þau vilji láta endurskoða. Creditinfo heldur úti einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi en flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér skrána við afgreiðslu erinda. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Sendu Persónuvernd erindi og báðu um úttekt Í samtali við Vísi segir Reynir að Creditinfo hafi í dag sent erindi á Persónuvernd þar sem óskað var eftir því að stofnunin tæki út hvort eitthvað í starfsemi fyrirtækisins teldist brjóta í bága við lög. „Ef svo er þá verður fyrirtækið sektað eða missir starfsleyfið, eða önnur úrræði sem eru fyrir hendi verða nýtt. Ef ekki þá vonandi hættir þetta,“ segir Reynir og vísar þar til þess að Neytendasamtökin hafi ítrekað haldið því fram að eitthvað í starfsemi Creditinfo bryti í bága við lög. Segir Reynir að mikið hafi borið á þessu frá því Breki Karlsson tók við formennsku samtakanna. Reynir bendir þá á að samskonar starfsemi og sú sem Creditinfo stundar, tíðkist í nágrannalöndum Íslands. Starfsemin hér á landi sé í raun byggð á nákvæmlega eins fyrirtæki og er starfrækt í Danmörku. Eini tilfinnanlegi munurinn sé að hér á landi séu strangari reglur um starfsemina. Hann segist ekki hrifinn af hugmyndum um að ríkið taki að sér það hlutverk sem fyrirtækið gegnir. „Ríkið hins vegar stundar þessa starfsemi helst í Kína, Simbabve og Írak, þess háttar löndum. Það má svo sem læra af þeim eins og öllum öðrum, en ég átta mig ekki á því á hvað vegferð menn eru.“ Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Vilhelm Reynt að funda en alltaf sama niðurstaða Reynir segir að síðustu yfirlýsingar frá sömu aðilum og tjá sig nú um fyrirtækið, það er ASÍ og Neytendasamtökunum, hafi komið í upphafi kórónuveirufaraldursins í vor. „Þegar Covid kom, þá kom yfirlýsing um að það ætti að loka Creditinfo á meðan Covid væri að ganga yfir. Það myndi einfaldlega leiða til þess að fólk gæti ekki fengið lán. Ég held það ríki ákveðinn misskilningur um tilganginn með þessu. Það er auðvitað þannig að yfir 90% af fólki stendur í skilum og það getur sýnt fram á það með því að það sé kannað hvort það sé fjárnám eða eitthvað slíkt sem hefur verið gert hjá viðkomandi.“ Reynir segir að Creditinfo hafi í gegn um tíðina fundað með Neytendasamtökunum vegna málsins. „Við höfum boðið þeim á fundi og farið yfir málin til þess að ræða hvað er hægt að bæta. Það fer alltaf á sama veg, þau stökkva fram og koma með yfirlýsingar um lögbrot og þess háttar. Mér finnst það ekki alveg vera besta leiðin til þess að vinna þetta.“ Persónuvernd Neytendur Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Reynir Grétarsson, eigandi og stjórnarformaður Creditinfo, er ósáttur við afstöðu Neytendasamtakanna gagnvart fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur beðið Persónuvernd um að meta hvort það hafi gerst brotlegt við lög. Fyrr í dag var greint frá því að Neytendasamtökin og ASÍ hafi gert alvarlegar athugasemdir um starfsleyfi fyrirtækisins í umsögn sinnar til Persónuverndar um leyfið, sem þau vilji láta endurskoða. Creditinfo heldur úti einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi en flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér skrána við afgreiðslu erinda. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Sendu Persónuvernd erindi og báðu um úttekt Í samtali við Vísi segir Reynir að Creditinfo hafi í dag sent erindi á Persónuvernd þar sem óskað var eftir því að stofnunin tæki út hvort eitthvað í starfsemi fyrirtækisins teldist brjóta í bága við lög. „Ef svo er þá verður fyrirtækið sektað eða missir starfsleyfið, eða önnur úrræði sem eru fyrir hendi verða nýtt. Ef ekki þá vonandi hættir þetta,“ segir Reynir og vísar þar til þess að Neytendasamtökin hafi ítrekað haldið því fram að eitthvað í starfsemi Creditinfo bryti í bága við lög. Segir Reynir að mikið hafi borið á þessu frá því Breki Karlsson tók við formennsku samtakanna. Reynir bendir þá á að samskonar starfsemi og sú sem Creditinfo stundar, tíðkist í nágrannalöndum Íslands. Starfsemin hér á landi sé í raun byggð á nákvæmlega eins fyrirtæki og er starfrækt í Danmörku. Eini tilfinnanlegi munurinn sé að hér á landi séu strangari reglur um starfsemina. Hann segist ekki hrifinn af hugmyndum um að ríkið taki að sér það hlutverk sem fyrirtækið gegnir. „Ríkið hins vegar stundar þessa starfsemi helst í Kína, Simbabve og Írak, þess háttar löndum. Það má svo sem læra af þeim eins og öllum öðrum, en ég átta mig ekki á því á hvað vegferð menn eru.“ Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Vilhelm Reynt að funda en alltaf sama niðurstaða Reynir segir að síðustu yfirlýsingar frá sömu aðilum og tjá sig nú um fyrirtækið, það er ASÍ og Neytendasamtökunum, hafi komið í upphafi kórónuveirufaraldursins í vor. „Þegar Covid kom, þá kom yfirlýsing um að það ætti að loka Creditinfo á meðan Covid væri að ganga yfir. Það myndi einfaldlega leiða til þess að fólk gæti ekki fengið lán. Ég held það ríki ákveðinn misskilningur um tilganginn með þessu. Það er auðvitað þannig að yfir 90% af fólki stendur í skilum og það getur sýnt fram á það með því að það sé kannað hvort það sé fjárnám eða eitthvað slíkt sem hefur verið gert hjá viðkomandi.“ Reynir segir að Creditinfo hafi í gegn um tíðina fundað með Neytendasamtökunum vegna málsins. „Við höfum boðið þeim á fundi og farið yfir málin til þess að ræða hvað er hægt að bæta. Það fer alltaf á sama veg, þau stökkva fram og koma með yfirlýsingar um lögbrot og þess háttar. Mér finnst það ekki alveg vera besta leiðin til þess að vinna þetta.“
Persónuvernd Neytendur Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira