Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2020 12:19 Willum Þór Þórsson er formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. Meirihluti fjárlaganefndar gerir í nefndaráliti sem dreift var á Alþingi í gær grein fyrir þremur tillögum að breytingum við frumvarp um fjáraukalög 2020 sem nú liggur fyrir Alþingi. Sveitarfélögin sex sem fá samkvæmt tillögunni samtals 150 milljóna framlag úr ríkissjóði eru Skútustaðahreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra og Bláskógarbyggð. Ástæðan byggir á því að í nýlegri úttekt Byggðastofnunar kemur fram að umrædd sveitarfélög hafi treyst mjög á ferðaþjónustu og því hafi niðursveiflan af völdum kórónuveirufaraldursins komið sérstaklega illa við þau. Í fjáraukalögum sem samþykkt voru í maí var veitt 250 milljóna framlag til Suðurnesja. „Svo er bara verið að vinna jöfnum höndum að því að meta stöðuna eins og hún er að þróast hjá sveitarfélögum víða um land,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Allt að 4,5 milljarðar vegna endurgreiðslu pakkaferða Þá gerir meirihlutinn breytingartillögu sem kveður á um heimild fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að heimila Ferðaábyrgðasjóði sem er í vörslu Ferðamálastofu, til að greiða kröfur vegna endurgreiðslu pakkaferða. Heimildin miðist við allt að 4,5 milljarða króna, enda stofnist í því sambandi endurgreiðslukrafa á hendur ferðaskipuleggjendum eða smásölum. „Það er nú til að bregðast við þessari stöðu sem upp kemur, að endurgreiða ferðir sem að ekki hefur verið hægt að standa við,“ segir Willum. Ferðaábyrgðarsjóður hafi þannig það hlutverk að bregðast tímabundið við neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins á starfsemi ferðaskipuleggjenda eða smásala og tryggja um leið hagsmuni neytenda. Með þessu fer fjáraukalagafrumvarpið upp í um það bil 70 milljarða að umfangi, en halda ber til haga að milljarðarnir 4,5 sem gert er ráð fyrir vegna þessa eru ekki bein útgjaldaaukning heldur fjárheimild sem síðan er gert ráð fyrir að ferðaskipuleggjendur greiði ríkinu til baka. Loks leggur meiri hlutinn til að í frumvarpinu verði gert ráð fyrir að auka heimild um framlag til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins um allt að 200 milljónir, úr 500 milljónum í 700. Fjáraukalagafrumvarpið sem nú liggur fyrir þinginu er það þriðja fyrir árið 2020 vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, og það umfangsmesta til þessa. Munar þar mestu um útgjaldaheimildir vegna vinnumarkaðsúrræða, hlutabótaleiðar og greiðslu launa í uppsagnarfresti. Umfang fjáraukalaganna þriggja sem þegar eru komin fram nemur samtals um það bil 103 milljörðum. Willum segir að fjáraukarnir verði örugglega fleiri á þessu ári. Fjáraukinn sem nú liggur fyrir þinginu er átjánda mál á dagskrá þingfundar í dag en óvíst er hvenær málið kemst að. Þingfundur hófst í morgun með áframhaldandi umræðu um frumvarp um heimild til stofnunar opinbers hlutafélags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þingmenn Miðflokksins eru í miklum meirihluta á mælendaskrá en þeir hafa meðal annars lýst andstöðu við borgarlínu. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Skútustaðahreppur Hornafjörður Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Rangárþing eystra Bláskógabyggð Byggðamál Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. Meirihluti fjárlaganefndar gerir í nefndaráliti sem dreift var á Alþingi í gær grein fyrir þremur tillögum að breytingum við frumvarp um fjáraukalög 2020 sem nú liggur fyrir Alþingi. Sveitarfélögin sex sem fá samkvæmt tillögunni samtals 150 milljóna framlag úr ríkissjóði eru Skútustaðahreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra og Bláskógarbyggð. Ástæðan byggir á því að í nýlegri úttekt Byggðastofnunar kemur fram að umrædd sveitarfélög hafi treyst mjög á ferðaþjónustu og því hafi niðursveiflan af völdum kórónuveirufaraldursins komið sérstaklega illa við þau. Í fjáraukalögum sem samþykkt voru í maí var veitt 250 milljóna framlag til Suðurnesja. „Svo er bara verið að vinna jöfnum höndum að því að meta stöðuna eins og hún er að þróast hjá sveitarfélögum víða um land,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Allt að 4,5 milljarðar vegna endurgreiðslu pakkaferða Þá gerir meirihlutinn breytingartillögu sem kveður á um heimild fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að heimila Ferðaábyrgðasjóði sem er í vörslu Ferðamálastofu, til að greiða kröfur vegna endurgreiðslu pakkaferða. Heimildin miðist við allt að 4,5 milljarða króna, enda stofnist í því sambandi endurgreiðslukrafa á hendur ferðaskipuleggjendum eða smásölum. „Það er nú til að bregðast við þessari stöðu sem upp kemur, að endurgreiða ferðir sem að ekki hefur verið hægt að standa við,“ segir Willum. Ferðaábyrgðarsjóður hafi þannig það hlutverk að bregðast tímabundið við neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins á starfsemi ferðaskipuleggjenda eða smásala og tryggja um leið hagsmuni neytenda. Með þessu fer fjáraukalagafrumvarpið upp í um það bil 70 milljarða að umfangi, en halda ber til haga að milljarðarnir 4,5 sem gert er ráð fyrir vegna þessa eru ekki bein útgjaldaaukning heldur fjárheimild sem síðan er gert ráð fyrir að ferðaskipuleggjendur greiði ríkinu til baka. Loks leggur meiri hlutinn til að í frumvarpinu verði gert ráð fyrir að auka heimild um framlag til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins um allt að 200 milljónir, úr 500 milljónum í 700. Fjáraukalagafrumvarpið sem nú liggur fyrir þinginu er það þriðja fyrir árið 2020 vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, og það umfangsmesta til þessa. Munar þar mestu um útgjaldaheimildir vegna vinnumarkaðsúrræða, hlutabótaleiðar og greiðslu launa í uppsagnarfresti. Umfang fjáraukalaganna þriggja sem þegar eru komin fram nemur samtals um það bil 103 milljörðum. Willum segir að fjáraukarnir verði örugglega fleiri á þessu ári. Fjáraukinn sem nú liggur fyrir þinginu er átjánda mál á dagskrá þingfundar í dag en óvíst er hvenær málið kemst að. Þingfundur hófst í morgun með áframhaldandi umræðu um frumvarp um heimild til stofnunar opinbers hlutafélags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þingmenn Miðflokksins eru í miklum meirihluta á mælendaskrá en þeir hafa meðal annars lýst andstöðu við borgarlínu.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Skútustaðahreppur Hornafjörður Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Rangárþing eystra Bláskógabyggð Byggðamál Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent