Heildstæðari áætlun og áhersla á mælanleg markmið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2020 19:28 Katrín Jakobsdóttir kynnti innihald nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum ásamt umhverfisráðherra, samgönguráðherra og fjármálaráðherra í dag. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að Ísland nái 35 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun. Það er meira en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Ráðherrar óttast ekki að veik og óskilvirk stjórnsýsla komi í veg fyrir að Ísland standi við skuldbindingar, líkt og vísbendingar eru um. Stjórnvöld kynntu nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. „Við erum að sýna fram á að við náum alþjóðlegum skuldbindingum okkar um 29% samdrátt og gott betur, það er að segja 35%, og þegar við lítum til aðgerða sem að enn eru í mótun þá er líklegt að við ættum að geta ná 40-46% samdrætti sem að er meira en ríkisstjórnin hefur sett sér markmið um,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Með aðgerðunum er nú áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Áætlunin sem kynnt var í dag er í raun uppfærð útgáfa sambærilegrar aðgerðaáætlunar sem kynnt var 2018. „Þessi áætlun er miklu heildstæðari en fyrri áætlun og þarna erum við að sjá út reiknaðar aðgerðir og stóru tíðindin eru þau að við teljum okkur geta náð þeim markmiðum sem við höfum sett okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í drögum að skýrslu sem Capacent vinnur fyrir Loftslagsráð stjórnvalda kemur meðal annars fram að stjórnsýslan sé um margt veik og óskilvirk, og að það skorti heildarsýn um það hvernig Ísland hyggist standa við alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum. „Þessi aðgerðaáætlun sem hefur auðvitað verið töluvert lengi í mótun, hluti af henni er að bæta stjórnsýsluna, meðal annars með stofnun ráðherranefndar um loftslagsmál. Það er alltaf flókið að verkefnum sem teygja sig yfir mörg ráðuneyti og margar stofnanir,“ segir Katrín. „Við erum þegar búin að bregðast við sumum af þeim athugasemdum sem koma fram en munum jafnframt vinna með athugasemdir sem að við teljum að ennþá standi út af, að sjálfsögðu,“ segir Guðmundur Ingi. Alþingi Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Gert er ráð fyrir að Ísland nái 35 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun. Það er meira en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Ráðherrar óttast ekki að veik og óskilvirk stjórnsýsla komi í veg fyrir að Ísland standi við skuldbindingar, líkt og vísbendingar eru um. Stjórnvöld kynntu nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. „Við erum að sýna fram á að við náum alþjóðlegum skuldbindingum okkar um 29% samdrátt og gott betur, það er að segja 35%, og þegar við lítum til aðgerða sem að enn eru í mótun þá er líklegt að við ættum að geta ná 40-46% samdrætti sem að er meira en ríkisstjórnin hefur sett sér markmið um,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Með aðgerðunum er nú áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Áætlunin sem kynnt var í dag er í raun uppfærð útgáfa sambærilegrar aðgerðaáætlunar sem kynnt var 2018. „Þessi áætlun er miklu heildstæðari en fyrri áætlun og þarna erum við að sjá út reiknaðar aðgerðir og stóru tíðindin eru þau að við teljum okkur geta náð þeim markmiðum sem við höfum sett okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í drögum að skýrslu sem Capacent vinnur fyrir Loftslagsráð stjórnvalda kemur meðal annars fram að stjórnsýslan sé um margt veik og óskilvirk, og að það skorti heildarsýn um það hvernig Ísland hyggist standa við alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum. „Þessi aðgerðaáætlun sem hefur auðvitað verið töluvert lengi í mótun, hluti af henni er að bæta stjórnsýsluna, meðal annars með stofnun ráðherranefndar um loftslagsmál. Það er alltaf flókið að verkefnum sem teygja sig yfir mörg ráðuneyti og margar stofnanir,“ segir Katrín. „Við erum þegar búin að bregðast við sumum af þeim athugasemdum sem koma fram en munum jafnframt vinna með athugasemdir sem að við teljum að ennþá standi út af, að sjálfsögðu,“ segir Guðmundur Ingi.
Alþingi Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira