Samkomulag um þingfrestun í sjónmáli Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2020 12:56 Hanna Katrín Friðriksson kveðst bjartsýnni í dag en í gær um að það fari að losna úr þeim hnút sem uppi hafi verið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti sína síðustu ræðu um samgönguáætlun til næstu fimm og fimmtán ára á Alþingi í dag. Vísir Þingmenn Miðflokksins ræddu samgönguáætlun í rúmar tólf klukkustundir í gær en í dag tókst að ljúka umræðunni. Óvíst er þó hvenær tekst að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé. Þingflokksformaður Viðreisnar segir samkomulag um þingfrestun vera í sjónmáli. Þingfundi var slitið laust eftir klukkan tvö í nótt en þá höfðu þingmenn Miðflokksins haldið umræðu samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára gangandi í alls rúmar tólf klukkustundir. Engin önnur mál sem voru á dagskrá í gær komust að. Fluttu „aðeins fjórar ræður í viðbót“ til að sýna viðleitni Umræða um samgönguáætlun hélt áfram í dag en þá tókst loks að tæma mælendaskrá. „Það er enn margt órætt í þessu máli en í trausti þess að vilji sé til að ráðast í ákveðnar úrbætur höfum við ákveðið að sýna viðleitni með því að halda aðeins fjórar ræður í viðbót, þótt það þýði að margar góðar ræður verði aldrei fluttar. Í þessari síðustu ræðu minni ætla ég að víkja máli mínu að þeim þætti málsins sem snýst um svokallaða borgarlínu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem flutti fyrstu ræðuna af þessum fjórum. Þegar Sigmundur og flokksbræður höfðu lokið máli sínu var mælendaskrá þar með tæmd að lokinni síðari umræðu um samgönguáætlanir næstu fimm og fimmtán ára en atkvæðagreiðslu frestað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Starfsáætlun Alþingis var tekin úr sambandi í gær en samkvæmt henni var gert ráð fyrir að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé fyrir lok þessarar viku. Þótt starfsáætlun hafi verið felld úr gildi fara eldhúsdagsumræður fram á Alþingi í kvöld. Þingflokksformenn áttu fund með þingforseta í morgun en Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar. „Það eru teikn á lofti um að það sé eitthvað að rakna úr þessum hnút sem hefur verið uppi. Stjórnarflokkarnir virðast hafa leyst úr málum sín á milli og eru tilbúnir til þess að ræða við stjórnarandstöðuna,“ segir Hanna Katrín. Hver þingflokkur fái eitt þingmannamál til afgreiðslu „Eitthvað gerðist mögulega í nótt sem að verður þess valdandi að ohf. Málið geti unnist áfram en það er það mál sem Miðflokkurinn hefur gert athugasemdir við og þar sem það er næst á dagskrá þá hefur það verið svona það sem var mest aðkallandi, að leysa úr því,“ segir Hanna Katrín sem vísar þar til frumvarps um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Ég er töluvert bjartsýnni núna en ég var í gær á að við náum að leysa þetta.“ Hún telji þó afar ólíklegt að það takist að klára þingstörf fyrir lok vikunnar. „Það felst í þessu samkomulagi sem að við erum að vinna í núna að fullgera að hver þingflokkur fái eitt þingmannamál í gegn og mál okkar í Viðreisn er mjög stórt og mikilvægt að okkar mati, ekki síst núna. Þetta snýst um að sálfræðiþjónustan komi inn í greiðsluþátttökukerfið í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar. Alþingi Samgöngur Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins ræddu samgönguáætlun í rúmar tólf klukkustundir í gær en í dag tókst að ljúka umræðunni. Óvíst er þó hvenær tekst að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé. Þingflokksformaður Viðreisnar segir samkomulag um þingfrestun vera í sjónmáli. Þingfundi var slitið laust eftir klukkan tvö í nótt en þá höfðu þingmenn Miðflokksins haldið umræðu samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára gangandi í alls rúmar tólf klukkustundir. Engin önnur mál sem voru á dagskrá í gær komust að. Fluttu „aðeins fjórar ræður í viðbót“ til að sýna viðleitni Umræða um samgönguáætlun hélt áfram í dag en þá tókst loks að tæma mælendaskrá. „Það er enn margt órætt í þessu máli en í trausti þess að vilji sé til að ráðast í ákveðnar úrbætur höfum við ákveðið að sýna viðleitni með því að halda aðeins fjórar ræður í viðbót, þótt það þýði að margar góðar ræður verði aldrei fluttar. Í þessari síðustu ræðu minni ætla ég að víkja máli mínu að þeim þætti málsins sem snýst um svokallaða borgarlínu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem flutti fyrstu ræðuna af þessum fjórum. Þegar Sigmundur og flokksbræður höfðu lokið máli sínu var mælendaskrá þar með tæmd að lokinni síðari umræðu um samgönguáætlanir næstu fimm og fimmtán ára en atkvæðagreiðslu frestað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Starfsáætlun Alþingis var tekin úr sambandi í gær en samkvæmt henni var gert ráð fyrir að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé fyrir lok þessarar viku. Þótt starfsáætlun hafi verið felld úr gildi fara eldhúsdagsumræður fram á Alþingi í kvöld. Þingflokksformenn áttu fund með þingforseta í morgun en Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar. „Það eru teikn á lofti um að það sé eitthvað að rakna úr þessum hnút sem hefur verið uppi. Stjórnarflokkarnir virðast hafa leyst úr málum sín á milli og eru tilbúnir til þess að ræða við stjórnarandstöðuna,“ segir Hanna Katrín. Hver þingflokkur fái eitt þingmannamál til afgreiðslu „Eitthvað gerðist mögulega í nótt sem að verður þess valdandi að ohf. Málið geti unnist áfram en það er það mál sem Miðflokkurinn hefur gert athugasemdir við og þar sem það er næst á dagskrá þá hefur það verið svona það sem var mest aðkallandi, að leysa úr því,“ segir Hanna Katrín sem vísar þar til frumvarps um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Ég er töluvert bjartsýnni núna en ég var í gær á að við náum að leysa þetta.“ Hún telji þó afar ólíklegt að það takist að klára þingstörf fyrir lok vikunnar. „Það felst í þessu samkomulagi sem að við erum að vinna í núna að fullgera að hver þingflokkur fái eitt þingmannamál í gegn og mál okkar í Viðreisn er mjög stórt og mikilvægt að okkar mati, ekki síst núna. Þetta snýst um að sálfræðiþjónustan komi inn í greiðsluþátttökukerfið í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Alþingi Samgöngur Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira