Innlent

Rannsókn lokið og allir sektaðir nema einn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá aðgerðum í gær þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg.
Frá aðgerðum í gær þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/Baldur

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á málum 11 einstaklinga sem grunaðir voru um brot á sóttvarnalögum með því að hafa ekki fylgt reglum um sóttkví er lokið. Allir nema einn hafa verið sektaðir vegna brotanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Málin varða rúmenska ríkisborgara sem komu hingað til lands sem ferðamenn 5. og 8. júní og áttu að vera í sóttkví í 14 daga en sinntu því ekki.

Auk sektarinnar hefur Útlendingastofnun tekið ákvörðun um að vísa sjö þessara einstaklinga úr landi á grundvelli almannaheilbrigðis, að því er segir í tilkynningu. Greint var frá brottvísuninni fyrr í dag.

Þá tekur lögregla sérstaklega fram að embættið hafði engin önnur brot umræddra einstaklinga til rannsóknar.


Tengdar fréttir

Vísa sjö Rúmenanna úr landi

Til stendur að vísa sjö af ellefu Rúmenum sem komu nýverið til landsins úr landi. Umræddir menn gerðust allir brotlegir við reglur um sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×