Ósannfærandi Sarri á enn eftir að vinna hug og hjörtu í Tórínó Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 16:00 Sarri var pirraður á hliðarlínunni gegn Napoli enda tókst honum ekki að landa sigri gegn sínum fyrrum lærisveinum. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Þó svo að Juventus tróni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þá á Maurizio Sarri, þjálfari liðsins, enn eftir að sannfæra marga um að hann sé rétti maðurinn í starfið. James Horncastle hjá The Athletic fór yfir gengi Juventus undir stjórns hins sérfróða og keðjureykjandi Sarri. Liðið tapaði ítalska Ofurbikarnum í desember og svo eftir að leikar hófust að nýju eftir að allt var sett á ís sökum kórónufaraldursins þá tapaði liðið Juventus fyrir Napoli í úrslitum ítalska bikarsins. Las fyrirsögnin í ítalska miðlinum Tuttosport einfaldlega „Skelfilegur Sarri.“ Ef til vill full hart miðað við tap í vítaspyrnukeppni en samt, Napoli er í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 39 stig á meðan Juventus er í efsta sæti með 63 stg. Staðan í Meistaradeildinni er ekki frábær en liðið tapaði fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum gegn Lyon með einu marki gegn engu í Frakklandi. Óvíst er hvenær síðari leikur liðanna fer fram – ef hann getur farið fram. Leikstíllinn sem Sarri spilar krefst mikillar orku og því eðlilegt að lið Juventus hafi verið ryðgað eftir Covid-pásuna svokölluðu. Þá var liðið mikið í fréttum á meðan deildin var í pásu þar sem tvær af stórstjörnum liðsins greindust með Covid-19. Argentíski sóknarmaðurinn Paulo Dybala og heimsmeistarinn Blaise Matuidi voru báðir í byrjunarliði Juventus gegn Napoli en þeir greindust með veiruna í apríl. Tók þá allt að sex vikur að losna við hana. Tuttosport er ekki eini miðillinn á Ítalíu sem hefur gagnrýnt sarri en í föstudagsútgáfu La Gazzetta dello Sport kom fram að blaðið reiknaði ekki með því að Sarri yrði á hliðarlínunni þegar næsta tímabil fer af stað. Þjálfarinn segist þó lítið hlusta á slíkt og eina sem skiptir hann máli er hvað yfirmönnum hans finnst. Þó svo að Sarri njóti trausts sem stendur þá er óvíst hversu lengi það endist. Sérstaklega þar sem liðið hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum. Þá virðist loks vera möguleiki á því að félagið verði ekki Ítalíumeistari en Juventus hefur unnið ítölsku úrvalsdeildina undanfarin átta ár. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Napoli bikameistari eftir vítaspyrnukeppni | Ófarir Sarri á Ítalíu halda áfram Napoli er ítalskur bikarmeistari eftir sigur á Juventus í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Farið var beint í vítaspyrnukeppni en í henni voru Napoli-menn sterkari. 17. júní 2020 21:10 Vítaklúður Ronaldos en Juve í bikarúrslit eftir stundarbrjálæði Rebic Keppni í ítalska fótboltanum hófst að nýju með stórleik í kvöld eftir hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins. Juventus komst þá áfram í úrslitaleik bikarkeppninnar. 12. júní 2020 21:02 Cristiano Ronaldo kom til baka í betra formi en hann var í fyrir COVID-19 hlé Cristiano Ronaldo er enginn venjulegur knattspyrnumaður og sannar það nánast við hvert tækifæri. Enn ein sönnunin er slegið upp í spænskum miðlum. 4. júní 2020 14:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira
Þó svo að Juventus tróni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þá á Maurizio Sarri, þjálfari liðsins, enn eftir að sannfæra marga um að hann sé rétti maðurinn í starfið. James Horncastle hjá The Athletic fór yfir gengi Juventus undir stjórns hins sérfróða og keðjureykjandi Sarri. Liðið tapaði ítalska Ofurbikarnum í desember og svo eftir að leikar hófust að nýju eftir að allt var sett á ís sökum kórónufaraldursins þá tapaði liðið Juventus fyrir Napoli í úrslitum ítalska bikarsins. Las fyrirsögnin í ítalska miðlinum Tuttosport einfaldlega „Skelfilegur Sarri.“ Ef til vill full hart miðað við tap í vítaspyrnukeppni en samt, Napoli er í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 39 stig á meðan Juventus er í efsta sæti með 63 stg. Staðan í Meistaradeildinni er ekki frábær en liðið tapaði fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum gegn Lyon með einu marki gegn engu í Frakklandi. Óvíst er hvenær síðari leikur liðanna fer fram – ef hann getur farið fram. Leikstíllinn sem Sarri spilar krefst mikillar orku og því eðlilegt að lið Juventus hafi verið ryðgað eftir Covid-pásuna svokölluðu. Þá var liðið mikið í fréttum á meðan deildin var í pásu þar sem tvær af stórstjörnum liðsins greindust með Covid-19. Argentíski sóknarmaðurinn Paulo Dybala og heimsmeistarinn Blaise Matuidi voru báðir í byrjunarliði Juventus gegn Napoli en þeir greindust með veiruna í apríl. Tók þá allt að sex vikur að losna við hana. Tuttosport er ekki eini miðillinn á Ítalíu sem hefur gagnrýnt sarri en í föstudagsútgáfu La Gazzetta dello Sport kom fram að blaðið reiknaði ekki með því að Sarri yrði á hliðarlínunni þegar næsta tímabil fer af stað. Þjálfarinn segist þó lítið hlusta á slíkt og eina sem skiptir hann máli er hvað yfirmönnum hans finnst. Þó svo að Sarri njóti trausts sem stendur þá er óvíst hversu lengi það endist. Sérstaklega þar sem liðið hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum. Þá virðist loks vera möguleiki á því að félagið verði ekki Ítalíumeistari en Juventus hefur unnið ítölsku úrvalsdeildina undanfarin átta ár.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Napoli bikameistari eftir vítaspyrnukeppni | Ófarir Sarri á Ítalíu halda áfram Napoli er ítalskur bikarmeistari eftir sigur á Juventus í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Farið var beint í vítaspyrnukeppni en í henni voru Napoli-menn sterkari. 17. júní 2020 21:10 Vítaklúður Ronaldos en Juve í bikarúrslit eftir stundarbrjálæði Rebic Keppni í ítalska fótboltanum hófst að nýju með stórleik í kvöld eftir hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins. Juventus komst þá áfram í úrslitaleik bikarkeppninnar. 12. júní 2020 21:02 Cristiano Ronaldo kom til baka í betra formi en hann var í fyrir COVID-19 hlé Cristiano Ronaldo er enginn venjulegur knattspyrnumaður og sannar það nánast við hvert tækifæri. Enn ein sönnunin er slegið upp í spænskum miðlum. 4. júní 2020 14:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira
Napoli bikameistari eftir vítaspyrnukeppni | Ófarir Sarri á Ítalíu halda áfram Napoli er ítalskur bikarmeistari eftir sigur á Juventus í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Farið var beint í vítaspyrnukeppni en í henni voru Napoli-menn sterkari. 17. júní 2020 21:10
Vítaklúður Ronaldos en Juve í bikarúrslit eftir stundarbrjálæði Rebic Keppni í ítalska fótboltanum hófst að nýju með stórleik í kvöld eftir hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins. Juventus komst þá áfram í úrslitaleik bikarkeppninnar. 12. júní 2020 21:02
Cristiano Ronaldo kom til baka í betra formi en hann var í fyrir COVID-19 hlé Cristiano Ronaldo er enginn venjulegur knattspyrnumaður og sannar það nánast við hvert tækifæri. Enn ein sönnunin er slegið upp í spænskum miðlum. 4. júní 2020 14:30