Fjögur ár síðan að Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á EM og Gummi Ben missti sig algjörlega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2020 11:00 Arnór Ingvi Traustason skorar sigurmarkið og fagnar svo með Birki Bjarnasyni. Getty/Shaun Botterill 22. júní er stór dagur í knattspyrnusögu Íslendinga því þar var á þessum degi fyrir fjórum árum sem íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum á EM. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló í gegn á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 sem var jafnframt fyrsta stórmót karlaliðsins frá upphafi. Íslenska liðið komst upp úr riðlinum og sló síðan Englendinga út úr sextán liða úrslitunum með eftirminnilegum hætti. Til þess að komast upp úr riðlinum þá þurftu íslensku strákarnir að ná hagstæðum úrslitum út úr lokaleik riðilsins sem var á móti Austurríki. Jafntefli hefði dugað íslenska liðinu til að komast áfram en liðið hefði þá mætt Króatíu í sextán liða úrslitunum. Íslensku strákarnir voru á öðru máli og lokin á leiknum voru afar eftirminnileg. UEFA rifjaði upp sigurmarkið í leiknum sem Arnór Ingvi Traustason skoraði í uppbótatíma eins og sjá má hér fyrir neðan. Arnor Ingvi Traustason's 94th-minute goal in Iceland's 2-1 win over Austria set up a meeting with England in the last 16 at EURO 2016!#OTD @footballiceland pic.twitter.com/JkiC98yzoB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 22, 2020 Austurríkismenn voru þarna í stórsókn því ekkert nema sigur dugði þeim til að komast upp úr riðlinum. Íslensku strákarnir náðu hins vegar frábærri skyndisókn þar sem Theódór Elmar Bjarnason komst upp allan völlinn og gaf hann fyrir á Arnór Ingva sem tryggði Íslandi 2-1 sigur. Þetta sigurmark þýddi að íslenska liðið endaði í öðru sæti í riðlinum og fékk leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Íslenska þjóðin fagnaði því ekki aðeins sigrinum í leikslok heldur einnig því að fá að mæta Englendingum í fyrsta sinn í keppnisleik. watch on YouTube Guðmundur Benediktsson lýsti leiknum heim til Íslands og lýsing hans vakti heimsathygli. Gummi Ben missti sig algjörlega þegar Arnór Ingvi skoraði og lýsing hans fór mjög víða. Þar á meðal í bandaríska skemmtiþætti eins og hjá Stephen Colbert eins og sjá má hér fyrir ofan. Farið var vel yfir leikinn í Sportpakkanum á Stöð 2 að kvöldi leikdags. Hægt er að horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira
22. júní er stór dagur í knattspyrnusögu Íslendinga því þar var á þessum degi fyrir fjórum árum sem íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum á EM. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló í gegn á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 sem var jafnframt fyrsta stórmót karlaliðsins frá upphafi. Íslenska liðið komst upp úr riðlinum og sló síðan Englendinga út úr sextán liða úrslitunum með eftirminnilegum hætti. Til þess að komast upp úr riðlinum þá þurftu íslensku strákarnir að ná hagstæðum úrslitum út úr lokaleik riðilsins sem var á móti Austurríki. Jafntefli hefði dugað íslenska liðinu til að komast áfram en liðið hefði þá mætt Króatíu í sextán liða úrslitunum. Íslensku strákarnir voru á öðru máli og lokin á leiknum voru afar eftirminnileg. UEFA rifjaði upp sigurmarkið í leiknum sem Arnór Ingvi Traustason skoraði í uppbótatíma eins og sjá má hér fyrir neðan. Arnor Ingvi Traustason's 94th-minute goal in Iceland's 2-1 win over Austria set up a meeting with England in the last 16 at EURO 2016!#OTD @footballiceland pic.twitter.com/JkiC98yzoB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 22, 2020 Austurríkismenn voru þarna í stórsókn því ekkert nema sigur dugði þeim til að komast upp úr riðlinum. Íslensku strákarnir náðu hins vegar frábærri skyndisókn þar sem Theódór Elmar Bjarnason komst upp allan völlinn og gaf hann fyrir á Arnór Ingva sem tryggði Íslandi 2-1 sigur. Þetta sigurmark þýddi að íslenska liðið endaði í öðru sæti í riðlinum og fékk leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Íslenska þjóðin fagnaði því ekki aðeins sigrinum í leikslok heldur einnig því að fá að mæta Englendingum í fyrsta sinn í keppnisleik. watch on YouTube Guðmundur Benediktsson lýsti leiknum heim til Íslands og lýsing hans vakti heimsathygli. Gummi Ben missti sig algjörlega þegar Arnór Ingvi skoraði og lýsing hans fór mjög víða. Þar á meðal í bandaríska skemmtiþætti eins og hjá Stephen Colbert eins og sjá má hér fyrir ofan. Farið var vel yfir leikinn í Sportpakkanum á Stöð 2 að kvöldi leikdags. Hægt er að horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira