Halda áfram á PGA þrátt fyrir smit – Óróleiki í ráshópnum Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2020 08:00 Nick Watney lék fyrsta hringinn á RBC Heritage mótinu en varð svo að hætta. VÍSIR/GETTY Hinn 39 ára gamli Nick Watney varð að hætta keppni á PGA-mótinu RBC Heritage eftir að hann reyndist smitaður af kórónuveirunni. Aðrir kylfingar munu halda áfram leik þrátt fyrir að málið hafi valdið einhverjum óróleika. Keppni á PGA-mótaröðinni er eitt af fyrstu skrefunum í að íþróttalíf í Bandaríkjunum komist aftur í sama far og fyrir kórónuveirufaraldurinn. Engir áhorfendur eru á mótunum og þurfa keppendur að fara eftir ýmsum reglum til að minnka smithættu. Allir fóru þeir í próf við komuna á mótið í Suður-Karólínu, þar á meðal Watney, en ekkert smit greindist þá. Watney lék fyrsta hring mótsins á fimmtudag en hætti svo. „Á föstudag, áður en hann mætti á mótsstað, sagðist hann finna fyrir einkennum og eftir að hann ráðfærði sig við lækni var tekið próf sem reyndist jákvætt,“ sagði í yfirlýsingu frá PGA-mótaröðinni. „Nick mun njóta fulls stuðnings PGA í bataferlinu og einangruninni sem nú tekur við, í samræmi við leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda. Með heilsu allra sem að mótaröðinni koma í huga hefur PGA-mótaröðin hafið viðbragðsaðgerðir í samráði við heilbrigðissérfræðinga, þar á meðal með þeim sem voru í mestum samskiptum við Nick,“ sagði í yfirlýsingunni. Hjartað sló hraðar og maður varð órólegur Luke List og Vaughn Taylor voru í ráshópi með Watney og héldu áfram keppni í gær. Taylor greindi frá því að starfsmaður mótaraðarinnar hefði sagt þeim frá veikindum Watney eftir fyrri níu holurnar í gær. „Ég fékk smá sjokk, ef ég á að segja eins og er. Hjartað fór að slá hraðar og maður varð svolítið órólegur,“ sagði Taylor. Þeir List og kylfusveinar voru strax teknir í próf til að sjá hvort að þeir hefðu smitast. „Ég var ekki í neinum nánum samskiptum við Nick í gær. Við héldum okkar fjarlægð og tókumst ekki í hendur. Strax eftir hringinn þá þvoði ég mér um hendurnar. Nick hóstaði aldrei eða hnerraði. Þess vegna líður mér ágætlega,“ sagði Taylor. Brooks Koepka veltir fyrir sér pútti á RBC Heritage mótinu.VÍSIR/GETTY Brooks Koepka, sem eitt sinn var efsti maður heimslistans, tók undir að það væri óþægilegt að vita til þess að smit hefði komið upp í keppendahópnum. „Það er óheppilegt að Nick hafi smitast. Á sama tíma vonar maður að þetta sé einangrað tilvik og að þetta dreifist ekki, því við stöndum frammi fyrir miklum vanda ef að þetta heldur svona áfram á komandi vikum,“ sagði Koepka. Mótið í Suður-Karólínu er aðeins annað mótið eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Í síðustu viku fór fram Charles Schwab Challenge þar sem 487 sýni voru tekin en ekkert reyndist jákvætt. Watney lék á því móti en komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Hinn 39 ára gamli Nick Watney varð að hætta keppni á PGA-mótinu RBC Heritage eftir að hann reyndist smitaður af kórónuveirunni. Aðrir kylfingar munu halda áfram leik þrátt fyrir að málið hafi valdið einhverjum óróleika. Keppni á PGA-mótaröðinni er eitt af fyrstu skrefunum í að íþróttalíf í Bandaríkjunum komist aftur í sama far og fyrir kórónuveirufaraldurinn. Engir áhorfendur eru á mótunum og þurfa keppendur að fara eftir ýmsum reglum til að minnka smithættu. Allir fóru þeir í próf við komuna á mótið í Suður-Karólínu, þar á meðal Watney, en ekkert smit greindist þá. Watney lék fyrsta hring mótsins á fimmtudag en hætti svo. „Á föstudag, áður en hann mætti á mótsstað, sagðist hann finna fyrir einkennum og eftir að hann ráðfærði sig við lækni var tekið próf sem reyndist jákvætt,“ sagði í yfirlýsingu frá PGA-mótaröðinni. „Nick mun njóta fulls stuðnings PGA í bataferlinu og einangruninni sem nú tekur við, í samræmi við leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda. Með heilsu allra sem að mótaröðinni koma í huga hefur PGA-mótaröðin hafið viðbragðsaðgerðir í samráði við heilbrigðissérfræðinga, þar á meðal með þeim sem voru í mestum samskiptum við Nick,“ sagði í yfirlýsingunni. Hjartað sló hraðar og maður varð órólegur Luke List og Vaughn Taylor voru í ráshópi með Watney og héldu áfram keppni í gær. Taylor greindi frá því að starfsmaður mótaraðarinnar hefði sagt þeim frá veikindum Watney eftir fyrri níu holurnar í gær. „Ég fékk smá sjokk, ef ég á að segja eins og er. Hjartað fór að slá hraðar og maður varð svolítið órólegur,“ sagði Taylor. Þeir List og kylfusveinar voru strax teknir í próf til að sjá hvort að þeir hefðu smitast. „Ég var ekki í neinum nánum samskiptum við Nick í gær. Við héldum okkar fjarlægð og tókumst ekki í hendur. Strax eftir hringinn þá þvoði ég mér um hendurnar. Nick hóstaði aldrei eða hnerraði. Þess vegna líður mér ágætlega,“ sagði Taylor. Brooks Koepka veltir fyrir sér pútti á RBC Heritage mótinu.VÍSIR/GETTY Brooks Koepka, sem eitt sinn var efsti maður heimslistans, tók undir að það væri óþægilegt að vita til þess að smit hefði komið upp í keppendahópnum. „Það er óheppilegt að Nick hafi smitast. Á sama tíma vonar maður að þetta sé einangrað tilvik og að þetta dreifist ekki, því við stöndum frammi fyrir miklum vanda ef að þetta heldur svona áfram á komandi vikum,“ sagði Koepka. Mótið í Suður-Karólínu er aðeins annað mótið eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Í síðustu viku fór fram Charles Schwab Challenge þar sem 487 sýni voru tekin en ekkert reyndist jákvætt. Watney lék á því móti en komst ekki í gegnum niðurskurðinn.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira