Undirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júní 2020 18:21 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Erla Björg Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og boðað til verkfalls ef ekki nást kjarasamningar fyrir mánudaginn. Boðað var til samningafundar klukkan tíu í morgun og átti hann að standa til klukkan tólf. Fundurinn stóð þó lengur en áætlað var og lauk honum á fimmta tímanum án niðurstöðu. Ríkissáttasemjari hefur boðað til annars fundar í deilunni á morgun og hefst hann klukkan hálf tíu. Í samtali við fréttastofu sagði ríkissáttasemjari að staðan væri snúin. Forstjóri Landspítalans hefur þungar áhyggjur af stöðunni komi til verkfalls. Erfiður vetur sé að baki þar sem hjúkrunarfræðingar voru hryggjarstykkið í starfssemi heilbrigðiskerfisins. Staðan sem nú er uppi sé því afleidd og leggur hann áherslu á að samningar náist. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu hefur einnig þungar áhyggjur af yfirvofandi verkfalli. Komi til verkfalls verður einungis hægt að veita bráðnauðsynlega þjónustu. Almenn símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga mun að öllum líkindum falla niður auk netspjalls. Ungbarnavernd og heilsuvernd aldraða raskast verulega auk þess sem heimahjúkrun verði unnin eftir neyðaráætlun. 179 hjúkrunarfræðingar eru á launaskrá hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í mismunandi stöðuhlutföllum. 27 störf hjúkrunarfræðinga eru á öryggislista og sinna þeir bráðnauðsynlegum störfum í verkfalli. 15 ríkisreknar heilsugæslustöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu og verður því um einn hjúkrunarfræðingur á hverri vakt verði af verkfalli. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17 Taka daginn frá undir viðræðurnar Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskar hjúkrunarfræðinga koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 10. 19. júní 2020 09:59 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og boðað til verkfalls ef ekki nást kjarasamningar fyrir mánudaginn. Boðað var til samningafundar klukkan tíu í morgun og átti hann að standa til klukkan tólf. Fundurinn stóð þó lengur en áætlað var og lauk honum á fimmta tímanum án niðurstöðu. Ríkissáttasemjari hefur boðað til annars fundar í deilunni á morgun og hefst hann klukkan hálf tíu. Í samtali við fréttastofu sagði ríkissáttasemjari að staðan væri snúin. Forstjóri Landspítalans hefur þungar áhyggjur af stöðunni komi til verkfalls. Erfiður vetur sé að baki þar sem hjúkrunarfræðingar voru hryggjarstykkið í starfssemi heilbrigðiskerfisins. Staðan sem nú er uppi sé því afleidd og leggur hann áherslu á að samningar náist. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu hefur einnig þungar áhyggjur af yfirvofandi verkfalli. Komi til verkfalls verður einungis hægt að veita bráðnauðsynlega þjónustu. Almenn símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga mun að öllum líkindum falla niður auk netspjalls. Ungbarnavernd og heilsuvernd aldraða raskast verulega auk þess sem heimahjúkrun verði unnin eftir neyðaráætlun. 179 hjúkrunarfræðingar eru á launaskrá hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í mismunandi stöðuhlutföllum. 27 störf hjúkrunarfræðinga eru á öryggislista og sinna þeir bráðnauðsynlegum störfum í verkfalli. 15 ríkisreknar heilsugæslustöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu og verður því um einn hjúkrunarfræðingur á hverri vakt verði af verkfalli.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17 Taka daginn frá undir viðræðurnar Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskar hjúkrunarfræðinga koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 10. 19. júní 2020 09:59 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17
Taka daginn frá undir viðræðurnar Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskar hjúkrunarfræðinga koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 10. 19. júní 2020 09:59