Undirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júní 2020 18:21 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Erla Björg Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og boðað til verkfalls ef ekki nást kjarasamningar fyrir mánudaginn. Boðað var til samningafundar klukkan tíu í morgun og átti hann að standa til klukkan tólf. Fundurinn stóð þó lengur en áætlað var og lauk honum á fimmta tímanum án niðurstöðu. Ríkissáttasemjari hefur boðað til annars fundar í deilunni á morgun og hefst hann klukkan hálf tíu. Í samtali við fréttastofu sagði ríkissáttasemjari að staðan væri snúin. Forstjóri Landspítalans hefur þungar áhyggjur af stöðunni komi til verkfalls. Erfiður vetur sé að baki þar sem hjúkrunarfræðingar voru hryggjarstykkið í starfssemi heilbrigðiskerfisins. Staðan sem nú er uppi sé því afleidd og leggur hann áherslu á að samningar náist. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu hefur einnig þungar áhyggjur af yfirvofandi verkfalli. Komi til verkfalls verður einungis hægt að veita bráðnauðsynlega þjónustu. Almenn símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga mun að öllum líkindum falla niður auk netspjalls. Ungbarnavernd og heilsuvernd aldraða raskast verulega auk þess sem heimahjúkrun verði unnin eftir neyðaráætlun. 179 hjúkrunarfræðingar eru á launaskrá hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í mismunandi stöðuhlutföllum. 27 störf hjúkrunarfræðinga eru á öryggislista og sinna þeir bráðnauðsynlegum störfum í verkfalli. 15 ríkisreknar heilsugæslustöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu og verður því um einn hjúkrunarfræðingur á hverri vakt verði af verkfalli. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17 Taka daginn frá undir viðræðurnar Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskar hjúkrunarfræðinga koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 10. 19. júní 2020 09:59 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og boðað til verkfalls ef ekki nást kjarasamningar fyrir mánudaginn. Boðað var til samningafundar klukkan tíu í morgun og átti hann að standa til klukkan tólf. Fundurinn stóð þó lengur en áætlað var og lauk honum á fimmta tímanum án niðurstöðu. Ríkissáttasemjari hefur boðað til annars fundar í deilunni á morgun og hefst hann klukkan hálf tíu. Í samtali við fréttastofu sagði ríkissáttasemjari að staðan væri snúin. Forstjóri Landspítalans hefur þungar áhyggjur af stöðunni komi til verkfalls. Erfiður vetur sé að baki þar sem hjúkrunarfræðingar voru hryggjarstykkið í starfssemi heilbrigðiskerfisins. Staðan sem nú er uppi sé því afleidd og leggur hann áherslu á að samningar náist. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu hefur einnig þungar áhyggjur af yfirvofandi verkfalli. Komi til verkfalls verður einungis hægt að veita bráðnauðsynlega þjónustu. Almenn símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga mun að öllum líkindum falla niður auk netspjalls. Ungbarnavernd og heilsuvernd aldraða raskast verulega auk þess sem heimahjúkrun verði unnin eftir neyðaráætlun. 179 hjúkrunarfræðingar eru á launaskrá hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í mismunandi stöðuhlutföllum. 27 störf hjúkrunarfræðinga eru á öryggislista og sinna þeir bráðnauðsynlegum störfum í verkfalli. 15 ríkisreknar heilsugæslustöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu og verður því um einn hjúkrunarfræðingur á hverri vakt verði af verkfalli.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17 Taka daginn frá undir viðræðurnar Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskar hjúkrunarfræðinga koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 10. 19. júní 2020 09:59 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17
Taka daginn frá undir viðræðurnar Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskar hjúkrunarfræðinga koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 10. 19. júní 2020 09:59