Undirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júní 2020 18:21 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Erla Björg Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og boðað til verkfalls ef ekki nást kjarasamningar fyrir mánudaginn. Boðað var til samningafundar klukkan tíu í morgun og átti hann að standa til klukkan tólf. Fundurinn stóð þó lengur en áætlað var og lauk honum á fimmta tímanum án niðurstöðu. Ríkissáttasemjari hefur boðað til annars fundar í deilunni á morgun og hefst hann klukkan hálf tíu. Í samtali við fréttastofu sagði ríkissáttasemjari að staðan væri snúin. Forstjóri Landspítalans hefur þungar áhyggjur af stöðunni komi til verkfalls. Erfiður vetur sé að baki þar sem hjúkrunarfræðingar voru hryggjarstykkið í starfssemi heilbrigðiskerfisins. Staðan sem nú er uppi sé því afleidd og leggur hann áherslu á að samningar náist. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu hefur einnig þungar áhyggjur af yfirvofandi verkfalli. Komi til verkfalls verður einungis hægt að veita bráðnauðsynlega þjónustu. Almenn símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga mun að öllum líkindum falla niður auk netspjalls. Ungbarnavernd og heilsuvernd aldraða raskast verulega auk þess sem heimahjúkrun verði unnin eftir neyðaráætlun. 179 hjúkrunarfræðingar eru á launaskrá hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í mismunandi stöðuhlutföllum. 27 störf hjúkrunarfræðinga eru á öryggislista og sinna þeir bráðnauðsynlegum störfum í verkfalli. 15 ríkisreknar heilsugæslustöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu og verður því um einn hjúkrunarfræðingur á hverri vakt verði af verkfalli. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17 Taka daginn frá undir viðræðurnar Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskar hjúkrunarfræðinga koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 10. 19. júní 2020 09:59 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Sjá meira
Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og boðað til verkfalls ef ekki nást kjarasamningar fyrir mánudaginn. Boðað var til samningafundar klukkan tíu í morgun og átti hann að standa til klukkan tólf. Fundurinn stóð þó lengur en áætlað var og lauk honum á fimmta tímanum án niðurstöðu. Ríkissáttasemjari hefur boðað til annars fundar í deilunni á morgun og hefst hann klukkan hálf tíu. Í samtali við fréttastofu sagði ríkissáttasemjari að staðan væri snúin. Forstjóri Landspítalans hefur þungar áhyggjur af stöðunni komi til verkfalls. Erfiður vetur sé að baki þar sem hjúkrunarfræðingar voru hryggjarstykkið í starfssemi heilbrigðiskerfisins. Staðan sem nú er uppi sé því afleidd og leggur hann áherslu á að samningar náist. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu hefur einnig þungar áhyggjur af yfirvofandi verkfalli. Komi til verkfalls verður einungis hægt að veita bráðnauðsynlega þjónustu. Almenn símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga mun að öllum líkindum falla niður auk netspjalls. Ungbarnavernd og heilsuvernd aldraða raskast verulega auk þess sem heimahjúkrun verði unnin eftir neyðaráætlun. 179 hjúkrunarfræðingar eru á launaskrá hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í mismunandi stöðuhlutföllum. 27 störf hjúkrunarfræðinga eru á öryggislista og sinna þeir bráðnauðsynlegum störfum í verkfalli. 15 ríkisreknar heilsugæslustöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu og verður því um einn hjúkrunarfræðingur á hverri vakt verði af verkfalli.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17 Taka daginn frá undir viðræðurnar Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskar hjúkrunarfræðinga koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 10. 19. júní 2020 09:59 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Sjá meira
Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17
Taka daginn frá undir viðræðurnar Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskar hjúkrunarfræðinga koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 10. 19. júní 2020 09:59