Ragnar eftir kinnbeinsbrotið: Af hverju er ekki refsað eins fyrir brot í lofti? Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2020 19:00 Ragnar Bragi Sveinsson á heimavelli sínum í Árbænum í dag. mynd/stöð 2 „Djöfull var þetta vont. Þegar ég fór að þreifa á andlitinu á mér og fann að það var einhver hola þarna inn, þá hugsaði ég með mér að þetta væri eitthvað skrýtið,“ sagði Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, sem meiddist í leik við Stjörnuna í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á mánudag. Ragnar Bragi kinnbeinsbrotnaði eftir samstuð við Daníel Laxdal og verðu frá keppni næstu vikurnar. Hann ræddi við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2: „Þetta er drullusvekkjandi og ansi pirrandi, að missa af fyrsta heimaleiknum og næstu leikjum. Það er hörkubarátta fram undan. En við erum með stóran og sterkan hóp, góða stráka, svo það mun einhver fylla í skarðið fyrir mig á meðan,“ sagði Ragnar Bragi sem virðist hins vegar hafa sloppið við heilahristing: „Ég dett ekkert út, rotast ekkert eða missi meðvitund, og man eftir öllu. Ég held ég hafi því sloppið nokkuð vel þar. Ég má ekki við því að skaddast mikið meira þar svo ég er nokkuð sáttur við það.“ Ummæli Rúnars fóru í taugarnar á Fylkismönnum Nokkuð hefur verið rætt um þá staðreynd að Ólafur Ingi Skúlason fékk rautt spjald fyrir slæma tæklingu á Alex Þór Hauksson - brotið kallaði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnumanna árás - en Daníel var ekki áminntur fyrir brot sitt á Ragnari Braga. „Það er fullt af umræðu sem er bara nauðsynlegt að taka eftir svona leik. Hver er munurinn á því að fara of seint í tæklingu eða of seint í svona skallabolta. Af hverju er ekki alveg eins einhver afleiðing af því, alveg eins og af því að tækla á jörðinni? Í rauninni getur þetta verið mikið alvarlega en einhver tækling í lappir. En ég er ekki að segja á nokkurn hátt að Daníel hafi verið að reyna þetta eða eitthvað slíkt. Þetta var bara óheppni, hann seinn í návígi, en það hefði alveg mátt gera eitthvað,“ sagði Ragnar Bragi, sem kveðst ekki óánægður með rauða spjaldið sem Ólafur Ingi fékk: „Eins og Óli segir sjálfur þá var hann of seinn og fékk réttilega spjald fyrir það, en það sem pirrar okkur Fylkismenn verulega er að þjálfari Stjörnunnar skuli fara í viðtal og ásaka Óla um að þetta hafi verið árás og eitthvað þvíumlíkt, sem er hálfglórulaust. Það fer aðeins í taugarnar á okkur.“ Klippa: Sportpakkinn - Ragnar Bragi kinnbeinsbrotnaði gegn Stjörnunni Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Fylkir Stjarnan Tengdar fréttir Ólafur Ingi um Rúnar Pál: Með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár Ólafur Ingi Skúlason, aðstoðarþjálfari og fyrirliði Fylkis, lét gamminn geisa á Twitter í gær en Ólafur Ingi fékk rautt spjald í leik Fylkis og Stjörnunnar fyrr í vikunni. 19. júní 2020 07:30 Sjáðu þegar hola myndaðist í andliti Ragnars Braga - Frá keppni næstu vikurnar Ragnar Bragi Sveinsson verður ekki með Fylki næstu vikurnar eftir að hann skall illa með höfuðið saman við Daníel Laxdal í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. 16. júní 2020 08:54 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
„Djöfull var þetta vont. Þegar ég fór að þreifa á andlitinu á mér og fann að það var einhver hola þarna inn, þá hugsaði ég með mér að þetta væri eitthvað skrýtið,“ sagði Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, sem meiddist í leik við Stjörnuna í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á mánudag. Ragnar Bragi kinnbeinsbrotnaði eftir samstuð við Daníel Laxdal og verðu frá keppni næstu vikurnar. Hann ræddi við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2: „Þetta er drullusvekkjandi og ansi pirrandi, að missa af fyrsta heimaleiknum og næstu leikjum. Það er hörkubarátta fram undan. En við erum með stóran og sterkan hóp, góða stráka, svo það mun einhver fylla í skarðið fyrir mig á meðan,“ sagði Ragnar Bragi sem virðist hins vegar hafa sloppið við heilahristing: „Ég dett ekkert út, rotast ekkert eða missi meðvitund, og man eftir öllu. Ég held ég hafi því sloppið nokkuð vel þar. Ég má ekki við því að skaddast mikið meira þar svo ég er nokkuð sáttur við það.“ Ummæli Rúnars fóru í taugarnar á Fylkismönnum Nokkuð hefur verið rætt um þá staðreynd að Ólafur Ingi Skúlason fékk rautt spjald fyrir slæma tæklingu á Alex Þór Hauksson - brotið kallaði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnumanna árás - en Daníel var ekki áminntur fyrir brot sitt á Ragnari Braga. „Það er fullt af umræðu sem er bara nauðsynlegt að taka eftir svona leik. Hver er munurinn á því að fara of seint í tæklingu eða of seint í svona skallabolta. Af hverju er ekki alveg eins einhver afleiðing af því, alveg eins og af því að tækla á jörðinni? Í rauninni getur þetta verið mikið alvarlega en einhver tækling í lappir. En ég er ekki að segja á nokkurn hátt að Daníel hafi verið að reyna þetta eða eitthvað slíkt. Þetta var bara óheppni, hann seinn í návígi, en það hefði alveg mátt gera eitthvað,“ sagði Ragnar Bragi, sem kveðst ekki óánægður með rauða spjaldið sem Ólafur Ingi fékk: „Eins og Óli segir sjálfur þá var hann of seinn og fékk réttilega spjald fyrir það, en það sem pirrar okkur Fylkismenn verulega er að þjálfari Stjörnunnar skuli fara í viðtal og ásaka Óla um að þetta hafi verið árás og eitthvað þvíumlíkt, sem er hálfglórulaust. Það fer aðeins í taugarnar á okkur.“ Klippa: Sportpakkinn - Ragnar Bragi kinnbeinsbrotnaði gegn Stjörnunni
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Fylkir Stjarnan Tengdar fréttir Ólafur Ingi um Rúnar Pál: Með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár Ólafur Ingi Skúlason, aðstoðarþjálfari og fyrirliði Fylkis, lét gamminn geisa á Twitter í gær en Ólafur Ingi fékk rautt spjald í leik Fylkis og Stjörnunnar fyrr í vikunni. 19. júní 2020 07:30 Sjáðu þegar hola myndaðist í andliti Ragnars Braga - Frá keppni næstu vikurnar Ragnar Bragi Sveinsson verður ekki með Fylki næstu vikurnar eftir að hann skall illa með höfuðið saman við Daníel Laxdal í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. 16. júní 2020 08:54 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Ólafur Ingi um Rúnar Pál: Með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár Ólafur Ingi Skúlason, aðstoðarþjálfari og fyrirliði Fylkis, lét gamminn geisa á Twitter í gær en Ólafur Ingi fékk rautt spjald í leik Fylkis og Stjörnunnar fyrr í vikunni. 19. júní 2020 07:30
Sjáðu þegar hola myndaðist í andliti Ragnars Braga - Frá keppni næstu vikurnar Ragnar Bragi Sveinsson verður ekki með Fylki næstu vikurnar eftir að hann skall illa með höfuðið saman við Daníel Laxdal í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. 16. júní 2020 08:54