Innlent

Fimm­tán sækjast eftir em­bætti héraðs­dómara

Atli Ísleifsson skrifar
Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. Vísir/Vilhelm

Alls sóttu fimmtán manns um stöðu héraðsdómara með fasta starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness.

Umsóknarfrestur ran út þann 15. júní og er miðað við að skipað verði í embættið frá og með 1. ágúst 2020.

Umsækjendur um embættið eru:

  • Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur/aðstoðarsaksóknari
  • Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður
  • Guðfinnur Stefánsson, aðstoðarmaður héraðsdómara
  • Guðmundína Ragnarsdóttir, lögmaður
  • Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor
  • Herdís Hallmarsdóttir, lögmaður
  • Höskuldur Þórhallsson, lögmaður
  • Ingi Tryggvason, lögmaður
  • Ingólfur Vignir Guðmundsson, lögmaður
  • Ólafur Egill Jónsson, aðstoðarmaður héraðsdómara
  • Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lektor
  • Sigurður Jónsson, lögmaður
  • Sólveig Ingadóttir, aðstoðarmaður héraðsdómara
  • Súsanna Björg Fróðadóttir, aðstoðarsaksóknari
  • Þórhallur Haukur Þorvaldsson, lögmaður

Umsóknirnar eru nú til meðferðar hjá dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti dómara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×