Fallon Sherrock, fyrsti kvenmaðurinn til þess að vinna leik á HM í pílu, lenti heldur betur í reiðum netverja um helgina.
Sherrock sló í gegn á HM í Alexandra Palace í desember og hefur vakið mikla athygli síðan þá en undanfarið hefur hún verið að spila í Modus Icons mótinu sem fer fram í gegnum netið.
All I did was not win a game of darts, this is so wrong pic.twitter.com/Gzo6UQPXEP
— Fallon Sherrock (@Fsherrock) June 18, 2020
Eftir að hafa tapað einum leiknum í gær þá beið Sherrock óhugnanleg skilaboð þar sem netverji sendi henni einkaskilaboð á Twitter.
Sherrock tók skjáskot af skilaboðunum og setti á Twitter-síðu sína. Hefur hún fengið mikil viðbrögð við færslunni og boxarinn Anthony Fowler hvatti hana m.a. til dáða, að láta þessar rottur ekki hafa áhrif á hana.
Don t let these rats get you down
— Anthony Fowler (@afowler06) June 18, 2020
Hún hafði betur í tveimur leikjum á þriðjudaginn en vann einungis einn leik á miðvikudaginn og er hún á botni deildarinnar.