Áfall að greinast með kórónuveiruna eftir lögreglustörf Sylvía Hall skrifar 17. júní 2020 22:31 Íris Edda Heimisdóttir starfar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hún hefur nú verið í einangrun í tvo daga eftir að hún greindist með kórónuveiruna. Vísir/Aðsend/Vilhelm Íris Edda Heimisdóttir, lögreglukonan sem smitaðist af kórónuveirunni eftir að hafa tekið þátt í aðgerðum vegna Rúmenanna sem komu hingað til lands í síðustu viku, segir það hafa verið áfall að greinast með veiruna eftir að hafa sinnt starfi sínu. Líf hennar hafi verið sett á ís og það sé erfitt að geta ekki umgengist fjölskyldu sína. Niðurstaða sýnatöku leiddi í ljós að Íris væri smituð fyrir tveimur dögum síðan. Hún hefur verið í einangrun síðan og segir hún það hafa tekið á, en hún ætli sér að takast á við þetta með jákvæðnina að vopni. „Ég reyni að skipuleggja hvern dag, svo hver dagur hafi tilgang. Hugsa mikið um börnin mín, maka og fjölskyldu, þau hjálpa mér að vera jákvæð. Ég tala nú ekki um félagastuðninginn, samstarfsfélaga sem hafa komið hlaupandi og aðstoðað á öllum vígstöðvum. Ég er afar þakklát fyrir það,“ segir Íris í samtali við Vísi. Fékk fljótlega ónotatilfinningu þegar hún var send í sóttkví Íris starfar hjá lögreglunni á Suðurlandi og var á meðal þeirra lögreglumanna sem voru sendir í sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við mennina þegar þeir voru handteknir. Hún segir eftir á að hyggja ekki hafa komið á óvart að hún hafi smitast, enda var hún í miklum samskiptum við þá. „Ég fór að fá ónotatilfinningu með þetta fljótlega eftir að við vorum komin í sóttkví. Ef einhver af okkur hefði fengið þetta þá hefði ég sennilega verið líklegust þar sem að ég var í þeirri stöðu að vera í miklum samskiptum við þessa aðila í langan tíma í ekki svo stóru rými. En niðurstaða barst svo eftir 4 daga í sóttkví. Það var mikið áfall,“ segir Íris. Hún segir helstu einkenni vera hefðbundin flensueinkenni en hún sé þó alveg raddlaus. Nú taki við bataferli sem tekur vonandi stuttan tíma. „Hálsbólgu, slím í hálsi sem leiðir niður í lungu og beinverki. Þannig er staðan á mér í dag.“ Hún segir það hafa verið óvænt og erfitt að greinast með veiruna nú þegar útlit var fyrir að faraldurinn væri á niðurleið. „Vissulega var það áfall. Ég var búin að leyfa mér að vona það að ég myndi sleppa. Ég var með þá von í huga að þetta væri að taka enda eða að veiran væri allavega á niðurleið, sem að ég vissi ekki betur en að hefði verið.“ Þá bjóst hún alls ekki við því að greinast með veiruna við það eitt að sinna starfi sínu. „Ég vissi heldur ekki betur en að landið hefði átt að vera lokað. Það var ekkert sem benti til þess að þessir aðilar hefðu verið að koma til landsins.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Hinir Rúmenarnir ekki smitaðir af kórónuveirunni Greind hafa verið sýni úr öllum þeim ellefu rúmensku ríkisborgurum sem dvelja nú í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. 15. júní 2020 17:58 Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20 Inga heimtar opinbera rannsókn á komu rúmensku „glæpamannanna“ Formaður Flokks fólksins segir ólíðandi að kórónusýktir glæpamenn valsi hér um eins og ekkert sé. 15. júní 2020 16:15 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Íris Edda Heimisdóttir, lögreglukonan sem smitaðist af kórónuveirunni eftir að hafa tekið þátt í aðgerðum vegna Rúmenanna sem komu hingað til lands í síðustu viku, segir það hafa verið áfall að greinast með veiruna eftir að hafa sinnt starfi sínu. Líf hennar hafi verið sett á ís og það sé erfitt að geta ekki umgengist fjölskyldu sína. Niðurstaða sýnatöku leiddi í ljós að Íris væri smituð fyrir tveimur dögum síðan. Hún hefur verið í einangrun síðan og segir hún það hafa tekið á, en hún ætli sér að takast á við þetta með jákvæðnina að vopni. „Ég reyni að skipuleggja hvern dag, svo hver dagur hafi tilgang. Hugsa mikið um börnin mín, maka og fjölskyldu, þau hjálpa mér að vera jákvæð. Ég tala nú ekki um félagastuðninginn, samstarfsfélaga sem hafa komið hlaupandi og aðstoðað á öllum vígstöðvum. Ég er afar þakklát fyrir það,“ segir Íris í samtali við Vísi. Fékk fljótlega ónotatilfinningu þegar hún var send í sóttkví Íris starfar hjá lögreglunni á Suðurlandi og var á meðal þeirra lögreglumanna sem voru sendir í sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við mennina þegar þeir voru handteknir. Hún segir eftir á að hyggja ekki hafa komið á óvart að hún hafi smitast, enda var hún í miklum samskiptum við þá. „Ég fór að fá ónotatilfinningu með þetta fljótlega eftir að við vorum komin í sóttkví. Ef einhver af okkur hefði fengið þetta þá hefði ég sennilega verið líklegust þar sem að ég var í þeirri stöðu að vera í miklum samskiptum við þessa aðila í langan tíma í ekki svo stóru rými. En niðurstaða barst svo eftir 4 daga í sóttkví. Það var mikið áfall,“ segir Íris. Hún segir helstu einkenni vera hefðbundin flensueinkenni en hún sé þó alveg raddlaus. Nú taki við bataferli sem tekur vonandi stuttan tíma. „Hálsbólgu, slím í hálsi sem leiðir niður í lungu og beinverki. Þannig er staðan á mér í dag.“ Hún segir það hafa verið óvænt og erfitt að greinast með veiruna nú þegar útlit var fyrir að faraldurinn væri á niðurleið. „Vissulega var það áfall. Ég var búin að leyfa mér að vona það að ég myndi sleppa. Ég var með þá von í huga að þetta væri að taka enda eða að veiran væri allavega á niðurleið, sem að ég vissi ekki betur en að hefði verið.“ Þá bjóst hún alls ekki við því að greinast með veiruna við það eitt að sinna starfi sínu. „Ég vissi heldur ekki betur en að landið hefði átt að vera lokað. Það var ekkert sem benti til þess að þessir aðilar hefðu verið að koma til landsins.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Hinir Rúmenarnir ekki smitaðir af kórónuveirunni Greind hafa verið sýni úr öllum þeim ellefu rúmensku ríkisborgurum sem dvelja nú í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. 15. júní 2020 17:58 Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20 Inga heimtar opinbera rannsókn á komu rúmensku „glæpamannanna“ Formaður Flokks fólksins segir ólíðandi að kórónusýktir glæpamenn valsi hér um eins og ekkert sé. 15. júní 2020 16:15 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Hinir Rúmenarnir ekki smitaðir af kórónuveirunni Greind hafa verið sýni úr öllum þeim ellefu rúmensku ríkisborgurum sem dvelja nú í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. 15. júní 2020 17:58
Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20
Inga heimtar opinbera rannsókn á komu rúmensku „glæpamannanna“ Formaður Flokks fólksins segir ólíðandi að kórónusýktir glæpamenn valsi hér um eins og ekkert sé. 15. júní 2020 16:15
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent