Samkomutakmarkanir settu mark sitt á hátíðarhöld Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. júní 2020 20:00 Forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með því hvernig opnun landamæranna tekst til og brugðist verði við með afgerandi hætti gerist þess þörf. Ráðherrann ávarpaði gesti á Austurvelli í dag en samkomutakmarkanir settu mark sitt á hátíðarhöld í tilefni af 17. júní um allt land. Þjóðhátíðardeginum var fangað með nokkuð óhefðbundnum hætti í dag vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar. Ekki fleiri en fimm hundruð mega koma saman. Uppákomur voru víða um land. Fjölmargir komu saman í blíðunni á Klambratúni í dag til að fagna deginum.Vísir/Sigurjón Á Austurvelli voru hátíðarhöld með fremur hefðbundnum hætti þar sem Katrín Jakobsdóttir hélt meðal annars ræðu. Hún gerði opnun landamæranna að umtalsefni í ræðu sinni. „Stjórnvöld munu fylgjast grannt með hvernig til tekst og bregðast hratt við með afgerandi hætti, gerist þess þörf. Við verðum áfram að gæta ítrustu varfærni, enda geisar faraldurinn enn víða um heim og gæti blossað upp aftur hér.“ Hún sagði réttinn til að mótmæla mikilvægan. „Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti.“ Mótmælendur mættu á Austurvöll Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri segir að í við færri hafi mætt á Austurvöll í dag til að fylgjast með hátíðarhöldunum en oft áður. Hann telur samkomutakmarkanir hafi verið virtar að fullu og ekki fleiri en fimm hundruð gestir verið á svæðinu. „Ég hef ekki trú á því. Þetta hefur allt verið innan marka.“ Nokkrir mótmælendur mættu á Austurvöll. Annars vegar kröfðust þeir þess að fá nýja stjórnarskrá og hins vegar að breytingar verði gerðar á kvótakerfinu. Edda Björgvinsdóttir leikkona var fjallkonan í ár.Vísir/Sigurjón Edda Björgvinsdóttir leikkona var fjallkonan í ár en hún frumflutti ljóð í tilefni dagsins. „Honum lauk þessum vetri sem sífellt minnti á sig og færði okkur óveður, snjóflóð, jarðskjálfta, farsótt. Hann er liðinn þessi vetur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál 17. júní Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af manni sem truflaði hátíðarhöldin á Austurvelli Karlmaður var handtekinn á Austurvelli eftir að hann truflaði hátíðarhöld sem standa nú yfir í tilefni þjóðhátíðardags okkar Íslendinga. 17. júní 2020 11:22 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með því hvernig opnun landamæranna tekst til og brugðist verði við með afgerandi hætti gerist þess þörf. Ráðherrann ávarpaði gesti á Austurvelli í dag en samkomutakmarkanir settu mark sitt á hátíðarhöld í tilefni af 17. júní um allt land. Þjóðhátíðardeginum var fangað með nokkuð óhefðbundnum hætti í dag vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar. Ekki fleiri en fimm hundruð mega koma saman. Uppákomur voru víða um land. Fjölmargir komu saman í blíðunni á Klambratúni í dag til að fagna deginum.Vísir/Sigurjón Á Austurvelli voru hátíðarhöld með fremur hefðbundnum hætti þar sem Katrín Jakobsdóttir hélt meðal annars ræðu. Hún gerði opnun landamæranna að umtalsefni í ræðu sinni. „Stjórnvöld munu fylgjast grannt með hvernig til tekst og bregðast hratt við með afgerandi hætti, gerist þess þörf. Við verðum áfram að gæta ítrustu varfærni, enda geisar faraldurinn enn víða um heim og gæti blossað upp aftur hér.“ Hún sagði réttinn til að mótmæla mikilvægan. „Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti.“ Mótmælendur mættu á Austurvöll Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri segir að í við færri hafi mætt á Austurvöll í dag til að fylgjast með hátíðarhöldunum en oft áður. Hann telur samkomutakmarkanir hafi verið virtar að fullu og ekki fleiri en fimm hundruð gestir verið á svæðinu. „Ég hef ekki trú á því. Þetta hefur allt verið innan marka.“ Nokkrir mótmælendur mættu á Austurvöll. Annars vegar kröfðust þeir þess að fá nýja stjórnarskrá og hins vegar að breytingar verði gerðar á kvótakerfinu. Edda Björgvinsdóttir leikkona var fjallkonan í ár.Vísir/Sigurjón Edda Björgvinsdóttir leikkona var fjallkonan í ár en hún frumflutti ljóð í tilefni dagsins. „Honum lauk þessum vetri sem sífellt minnti á sig og færði okkur óveður, snjóflóð, jarðskjálfta, farsótt. Hann er liðinn þessi vetur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál 17. júní Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af manni sem truflaði hátíðarhöldin á Austurvelli Karlmaður var handtekinn á Austurvelli eftir að hann truflaði hátíðarhöld sem standa nú yfir í tilefni þjóðhátíðardags okkar Íslendinga. 17. júní 2020 11:22 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Lögreglan hafði afskipti af manni sem truflaði hátíðarhöldin á Austurvelli Karlmaður var handtekinn á Austurvelli eftir að hann truflaði hátíðarhöld sem standa nú yfir í tilefni þjóðhátíðardags okkar Íslendinga. 17. júní 2020 11:22