David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City Anton Ingi Leifsson skrifar 17. júní 2020 21:15 David Luiz fær að líta rauða spjaldið. vísir/getty David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. City-menn voru sterkari framan af leik en Arsenal þurfti að gera tvær breytingar á liði sínu á fyrstu 22 mínútunum. Granit Xhaka og Pablo Mari fóru báðir af velli vegna meiðsla og Daniel Ceballos og David Luiz komu inn. Raheem Sterling kom City yfir eftir hörmuleg mistök David Luiz í uppbótartíma fyrri hálfleiks en fram að því hafði Sterling farið illa með góð færi. Heimamenn í City 1-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn. David Luiz in the Premier League since returning to Chelsea:2016/17: 0 penalties conceded2017/18: 0 penalties conceded2018/19: 0 penalties conceded*joins Arsenal*2019/20: 4 penalties conceded pic.twitter.com/zSRWuQyUbF— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020 Martraðardagur David Luiz var ekki á enda. Síðari hálfleikur var ekki nema fimm mínútna gamall er hann missti Riyad Mahrez frá sér, braut á honum og vítaspyrna var dæmd. Í þokkabót fékk Luiz rauða spjaldið. Kevin De Bruyne fór á punktinn og skoraði af öryggi. Hlé þurfti að gera á leiknum undir lok leiksins er markvörðurinn Ederson og Eric Garcia lentu illa saman. Miðvörðurinn var borinn af velli en varamaðurinn Phil Foden bætti við þriðja markinu í uppbótartíma. Lokatölur 3-0. Get well soon, @EricGM3! pic.twitter.com/CQpKS4LzcC— SPORF (@Sporf) June 17, 2020 City er í 2. sætinu, 22 stigum á eftir Liverpool, en Bítlaborgarliðið getur þar af leiðandi ekki tryggt sér titilinn um helgina. Arsenal er í 9. sætinu, 20 stigum á eftir City. Arsenal have now failed to win any of their last 26 Premier League away games against 'Big Six' teams.LDLDLDDDLLLLLDLLLLDLLDLDDLThe n e w normal. pic.twitter.com/3AYtHKVNVV— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020
David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. City-menn voru sterkari framan af leik en Arsenal þurfti að gera tvær breytingar á liði sínu á fyrstu 22 mínútunum. Granit Xhaka og Pablo Mari fóru báðir af velli vegna meiðsla og Daniel Ceballos og David Luiz komu inn. Raheem Sterling kom City yfir eftir hörmuleg mistök David Luiz í uppbótartíma fyrri hálfleiks en fram að því hafði Sterling farið illa með góð færi. Heimamenn í City 1-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn. David Luiz in the Premier League since returning to Chelsea:2016/17: 0 penalties conceded2017/18: 0 penalties conceded2018/19: 0 penalties conceded*joins Arsenal*2019/20: 4 penalties conceded pic.twitter.com/zSRWuQyUbF— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020 Martraðardagur David Luiz var ekki á enda. Síðari hálfleikur var ekki nema fimm mínútna gamall er hann missti Riyad Mahrez frá sér, braut á honum og vítaspyrna var dæmd. Í þokkabót fékk Luiz rauða spjaldið. Kevin De Bruyne fór á punktinn og skoraði af öryggi. Hlé þurfti að gera á leiknum undir lok leiksins er markvörðurinn Ederson og Eric Garcia lentu illa saman. Miðvörðurinn var borinn af velli en varamaðurinn Phil Foden bætti við þriðja markinu í uppbótartíma. Lokatölur 3-0. Get well soon, @EricGM3! pic.twitter.com/CQpKS4LzcC— SPORF (@Sporf) June 17, 2020 City er í 2. sætinu, 22 stigum á eftir Liverpool, en Bítlaborgarliðið getur þar af leiðandi ekki tryggt sér titilinn um helgina. Arsenal er í 9. sætinu, 20 stigum á eftir City. Arsenal have now failed to win any of their last 26 Premier League away games against 'Big Six' teams.LDLDLDDDLLLLLDLLLLDLLDLDDLThe n e w normal. pic.twitter.com/3AYtHKVNVV— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020
Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira