Sigla heim eftir að áhöfnin hafnaði launalækkun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2020 09:19 Áhöfn Berglínar siglir nú frá Siglufirði til Njarðvíkur, í burtu frá rækjuslóðum. Vísir/Vilhelm Áhöfnin á rækjuskipinu Berglíni GK 300 tók í gær einróma ákvörðun um að fara ekki aftur á veiðar eftir að í ljós kom á mánudag að laun skipverja hefðu verið lækkuð um 35% án samráðs. Áhöfnin siglir nú frá Siglufirði til Njarðvíkur með tóman bát. Áhöfnin ákvað að fara ekki aftur til veiða fyrr en lækkunin á umsömdum launum yrði leiðrétt eða hún fengi í það minnsta vilyrði um að þau yrðu það. Ingi Þór, fyrsti stýrimaður Berglínar, sagði í samtali við RÚV í nótt að áhöfn skipsins hafi heyrt af því á föstudag að útgerðin, Nesfiskur, hygðist ekki gera upp samkvæmt samningi við skipverja. Það hafi svo komið í ljós á mánudag þegar laun voru greidd út. Þá hafi stjórnendur útgerðarinnar upplýst áhöfnina um það að þeir hygðust ekki gefa vilyrði fyrir leiðréttingu launa. Áhöfnin er þó tilbúin til að mæta stjórnendum til viðræðna um breytingu á launum í ljósi aðstæðna vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég verð að segja að í dag er ég ótrúlega stoltur af því að vera partur af áhöfn Berglín Gk 300, hér var 100% samstaða eftir við vorum sviknir um samninga og laun okkar lækkuð um 35% án samtals þannig við settum hnefann í borðið og sögðum hingað og ekki lengra, við gáfum útgerðinni möguleika á því að gera hreint fyrir sínum dyrum og þá fyrst skyldum við halda til veiða. Þeir tóku ekki þann möguleika þannig við erum að sigla skipinu heim og förum ekki til veiða aftur þangað til að spilað verður eftir reglum aftur,“ skrifaði Ingi Þór á Facebook í gær. Berglín er annað tveggja rækjuveiðiskipa Nesfisks og fékk áhöfn hins skipsins boð á fund til að ræða við stjórnendur Nesfisks í byrjun næstu viku. Áhöfn Berglínar fékk hins vegar ekki boð á sama fund. Áhöfnin landaði fyrst í Siglufirði en fékk svo símtal um að haldið skyldi til Njarðvíkur í burtu frá rækjuslóðum. Ekki var hægt að ná tali af Inga Þór þegar fréttastofa Vísis hafði samband við áhöfnina og enginn annar áhafnarmeðlimur var tilbúinn til að ræða málið að svo stöddu. Bergur Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Nesfisks í Sandgerði, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann. Kjaramál Sjávarútvegur Reykjanesbær Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Áhöfnin á rækjuskipinu Berglíni GK 300 tók í gær einróma ákvörðun um að fara ekki aftur á veiðar eftir að í ljós kom á mánudag að laun skipverja hefðu verið lækkuð um 35% án samráðs. Áhöfnin siglir nú frá Siglufirði til Njarðvíkur með tóman bát. Áhöfnin ákvað að fara ekki aftur til veiða fyrr en lækkunin á umsömdum launum yrði leiðrétt eða hún fengi í það minnsta vilyrði um að þau yrðu það. Ingi Þór, fyrsti stýrimaður Berglínar, sagði í samtali við RÚV í nótt að áhöfn skipsins hafi heyrt af því á föstudag að útgerðin, Nesfiskur, hygðist ekki gera upp samkvæmt samningi við skipverja. Það hafi svo komið í ljós á mánudag þegar laun voru greidd út. Þá hafi stjórnendur útgerðarinnar upplýst áhöfnina um það að þeir hygðust ekki gefa vilyrði fyrir leiðréttingu launa. Áhöfnin er þó tilbúin til að mæta stjórnendum til viðræðna um breytingu á launum í ljósi aðstæðna vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég verð að segja að í dag er ég ótrúlega stoltur af því að vera partur af áhöfn Berglín Gk 300, hér var 100% samstaða eftir við vorum sviknir um samninga og laun okkar lækkuð um 35% án samtals þannig við settum hnefann í borðið og sögðum hingað og ekki lengra, við gáfum útgerðinni möguleika á því að gera hreint fyrir sínum dyrum og þá fyrst skyldum við halda til veiða. Þeir tóku ekki þann möguleika þannig við erum að sigla skipinu heim og förum ekki til veiða aftur þangað til að spilað verður eftir reglum aftur,“ skrifaði Ingi Þór á Facebook í gær. Berglín er annað tveggja rækjuveiðiskipa Nesfisks og fékk áhöfn hins skipsins boð á fund til að ræða við stjórnendur Nesfisks í byrjun næstu viku. Áhöfn Berglínar fékk hins vegar ekki boð á sama fund. Áhöfnin landaði fyrst í Siglufirði en fékk svo símtal um að haldið skyldi til Njarðvíkur í burtu frá rækjuslóðum. Ekki var hægt að ná tali af Inga Þór þegar fréttastofa Vísis hafði samband við áhöfnina og enginn annar áhafnarmeðlimur var tilbúinn til að ræða málið að svo stöddu. Bergur Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Nesfisks í Sandgerði, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann.
Kjaramál Sjávarútvegur Reykjanesbær Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira