Martin meiddist í leik með Alba Berlín | Vonar að meiðslin séu ekki of alvarleg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2020 14:45 Martin Hermannsson hefur átt frábært tímabil með Alba Berlín. Aitor Arrizabalaga/Getty Images Landsliðsmaðurnn Martin Hermannsson fór meiddur af velli eftir sex mínútna leik þegar lið hans Alba Berlín lagði Ludwigsburg með átta stiga mun, 97-89, í úrslitakeppninni í þýska körfuboltanum í gærkvöld. Þýski körfuboltinn – líkt og þýski fótboltinn – er farinn aftur af stað og Alba Berlín er á mikilli siglingu. Martin og liðsfélagar hans stefna á þýska meistaratitilinn og eftir sigur gærkvöldsins er liðið í góðri stöðu. Leikurinn var í raun úrslitaleikur um efsta sæti B-riðils. Lið Martins vann alla fjóra leiki sína í riðlinum og mætir því Göttingen í 8-liða úrslitum en Göttingen endaði í fjórða sæti A-riðils. ALBA-Stats nach den vier Vorrundenspielen beim BBL Finalturnier 2020.Leaders:13,3 PPG @PeypeySiva3 & @landry_nnoko 9,0 RPG @LCSikma43 5,5 APG @PeypeySiva3 20,7 EFF @LCSikma43 12 3PM @PeypeySiva3 pic.twitter.com/Cflm0APSks— ALBA BERLIN (@albaberlin) June 16, 2020 Martin varð fyrir hnjaski í gær og fór af velli snemma leiks. Hann stefnir á að vera með í leikjunum gegn Göttingen en þeir fara fram á fimmtudg og laugardag. Liðið sem hefur betur samanlagt í þeirri viðureign fer svo í undanúrslit. „Ég lenti beint á mjóbakinu, það er eins og ég sé með golfbolta innan í því. Mér fannst skynsamlegra að hætta en að halda áfram. Þetta ætti ekki að vera alvarlegt og ég fæ núna smá hvíld fyrir næsta leik,“ sagði Martin í viðtali við Morgunblaðið. Áður en kórónufaraldurinn skall á og þýsku deildinni var frestað þá var lið Alba Berlín í fjórða sæti deildarinnar á meðan Göttingen var í því níunda. Martin er því nokkuð kokhraustur fyrir komandi viðureign. „Göttingen er fínt lið og mikil orka í leikmönnunum. En ef allt er eðlilegt eigum við að fara nokkuð þægilega í gegnum þetta einvígi,“ sagði Martin að lokum í viðtalinu við Morgunblaðið. Körfubolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Martin byrjar á tveimur sigrum eftir hléið Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í nýrri útgáfu af úrslitakeppni þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta sem farið var af stað með eftir að deildarkeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 9. júní 2020 20:35 Martin hefur lokið leik í EuroLeague Keppni í tveimur stærstu Evrópukeppnunum hefur verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 25. maí 2020 14:00 Martin Hermannsson á leiðinni í gríska stórveldið Panathinikos? Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur verið orðaður við gríska körfuboltastórveldið Panathinikos. 21. maí 2020 21:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Landsliðsmaðurnn Martin Hermannsson fór meiddur af velli eftir sex mínútna leik þegar lið hans Alba Berlín lagði Ludwigsburg með átta stiga mun, 97-89, í úrslitakeppninni í þýska körfuboltanum í gærkvöld. Þýski körfuboltinn – líkt og þýski fótboltinn – er farinn aftur af stað og Alba Berlín er á mikilli siglingu. Martin og liðsfélagar hans stefna á þýska meistaratitilinn og eftir sigur gærkvöldsins er liðið í góðri stöðu. Leikurinn var í raun úrslitaleikur um efsta sæti B-riðils. Lið Martins vann alla fjóra leiki sína í riðlinum og mætir því Göttingen í 8-liða úrslitum en Göttingen endaði í fjórða sæti A-riðils. ALBA-Stats nach den vier Vorrundenspielen beim BBL Finalturnier 2020.Leaders:13,3 PPG @PeypeySiva3 & @landry_nnoko 9,0 RPG @LCSikma43 5,5 APG @PeypeySiva3 20,7 EFF @LCSikma43 12 3PM @PeypeySiva3 pic.twitter.com/Cflm0APSks— ALBA BERLIN (@albaberlin) June 16, 2020 Martin varð fyrir hnjaski í gær og fór af velli snemma leiks. Hann stefnir á að vera með í leikjunum gegn Göttingen en þeir fara fram á fimmtudg og laugardag. Liðið sem hefur betur samanlagt í þeirri viðureign fer svo í undanúrslit. „Ég lenti beint á mjóbakinu, það er eins og ég sé með golfbolta innan í því. Mér fannst skynsamlegra að hætta en að halda áfram. Þetta ætti ekki að vera alvarlegt og ég fæ núna smá hvíld fyrir næsta leik,“ sagði Martin í viðtali við Morgunblaðið. Áður en kórónufaraldurinn skall á og þýsku deildinni var frestað þá var lið Alba Berlín í fjórða sæti deildarinnar á meðan Göttingen var í því níunda. Martin er því nokkuð kokhraustur fyrir komandi viðureign. „Göttingen er fínt lið og mikil orka í leikmönnunum. En ef allt er eðlilegt eigum við að fara nokkuð þægilega í gegnum þetta einvígi,“ sagði Martin að lokum í viðtalinu við Morgunblaðið.
Körfubolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Martin byrjar á tveimur sigrum eftir hléið Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í nýrri útgáfu af úrslitakeppni þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta sem farið var af stað með eftir að deildarkeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 9. júní 2020 20:35 Martin hefur lokið leik í EuroLeague Keppni í tveimur stærstu Evrópukeppnunum hefur verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 25. maí 2020 14:00 Martin Hermannsson á leiðinni í gríska stórveldið Panathinikos? Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur verið orðaður við gríska körfuboltastórveldið Panathinikos. 21. maí 2020 21:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Martin byrjar á tveimur sigrum eftir hléið Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í nýrri útgáfu af úrslitakeppni þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta sem farið var af stað með eftir að deildarkeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 9. júní 2020 20:35
Martin hefur lokið leik í EuroLeague Keppni í tveimur stærstu Evrópukeppnunum hefur verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 25. maí 2020 14:00
Martin Hermannsson á leiðinni í gríska stórveldið Panathinikos? Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur verið orðaður við gríska körfuboltastórveldið Panathinikos. 21. maí 2020 21:30