Martin meiddist í leik með Alba Berlín | Vonar að meiðslin séu ekki of alvarleg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2020 14:45 Martin Hermannsson hefur átt frábært tímabil með Alba Berlín. Aitor Arrizabalaga/Getty Images Landsliðsmaðurnn Martin Hermannsson fór meiddur af velli eftir sex mínútna leik þegar lið hans Alba Berlín lagði Ludwigsburg með átta stiga mun, 97-89, í úrslitakeppninni í þýska körfuboltanum í gærkvöld. Þýski körfuboltinn – líkt og þýski fótboltinn – er farinn aftur af stað og Alba Berlín er á mikilli siglingu. Martin og liðsfélagar hans stefna á þýska meistaratitilinn og eftir sigur gærkvöldsins er liðið í góðri stöðu. Leikurinn var í raun úrslitaleikur um efsta sæti B-riðils. Lið Martins vann alla fjóra leiki sína í riðlinum og mætir því Göttingen í 8-liða úrslitum en Göttingen endaði í fjórða sæti A-riðils. ALBA-Stats nach den vier Vorrundenspielen beim BBL Finalturnier 2020.Leaders:13,3 PPG @PeypeySiva3 & @landry_nnoko 9,0 RPG @LCSikma43 5,5 APG @PeypeySiva3 20,7 EFF @LCSikma43 12 3PM @PeypeySiva3 pic.twitter.com/Cflm0APSks— ALBA BERLIN (@albaberlin) June 16, 2020 Martin varð fyrir hnjaski í gær og fór af velli snemma leiks. Hann stefnir á að vera með í leikjunum gegn Göttingen en þeir fara fram á fimmtudg og laugardag. Liðið sem hefur betur samanlagt í þeirri viðureign fer svo í undanúrslit. „Ég lenti beint á mjóbakinu, það er eins og ég sé með golfbolta innan í því. Mér fannst skynsamlegra að hætta en að halda áfram. Þetta ætti ekki að vera alvarlegt og ég fæ núna smá hvíld fyrir næsta leik,“ sagði Martin í viðtali við Morgunblaðið. Áður en kórónufaraldurinn skall á og þýsku deildinni var frestað þá var lið Alba Berlín í fjórða sæti deildarinnar á meðan Göttingen var í því níunda. Martin er því nokkuð kokhraustur fyrir komandi viðureign. „Göttingen er fínt lið og mikil orka í leikmönnunum. En ef allt er eðlilegt eigum við að fara nokkuð þægilega í gegnum þetta einvígi,“ sagði Martin að lokum í viðtalinu við Morgunblaðið. Körfubolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Martin byrjar á tveimur sigrum eftir hléið Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í nýrri útgáfu af úrslitakeppni þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta sem farið var af stað með eftir að deildarkeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 9. júní 2020 20:35 Martin hefur lokið leik í EuroLeague Keppni í tveimur stærstu Evrópukeppnunum hefur verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 25. maí 2020 14:00 Martin Hermannsson á leiðinni í gríska stórveldið Panathinikos? Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur verið orðaður við gríska körfuboltastórveldið Panathinikos. 21. maí 2020 21:30 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Landsliðsmaðurnn Martin Hermannsson fór meiddur af velli eftir sex mínútna leik þegar lið hans Alba Berlín lagði Ludwigsburg með átta stiga mun, 97-89, í úrslitakeppninni í þýska körfuboltanum í gærkvöld. Þýski körfuboltinn – líkt og þýski fótboltinn – er farinn aftur af stað og Alba Berlín er á mikilli siglingu. Martin og liðsfélagar hans stefna á þýska meistaratitilinn og eftir sigur gærkvöldsins er liðið í góðri stöðu. Leikurinn var í raun úrslitaleikur um efsta sæti B-riðils. Lið Martins vann alla fjóra leiki sína í riðlinum og mætir því Göttingen í 8-liða úrslitum en Göttingen endaði í fjórða sæti A-riðils. ALBA-Stats nach den vier Vorrundenspielen beim BBL Finalturnier 2020.Leaders:13,3 PPG @PeypeySiva3 & @landry_nnoko 9,0 RPG @LCSikma43 5,5 APG @PeypeySiva3 20,7 EFF @LCSikma43 12 3PM @PeypeySiva3 pic.twitter.com/Cflm0APSks— ALBA BERLIN (@albaberlin) June 16, 2020 Martin varð fyrir hnjaski í gær og fór af velli snemma leiks. Hann stefnir á að vera með í leikjunum gegn Göttingen en þeir fara fram á fimmtudg og laugardag. Liðið sem hefur betur samanlagt í þeirri viðureign fer svo í undanúrslit. „Ég lenti beint á mjóbakinu, það er eins og ég sé með golfbolta innan í því. Mér fannst skynsamlegra að hætta en að halda áfram. Þetta ætti ekki að vera alvarlegt og ég fæ núna smá hvíld fyrir næsta leik,“ sagði Martin í viðtali við Morgunblaðið. Áður en kórónufaraldurinn skall á og þýsku deildinni var frestað þá var lið Alba Berlín í fjórða sæti deildarinnar á meðan Göttingen var í því níunda. Martin er því nokkuð kokhraustur fyrir komandi viðureign. „Göttingen er fínt lið og mikil orka í leikmönnunum. En ef allt er eðlilegt eigum við að fara nokkuð þægilega í gegnum þetta einvígi,“ sagði Martin að lokum í viðtalinu við Morgunblaðið.
Körfubolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Martin byrjar á tveimur sigrum eftir hléið Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í nýrri útgáfu af úrslitakeppni þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta sem farið var af stað með eftir að deildarkeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 9. júní 2020 20:35 Martin hefur lokið leik í EuroLeague Keppni í tveimur stærstu Evrópukeppnunum hefur verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 25. maí 2020 14:00 Martin Hermannsson á leiðinni í gríska stórveldið Panathinikos? Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur verið orðaður við gríska körfuboltastórveldið Panathinikos. 21. maí 2020 21:30 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Martin byrjar á tveimur sigrum eftir hléið Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í nýrri útgáfu af úrslitakeppni þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta sem farið var af stað með eftir að deildarkeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 9. júní 2020 20:35
Martin hefur lokið leik í EuroLeague Keppni í tveimur stærstu Evrópukeppnunum hefur verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 25. maí 2020 14:00
Martin Hermannsson á leiðinni í gríska stórveldið Panathinikos? Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur verið orðaður við gríska körfuboltastórveldið Panathinikos. 21. maí 2020 21:30