„Heldur þú að Óskar tæki einhvern úr Gróttu í æfingahóp sinn?“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 15:55 Hákon Rafn Valdimarsson þótti standa sig vel í marki Gróttu en samherjar hans heilluðu menn ekki í leiknum við Breiðablik. VÍSIR/DANÍEL Breiðablik vann afar sannfærandi 3-0 sigur á nýliðum Gróttu í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Getumunurinn á liðunum virtist mjög mikill. „Við erum minnugir þess að báðir nýliðarnir mættu á Kópavogsvöllinn í fyrra og unnu, bæði HK og Skaginn. Þetta var því kannski smá próf fyrir þá [Blika]. En það er bara svo rosalegur getumunur þarna,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Pepsi Max stúkunni, þegar talið barst að muninum á Breiðabliki og Gróttu. Liðin skiptust á þjálfurum í vetur þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Breiðabliki en Ágúst Gylfason við Gróttu. „Heldur þú að einhver leikmaður í Gróttuliðinu kæmist í 23 manna æfingahóp Breiðabliks? Fyrir utan markmanninn, hann er náttúrulega mjög efnilegur. En heldur þú að Óskar tæki einhvern úr Gróttu æfingahópinn hjá sér?“ spurði Hjörvar umsjónarmann þáttarins, Gumma Ben, sem vildi ekki ganga svo langt að svara því neitandi. „Það er mjög erfitt fyrir mig að svara þessu en ég er sannfærður um að ef að Óskar Hrafn, sem þekkir alla leikmennina, ætti að velja 23 manna hóp úr báðum liðum þá held ég að hann tæki einhverja leikmenn úr Gróttu. Það eru líka svona karakterar sem þú hlýtur að hugsa út í,“ sagði Gummi. Að mati Hjörvars geta Gróttumenn prísað sig sæla að hafa ekki tapað leiknum stærra: „Það var rosalegur munur á þessum liðum. Ég hef heyrt menn bera þetta saman við það þegar lið úr neðri deild mætir efstudeildarliði í bikarnum. Eftir á var ég nokkuð sáttur við að þetta færi bara 3-0. Mér fannst stefna í að þetta yrði verra.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Samanburður á Breiðabliki og Gróttu Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Tár á hvarmi eftir mark Kristins - Enginn hringdi eftir síðasta tímabil „Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag. 16. júní 2020 14:00 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
Breiðablik vann afar sannfærandi 3-0 sigur á nýliðum Gróttu í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Getumunurinn á liðunum virtist mjög mikill. „Við erum minnugir þess að báðir nýliðarnir mættu á Kópavogsvöllinn í fyrra og unnu, bæði HK og Skaginn. Þetta var því kannski smá próf fyrir þá [Blika]. En það er bara svo rosalegur getumunur þarna,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Pepsi Max stúkunni, þegar talið barst að muninum á Breiðabliki og Gróttu. Liðin skiptust á þjálfurum í vetur þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Breiðabliki en Ágúst Gylfason við Gróttu. „Heldur þú að einhver leikmaður í Gróttuliðinu kæmist í 23 manna æfingahóp Breiðabliks? Fyrir utan markmanninn, hann er náttúrulega mjög efnilegur. En heldur þú að Óskar tæki einhvern úr Gróttu æfingahópinn hjá sér?“ spurði Hjörvar umsjónarmann þáttarins, Gumma Ben, sem vildi ekki ganga svo langt að svara því neitandi. „Það er mjög erfitt fyrir mig að svara þessu en ég er sannfærður um að ef að Óskar Hrafn, sem þekkir alla leikmennina, ætti að velja 23 manna hóp úr báðum liðum þá held ég að hann tæki einhverja leikmenn úr Gróttu. Það eru líka svona karakterar sem þú hlýtur að hugsa út í,“ sagði Gummi. Að mati Hjörvars geta Gróttumenn prísað sig sæla að hafa ekki tapað leiknum stærra: „Það var rosalegur munur á þessum liðum. Ég hef heyrt menn bera þetta saman við það þegar lið úr neðri deild mætir efstudeildarliði í bikarnum. Eftir á var ég nokkuð sáttur við að þetta færi bara 3-0. Mér fannst stefna í að þetta yrði verra.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Samanburður á Breiðabliki og Gróttu
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Tár á hvarmi eftir mark Kristins - Enginn hringdi eftir síðasta tímabil „Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag. 16. júní 2020 14:00 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
Tár á hvarmi eftir mark Kristins - Enginn hringdi eftir síðasta tímabil „Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag. 16. júní 2020 14:00
Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05