Myndi þiggja afsökunarbeiðni frá Bjarna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. júní 2020 13:51 Þorvaldur Gylfason, Bjarni Benediktsson og Lars Calmfors. Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits myndi þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra þar sem hann hafi sakað sig um vinahygli á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær. Umfjöllun um mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið athygli utan landsteinanna. Lars Calmfors sem ritstýrð norræna fræðitímaritinu Nordic Economic Policy Review síðustu þrjú ár gagnrýndi í fréttum okkar í gær að Bjarni Benediktsson hefði haft afskipti af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar sem ritstjóra tímaritsins. Í tölvupósti frá Lars í dag segist hann vilja þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra vegna orða Bjarna Benediktssonar sem snertu hann og féllu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær um mál Þorvaldar Gylfasonar. „Ég mælti með Þorvaldi í starfið því ég taldi að hann uppfyllti hæfniskröfur í það. Hann er þekktur alþjóðlega sem hagfræðingur með hæfni á mörgum sviðum og hefur mikla reynslu af því að gera akademísk fræði aðgengileg fyrir stefnumótun. Þá hefur hann yfirgripsmikla þekkingu í vanda norrænna landa í efnahagsmálum. Að því ég best veit setti íslenska fjármálaráðuneytið ekkert út á fræðistörf Þorvaldar heldur vísaði til pólitískra afskipta hans,“ segir Lars í tölvupósti. Lars Calmfors segist afar undrandi á að hafa þar verið sakaður af fjármálaráðherra um vinahygli þegar hann réð Þorvald Gylfasson hagfræðiprófessor sem arftaka sinn. Hann telur að ráðherra hafi aldrei áður skipt sér af ráðningu við tímaritið og telur að tíma þeirra sé betur varið í önnur störf. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær að Þorvaldur Gylfason væri ekki heppilegur samstarfsmaður við ráðuneytið þegar kæmi að því að ritstýra tímaritinu. Bjarni hefði viljað konu sem hefði komið að stefnumótun stjórnvalda í efnahagsmálum. Um sé að ræða norrænt samstarf um útgáfu rits sem sé að ætlað styðja við stefnumótun ríkjanna. „Þannig að efnistökin í ritið séu valin í samráði ráðuneytana, í okkar tilviki fjármálaráðuneytið þannig að þær fræðigreinar sem að fæðast í samstarfinu séu innlegg í þá stefnumótun sem á sér stað á Norðurlöndunum, þetta hefur okkur fundist mikilvægt,“ sagði Bjarni Benediktsson á fundinum í gær. Lars Calmfors segir að ritstjórnin ákveði efnistökin sem geti verið innlegg í stefnumótun í efnahagsmálum. Hann telur að fjármálaráðuneti eigi ekki að stjórna efnistökunum. „Ég tel að við eigum að hafa góðar greinar í ritinu sem geta verið innlegg í stefnumótun í efnahagsmálum. Ég tel ekki að fjármálaráðuneytin sjálf eigi að stjórna efnistökunum. Ritstjórnin velur ákveðið þema sem við teljum að skipti máli fyrir stefnumótun og reynum svo að finna bestu höfundana til að skrifa um málefnið,“ segir Lars. Sænska blaðið Dagens Nyheter fjallar um ráðningarmál Þorvalds Gylfasonar á vef sínum. Þar segir Lars Calmfors segir að málið geti haft áhrif á trúverðugleika umrædds tímarits. Stjórnsýsla Efnahagsmál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits myndi þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra þar sem hann hafi sakað sig um vinahygli á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær. Umfjöllun um mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið athygli utan landsteinanna. Lars Calmfors sem ritstýrð norræna fræðitímaritinu Nordic Economic Policy Review síðustu þrjú ár gagnrýndi í fréttum okkar í gær að Bjarni Benediktsson hefði haft afskipti af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar sem ritstjóra tímaritsins. Í tölvupósti frá Lars í dag segist hann vilja þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra vegna orða Bjarna Benediktssonar sem snertu hann og féllu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær um mál Þorvaldar Gylfasonar. „Ég mælti með Þorvaldi í starfið því ég taldi að hann uppfyllti hæfniskröfur í það. Hann er þekktur alþjóðlega sem hagfræðingur með hæfni á mörgum sviðum og hefur mikla reynslu af því að gera akademísk fræði aðgengileg fyrir stefnumótun. Þá hefur hann yfirgripsmikla þekkingu í vanda norrænna landa í efnahagsmálum. Að því ég best veit setti íslenska fjármálaráðuneytið ekkert út á fræðistörf Þorvaldar heldur vísaði til pólitískra afskipta hans,“ segir Lars í tölvupósti. Lars Calmfors segist afar undrandi á að hafa þar verið sakaður af fjármálaráðherra um vinahygli þegar hann réð Þorvald Gylfasson hagfræðiprófessor sem arftaka sinn. Hann telur að ráðherra hafi aldrei áður skipt sér af ráðningu við tímaritið og telur að tíma þeirra sé betur varið í önnur störf. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær að Þorvaldur Gylfason væri ekki heppilegur samstarfsmaður við ráðuneytið þegar kæmi að því að ritstýra tímaritinu. Bjarni hefði viljað konu sem hefði komið að stefnumótun stjórnvalda í efnahagsmálum. Um sé að ræða norrænt samstarf um útgáfu rits sem sé að ætlað styðja við stefnumótun ríkjanna. „Þannig að efnistökin í ritið séu valin í samráði ráðuneytana, í okkar tilviki fjármálaráðuneytið þannig að þær fræðigreinar sem að fæðast í samstarfinu séu innlegg í þá stefnumótun sem á sér stað á Norðurlöndunum, þetta hefur okkur fundist mikilvægt,“ sagði Bjarni Benediktsson á fundinum í gær. Lars Calmfors segir að ritstjórnin ákveði efnistökin sem geti verið innlegg í stefnumótun í efnahagsmálum. Hann telur að fjármálaráðuneti eigi ekki að stjórna efnistökunum. „Ég tel að við eigum að hafa góðar greinar í ritinu sem geta verið innlegg í stefnumótun í efnahagsmálum. Ég tel ekki að fjármálaráðuneytin sjálf eigi að stjórna efnistökunum. Ritstjórnin velur ákveðið þema sem við teljum að skipti máli fyrir stefnumótun og reynum svo að finna bestu höfundana til að skrifa um málefnið,“ segir Lars. Sænska blaðið Dagens Nyheter fjallar um ráðningarmál Þorvalds Gylfasonar á vef sínum. Þar segir Lars Calmfors segir að málið geti haft áhrif á trúverðugleika umrædds tímarits.
Stjórnsýsla Efnahagsmál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira