Færri atvinnulausir í maí en í apríl Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2020 10:36 Atvinnuleysi er eftir sem áður mest á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Skráð atvinnuleysi í maí var 13%, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, miðað við 17,8% atvinnuleysi í apríl. Um 33.300 manns eru á atvinnuleysisskrá, þar af 16.100 atvinnulausir og 17.200 í minnkuðu starfshlutfalli. Þetta kemur fram í nýútgefinni Hagsjá Landsbankans. Ljóst þykir að atvinnuleysi eigi eftir að verða mikið það sem eftir er árs. Minnkun atvinnuleysis sem tengist hlutabótaleið er helsta ástæða breytingarinnar, en það lækkaði úr 10,3% í 5,6%. Almenna atvinnuleysið var hins vegar svipað, 7,5% í apríl og 7,4% í maí. Um 21.500 einstaklingar voru á hlutabótaleiðinni í maí. Þeim fækkaði stöðugt og voru orðnir 17.200 í lok mánaðarins. „Gera má ráð fyrir að áfram fækki í hópi þeirra sem fá bætur eftir hlutabótaleið allt fram til ágústloka, enda er gert ráð fyrir að úrræðið renni sitt skeið í ágúst. Almennt atvinnuleysi mun trúlega aukast nokkuð fram í september enda mikið af hópuppsögnum að koma til framkvæmda síðsumars, einkum í ágúst. Líklegt er að almennt atvinnuleysi fari yfir 8% í júlí til september, en atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni verði þá hverfandi,“ segir í Hagsjánni. Atvinnuleysi minnst á Norðurlandi vestra en mest á Suðurnesjum Þá er atvinnuleysi á Suðurnesjum áfram hið mesta á landinu. Það lækkaði reyndar úr 25,2% í apríl í 19,6% nú í maí. Almennt atvinnuleysi jókst á Suðurnesjum, fór í 12,2% í maí úr 11,2% í apríl. Atvinnuleysi er áfram næstmest á höfuðborgarsvæðinu, minnkaði úr 18,7% í apríl niður í 13,5% í maí. Suðurland er í þriðja sæti með 12,3% atvinnuleysi og því næst Norðurland eystra með 10,8%. Atvinnuleysi er áfram minnst á Norðurlandi vestra, 6,5% í maí. Stöðug fækkun síðan í fyrra Hagstofan birti í síðustu viku tölur um fjölda starfandi á íslenskum vinnumarkaði í janúar og febrúar í ár. Í janúar og febrúar störfuðu að jafnaði um 190.100 manns á aldrinum 16–74 ára á íslenskum vinnumarkaði sem var 1,4% samdráttur miðað við sama tímabil 2019. „Sé þróun á fjölda starfandi hins vegar skoðuð yfir lengri tíma má sjá að merki um fækkun á vinnumarkaði mátti fyrst sjá í upphafi ársins 2019. Fækkun frá fyrra ári kom fyrst fram í mars 2019 og frá því í maí 2019 hefur verið um stöðuga fækkun að ræða. Í júlí 2019 voru um 214 þúsund manns á vinnumarkaði hér á landi, en þeir voru rúmlega 190 þúsund nú í upphafi ársins. Það hefur því fækkað um u.þ.b. 11% á tímabilinu. Það er ljóst að atvinnuleysi á eftir að verða mikið það sem eftir er ársins. Síðsumars mun fjöldi fólks sem enn fær laun á uppsagnarfresti bætast við fjölda atvinnulausra. Þróunin á næstu vikum og mánuðum, sérstaklega í ferðaþjónustu, mun gefa nokkuð góðar vísbendingar um hvernig atvinnustigið mun þróast áfram, en líklegt er að tímarnir verði áfram erfiðir,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Vinnumarkaður Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Skráð atvinnuleysi í maí var 13%, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, miðað við 17,8% atvinnuleysi í apríl. Um 33.300 manns eru á atvinnuleysisskrá, þar af 16.100 atvinnulausir og 17.200 í minnkuðu starfshlutfalli. Þetta kemur fram í nýútgefinni Hagsjá Landsbankans. Ljóst þykir að atvinnuleysi eigi eftir að verða mikið það sem eftir er árs. Minnkun atvinnuleysis sem tengist hlutabótaleið er helsta ástæða breytingarinnar, en það lækkaði úr 10,3% í 5,6%. Almenna atvinnuleysið var hins vegar svipað, 7,5% í apríl og 7,4% í maí. Um 21.500 einstaklingar voru á hlutabótaleiðinni í maí. Þeim fækkaði stöðugt og voru orðnir 17.200 í lok mánaðarins. „Gera má ráð fyrir að áfram fækki í hópi þeirra sem fá bætur eftir hlutabótaleið allt fram til ágústloka, enda er gert ráð fyrir að úrræðið renni sitt skeið í ágúst. Almennt atvinnuleysi mun trúlega aukast nokkuð fram í september enda mikið af hópuppsögnum að koma til framkvæmda síðsumars, einkum í ágúst. Líklegt er að almennt atvinnuleysi fari yfir 8% í júlí til september, en atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni verði þá hverfandi,“ segir í Hagsjánni. Atvinnuleysi minnst á Norðurlandi vestra en mest á Suðurnesjum Þá er atvinnuleysi á Suðurnesjum áfram hið mesta á landinu. Það lækkaði reyndar úr 25,2% í apríl í 19,6% nú í maí. Almennt atvinnuleysi jókst á Suðurnesjum, fór í 12,2% í maí úr 11,2% í apríl. Atvinnuleysi er áfram næstmest á höfuðborgarsvæðinu, minnkaði úr 18,7% í apríl niður í 13,5% í maí. Suðurland er í þriðja sæti með 12,3% atvinnuleysi og því næst Norðurland eystra með 10,8%. Atvinnuleysi er áfram minnst á Norðurlandi vestra, 6,5% í maí. Stöðug fækkun síðan í fyrra Hagstofan birti í síðustu viku tölur um fjölda starfandi á íslenskum vinnumarkaði í janúar og febrúar í ár. Í janúar og febrúar störfuðu að jafnaði um 190.100 manns á aldrinum 16–74 ára á íslenskum vinnumarkaði sem var 1,4% samdráttur miðað við sama tímabil 2019. „Sé þróun á fjölda starfandi hins vegar skoðuð yfir lengri tíma má sjá að merki um fækkun á vinnumarkaði mátti fyrst sjá í upphafi ársins 2019. Fækkun frá fyrra ári kom fyrst fram í mars 2019 og frá því í maí 2019 hefur verið um stöðuga fækkun að ræða. Í júlí 2019 voru um 214 þúsund manns á vinnumarkaði hér á landi, en þeir voru rúmlega 190 þúsund nú í upphafi ársins. Það hefur því fækkað um u.þ.b. 11% á tímabilinu. Það er ljóst að atvinnuleysi á eftir að verða mikið það sem eftir er ársins. Síðsumars mun fjöldi fólks sem enn fær laun á uppsagnarfresti bætast við fjölda atvinnulausra. Þróunin á næstu vikum og mánuðum, sérstaklega í ferðaþjónustu, mun gefa nokkuð góðar vísbendingar um hvernig atvinnustigið mun þróast áfram, en líklegt er að tímarnir verði áfram erfiðir,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Vinnumarkaður Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira