Tár á hvarmi eftir mark Kristins - Enginn hringdi eftir síðasta tímabil Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 14:00 Kristinn Steindórsson skorar hér langþráð mark sitt gegn Gróttu. VÍSIR/HAG „Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag. Kristinn skoraði lokamarkið í 3-0 sigri Breiðabliks, í sínum fyrsta leik Blika eftir níu ár í atvinnumennsku og hjá FH. Markið laglega er það fyrsta sem Kristinn skorar í deildarleik síðan árið 2014. „Gaurinn hérna við hliðina á mér hlýtur að vera brjálaður að sjá þetta. Hvar var þetta í Hafnarfirðinum? „I want my money back“,“ sagði Hjörvar Hafliðason léttur í bragði og horfði til sessunautar síns, Davíðs Þórs Viðarssonar, sem lék með Kristni hjá FH síðustu tvö ár. Innslagið má sjá neðst í greininni og mark Kristins má sjá hér að neðan. Klippa: Magnað mark og viðtal við Kristin Steindórsson „Það vita það allir að hann er frábær leikmaður,“ sagði Davíð. „Maður sá þetta alveg þegar hann var í FH, það var ekki málið, á æfingum og slíkt. En hann náði sér ekki á strik, það er engum blöðum um það að fletta, en hann fékk líka kannski ekki að spila sig inn í eina, ákveðna stöðu. Hann byrjaði úti á væng, svo kom hann inn á miðja miðjuna, svo var hann fremstur á miðjunni, svo aftastur. Það var kannski dálítið erfitt fyrir hann. En það er frábært að hann hafi náð að skora þetta mark því ég held að það gefi honum virkilega mikið. Ég vona innilega að hann nái sér á strik með Blikunum; frábær leikmaður og frábær náungi,“ sagði Davíð. Hefði getað endað í 2. deild Hjörvar benti á að Kristinn hefði í raun verið í talsverðri óvissu eftir að samningur hans við FH rann út síðasta haust. Hann skrifaði undir samning við Breiðablik í febrúar. „Það er líka svo magnað að eftir að FH-tímabilinu lauk í fyrra þá voru liðin ekkert að hringja í hann. Hann var kannski bara, með fullri virðingu fyrir því metnaðarfulla verkefni, á leiðinni í Kórdrengi [sem leika í 2. deild]. Hann var bara úti með símann að sjá hvort það ætlaði ekki einhver að hringja í sig. Hvort það væri ekki samband. „Er enginn að fara að hringja?“ En Blikarnir taka hann inn á æfingar, sjá hvernig standi hann er í, og að sjálfsögðu tóku þeir hann. Ég held að það séu allir að vonast til að þetta gangi upp,“ sagði Hjörvar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Kristin Steindórsson Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Kristinn braut loks ísinn eftir 92 leiki án marks | Sjáðu markið Kristinn Steindórsson skoraði sitt fyrsta deildarmark síðan í október 2014 í gær þegar Breiðablik vann Gróttu 3-0 á Kópavogsvelli. 15. júní 2020 18:00 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
„Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag. Kristinn skoraði lokamarkið í 3-0 sigri Breiðabliks, í sínum fyrsta leik Blika eftir níu ár í atvinnumennsku og hjá FH. Markið laglega er það fyrsta sem Kristinn skorar í deildarleik síðan árið 2014. „Gaurinn hérna við hliðina á mér hlýtur að vera brjálaður að sjá þetta. Hvar var þetta í Hafnarfirðinum? „I want my money back“,“ sagði Hjörvar Hafliðason léttur í bragði og horfði til sessunautar síns, Davíðs Þórs Viðarssonar, sem lék með Kristni hjá FH síðustu tvö ár. Innslagið má sjá neðst í greininni og mark Kristins má sjá hér að neðan. Klippa: Magnað mark og viðtal við Kristin Steindórsson „Það vita það allir að hann er frábær leikmaður,“ sagði Davíð. „Maður sá þetta alveg þegar hann var í FH, það var ekki málið, á æfingum og slíkt. En hann náði sér ekki á strik, það er engum blöðum um það að fletta, en hann fékk líka kannski ekki að spila sig inn í eina, ákveðna stöðu. Hann byrjaði úti á væng, svo kom hann inn á miðja miðjuna, svo var hann fremstur á miðjunni, svo aftastur. Það var kannski dálítið erfitt fyrir hann. En það er frábært að hann hafi náð að skora þetta mark því ég held að það gefi honum virkilega mikið. Ég vona innilega að hann nái sér á strik með Blikunum; frábær leikmaður og frábær náungi,“ sagði Davíð. Hefði getað endað í 2. deild Hjörvar benti á að Kristinn hefði í raun verið í talsverðri óvissu eftir að samningur hans við FH rann út síðasta haust. Hann skrifaði undir samning við Breiðablik í febrúar. „Það er líka svo magnað að eftir að FH-tímabilinu lauk í fyrra þá voru liðin ekkert að hringja í hann. Hann var kannski bara, með fullri virðingu fyrir því metnaðarfulla verkefni, á leiðinni í Kórdrengi [sem leika í 2. deild]. Hann var bara úti með símann að sjá hvort það ætlaði ekki einhver að hringja í sig. Hvort það væri ekki samband. „Er enginn að fara að hringja?“ En Blikarnir taka hann inn á æfingar, sjá hvernig standi hann er í, og að sjálfsögðu tóku þeir hann. Ég held að það séu allir að vonast til að þetta gangi upp,“ sagði Hjörvar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Kristin Steindórsson
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Kristinn braut loks ísinn eftir 92 leiki án marks | Sjáðu markið Kristinn Steindórsson skoraði sitt fyrsta deildarmark síðan í október 2014 í gær þegar Breiðablik vann Gróttu 3-0 á Kópavogsvelli. 15. júní 2020 18:00 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Kristinn braut loks ísinn eftir 92 leiki án marks | Sjáðu markið Kristinn Steindórsson skoraði sitt fyrsta deildarmark síðan í október 2014 í gær þegar Breiðablik vann Gróttu 3-0 á Kópavogsvelli. 15. júní 2020 18:00
Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05