Tár á hvarmi eftir mark Kristins - Enginn hringdi eftir síðasta tímabil Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 14:00 Kristinn Steindórsson skorar hér langþráð mark sitt gegn Gróttu. VÍSIR/HAG „Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag. Kristinn skoraði lokamarkið í 3-0 sigri Breiðabliks, í sínum fyrsta leik Blika eftir níu ár í atvinnumennsku og hjá FH. Markið laglega er það fyrsta sem Kristinn skorar í deildarleik síðan árið 2014. „Gaurinn hérna við hliðina á mér hlýtur að vera brjálaður að sjá þetta. Hvar var þetta í Hafnarfirðinum? „I want my money back“,“ sagði Hjörvar Hafliðason léttur í bragði og horfði til sessunautar síns, Davíðs Þórs Viðarssonar, sem lék með Kristni hjá FH síðustu tvö ár. Innslagið má sjá neðst í greininni og mark Kristins má sjá hér að neðan. Klippa: Magnað mark og viðtal við Kristin Steindórsson „Það vita það allir að hann er frábær leikmaður,“ sagði Davíð. „Maður sá þetta alveg þegar hann var í FH, það var ekki málið, á æfingum og slíkt. En hann náði sér ekki á strik, það er engum blöðum um það að fletta, en hann fékk líka kannski ekki að spila sig inn í eina, ákveðna stöðu. Hann byrjaði úti á væng, svo kom hann inn á miðja miðjuna, svo var hann fremstur á miðjunni, svo aftastur. Það var kannski dálítið erfitt fyrir hann. En það er frábært að hann hafi náð að skora þetta mark því ég held að það gefi honum virkilega mikið. Ég vona innilega að hann nái sér á strik með Blikunum; frábær leikmaður og frábær náungi,“ sagði Davíð. Hefði getað endað í 2. deild Hjörvar benti á að Kristinn hefði í raun verið í talsverðri óvissu eftir að samningur hans við FH rann út síðasta haust. Hann skrifaði undir samning við Breiðablik í febrúar. „Það er líka svo magnað að eftir að FH-tímabilinu lauk í fyrra þá voru liðin ekkert að hringja í hann. Hann var kannski bara, með fullri virðingu fyrir því metnaðarfulla verkefni, á leiðinni í Kórdrengi [sem leika í 2. deild]. Hann var bara úti með símann að sjá hvort það ætlaði ekki einhver að hringja í sig. Hvort það væri ekki samband. „Er enginn að fara að hringja?“ En Blikarnir taka hann inn á æfingar, sjá hvernig standi hann er í, og að sjálfsögðu tóku þeir hann. Ég held að það séu allir að vonast til að þetta gangi upp,“ sagði Hjörvar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Kristin Steindórsson Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Kristinn braut loks ísinn eftir 92 leiki án marks | Sjáðu markið Kristinn Steindórsson skoraði sitt fyrsta deildarmark síðan í október 2014 í gær þegar Breiðablik vann Gróttu 3-0 á Kópavogsvelli. 15. júní 2020 18:00 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira
„Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag. Kristinn skoraði lokamarkið í 3-0 sigri Breiðabliks, í sínum fyrsta leik Blika eftir níu ár í atvinnumennsku og hjá FH. Markið laglega er það fyrsta sem Kristinn skorar í deildarleik síðan árið 2014. „Gaurinn hérna við hliðina á mér hlýtur að vera brjálaður að sjá þetta. Hvar var þetta í Hafnarfirðinum? „I want my money back“,“ sagði Hjörvar Hafliðason léttur í bragði og horfði til sessunautar síns, Davíðs Þórs Viðarssonar, sem lék með Kristni hjá FH síðustu tvö ár. Innslagið má sjá neðst í greininni og mark Kristins má sjá hér að neðan. Klippa: Magnað mark og viðtal við Kristin Steindórsson „Það vita það allir að hann er frábær leikmaður,“ sagði Davíð. „Maður sá þetta alveg þegar hann var í FH, það var ekki málið, á æfingum og slíkt. En hann náði sér ekki á strik, það er engum blöðum um það að fletta, en hann fékk líka kannski ekki að spila sig inn í eina, ákveðna stöðu. Hann byrjaði úti á væng, svo kom hann inn á miðja miðjuna, svo var hann fremstur á miðjunni, svo aftastur. Það var kannski dálítið erfitt fyrir hann. En það er frábært að hann hafi náð að skora þetta mark því ég held að það gefi honum virkilega mikið. Ég vona innilega að hann nái sér á strik með Blikunum; frábær leikmaður og frábær náungi,“ sagði Davíð. Hefði getað endað í 2. deild Hjörvar benti á að Kristinn hefði í raun verið í talsverðri óvissu eftir að samningur hans við FH rann út síðasta haust. Hann skrifaði undir samning við Breiðablik í febrúar. „Það er líka svo magnað að eftir að FH-tímabilinu lauk í fyrra þá voru liðin ekkert að hringja í hann. Hann var kannski bara, með fullri virðingu fyrir því metnaðarfulla verkefni, á leiðinni í Kórdrengi [sem leika í 2. deild]. Hann var bara úti með símann að sjá hvort það ætlaði ekki einhver að hringja í sig. Hvort það væri ekki samband. „Er enginn að fara að hringja?“ En Blikarnir taka hann inn á æfingar, sjá hvernig standi hann er í, og að sjálfsögðu tóku þeir hann. Ég held að það séu allir að vonast til að þetta gangi upp,“ sagði Hjörvar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Kristin Steindórsson
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Kristinn braut loks ísinn eftir 92 leiki án marks | Sjáðu markið Kristinn Steindórsson skoraði sitt fyrsta deildarmark síðan í október 2014 í gær þegar Breiðablik vann Gróttu 3-0 á Kópavogsvelli. 15. júní 2020 18:00 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira
Kristinn braut loks ísinn eftir 92 leiki án marks | Sjáðu markið Kristinn Steindórsson skoraði sitt fyrsta deildarmark síðan í október 2014 í gær þegar Breiðablik vann Gróttu 3-0 á Kópavogsvelli. 15. júní 2020 18:00
Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05