Kristinn braut loks ísinn eftir 92 leiki án marks | Sjáðu markið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2020 18:00 Kristinn fagnaði marki sínu í gær vel og innilega. Vísir/Daniel Thor Breiðablik vann Gróttu 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í gær og var leikurinn merkilegur fyrir margar sakir. Var þetta til að mynda fyrsti leikur Gróttu í efstu deild. Þá var þetta fyrsti deildarleikurinn sem Kristinn Steindórsson skorar í síðan í október árið 2014. Kristinn hóf leikinn á varamannabekknum en þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum kom hann inn fyrir Brynjólf Andersen Willumsson. Það var svo í uppbótartíma leiksins sem Guðjón Pétur Lýðsson átti sendingu á Kristinn sem lék á varnarmenn Gróttu áður en hann setti boltann í slá og inn. Stórkostlegt mark og algjörlega óverjandi fyrir Hákon Rafn Valdimarsson í marki gestanna. Markið ásamt viðtali sem var tekið eftir leik má sjá og heyra hér að neðan. Hinn þrítugi Kristinn var mikill markaskorari á sínum yngri árum en hefur ekki átt sjö dagana sæla fyrir framan markið undanfarin ár. Raunar er það svo að hann hefur ekki skorað mark sem hefur verið skráð síðan hann skoraði í 3-2 tapi íslenska landsliðsins gegn Bandaríkjunum er liðin mættust í æfingaleik í Los Angeles í janúar árið 2016. Iceland lead! Luis Robles is stranded in the U.S. goal as Kristinn Steindorsson's shot is deflected in.LIVE chat: https://t.co/VJAfwl63RY— ESPN FC (@ESPNFC) January 31, 2016 Það eru því komin fjögur og hálft ár síðan Kristinn þandi netmöskvana í leik. Það þarf svo að fara enn lengra aftur í tímann til að finna síðasta mark hans með félagsliði. Vert er þó að nefna að Kristinn skoraði einnig í landsleik í janúar 2015 en þá lagði íslenska liðið Kanada af velli með tveimur mörkum gegn einu. Alls hefur Kristinn skorað tvö mörk í aðeins þremur landsleikjum. Kristinn skoraði síðast í deildarleik þegar Halmstad vann Falkenberg 4-0 í október árið 2014. Síðan þá hefur Kristinn leikið með Columbus Crew í Bandaríkjunum, GIF Sundsvall í Svíþjóð og svo FH í Pepsi Max deildinni 2018 og 2019. Kristinn hafði því leikið 92 deildarleiki frá árinu 2014 án þess að koma knettinum í markið áður en hann söng í netinu í gær. Klippa: Magnað mark og viðtal við Kristinn Steindórsson Undir lokin hjá FH var Kristinn farinn að spila sem djúpur miðjumaður en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, stefnir á að nota Kristinn ofar á vellinum. Það er ljóst að honum líður hvað best í grænu treyjunni en skoraði 34 mörk fyrir Blika frá 2007-2011. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Vilja spila með þrjá miðverði en mættu báðir með „hefðbundna“ fjögurra manna vörn Breiðablik vann Gróttu örugglega 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í gær en athygli vakti að bæði lið léku með „hefðbundna“ fjögurra manna varnarlínu. 15. júní 2020 14:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Sjá meira
Breiðablik vann Gróttu 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í gær og var leikurinn merkilegur fyrir margar sakir. Var þetta til að mynda fyrsti leikur Gróttu í efstu deild. Þá var þetta fyrsti deildarleikurinn sem Kristinn Steindórsson skorar í síðan í október árið 2014. Kristinn hóf leikinn á varamannabekknum en þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum kom hann inn fyrir Brynjólf Andersen Willumsson. Það var svo í uppbótartíma leiksins sem Guðjón Pétur Lýðsson átti sendingu á Kristinn sem lék á varnarmenn Gróttu áður en hann setti boltann í slá og inn. Stórkostlegt mark og algjörlega óverjandi fyrir Hákon Rafn Valdimarsson í marki gestanna. Markið ásamt viðtali sem var tekið eftir leik má sjá og heyra hér að neðan. Hinn þrítugi Kristinn var mikill markaskorari á sínum yngri árum en hefur ekki átt sjö dagana sæla fyrir framan markið undanfarin ár. Raunar er það svo að hann hefur ekki skorað mark sem hefur verið skráð síðan hann skoraði í 3-2 tapi íslenska landsliðsins gegn Bandaríkjunum er liðin mættust í æfingaleik í Los Angeles í janúar árið 2016. Iceland lead! Luis Robles is stranded in the U.S. goal as Kristinn Steindorsson's shot is deflected in.LIVE chat: https://t.co/VJAfwl63RY— ESPN FC (@ESPNFC) January 31, 2016 Það eru því komin fjögur og hálft ár síðan Kristinn þandi netmöskvana í leik. Það þarf svo að fara enn lengra aftur í tímann til að finna síðasta mark hans með félagsliði. Vert er þó að nefna að Kristinn skoraði einnig í landsleik í janúar 2015 en þá lagði íslenska liðið Kanada af velli með tveimur mörkum gegn einu. Alls hefur Kristinn skorað tvö mörk í aðeins þremur landsleikjum. Kristinn skoraði síðast í deildarleik þegar Halmstad vann Falkenberg 4-0 í október árið 2014. Síðan þá hefur Kristinn leikið með Columbus Crew í Bandaríkjunum, GIF Sundsvall í Svíþjóð og svo FH í Pepsi Max deildinni 2018 og 2019. Kristinn hafði því leikið 92 deildarleiki frá árinu 2014 án þess að koma knettinum í markið áður en hann söng í netinu í gær. Klippa: Magnað mark og viðtal við Kristinn Steindórsson Undir lokin hjá FH var Kristinn farinn að spila sem djúpur miðjumaður en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, stefnir á að nota Kristinn ofar á vellinum. Það er ljóst að honum líður hvað best í grænu treyjunni en skoraði 34 mörk fyrir Blika frá 2007-2011.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Vilja spila með þrjá miðverði en mættu báðir með „hefðbundna“ fjögurra manna vörn Breiðablik vann Gróttu örugglega 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í gær en athygli vakti að bæði lið léku með „hefðbundna“ fjögurra manna varnarlínu. 15. júní 2020 14:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05
Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55
Vilja spila með þrjá miðverði en mættu báðir með „hefðbundna“ fjögurra manna vörn Breiðablik vann Gróttu örugglega 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í gær en athygli vakti að bæði lið léku með „hefðbundna“ fjögurra manna varnarlínu. 15. júní 2020 14:00
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti