Tálgar fugla og rúntar um á rafmagnshlaupahjóli sínu 80 ára gamall Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2020 21:44 „Ég hætti ekkert að tálga fugla á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi“, segir Úlfar Sveinbjörnsson, áttræður útskurðarmeistari, sem skera út fugla úr íslensku birki alla daga á Selfossi. Þegar hann er ekki að skera út skellir hann sér á rafmagnshlaupahjólið sitt. Úlli eins og hann er alltaf kallaður er með aðstöðu heima hjá sér í Baugstjörninni á Selfossi þar sem hann tálgar fugla alla daga vikunnar. Úlli lætur fara vel um sig á útskurðastólnum í bílskúrnum en þar situr hann nokkra klukkutíma á dag og sker út fugla með útskurðahnífnum sínum. Fuglar hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Úlla en hann byrjaði þó ekki að fikta við að skera þá út fyrr en hann flutti á Selfoss 1998. Nokkrir af fuglum Ulla, sem hann hefur tálgað.Vísir/Magnús Hlynur „Já, já, það er gott að sitja við þetta og láta tímann líða. Ég er búin að tálga alla íslensku fuglana, sem eru á milli sjötíu og áttatíu, nema endurnar, ég hef ekki tálgað þær“, segir Úlli. Úlli segist hafa tálgað lang mest af lóu, spóa, hrossagauk, kríu og Jaðrakan, þetta séu allt fuglar sem fólk vilji eiga uppi á hillu hjá sér. En hvaða fugl er í mestu uppáhaldi hjá honum að tálga? „Skarfurinn er eiginlega mitt uppáhald, hann er flottur. Svo þegar ég er búin að tálga þá fara fuglarnir inn í örbylgjuofn hjá mér og eru þar í eina til tvær mínútur. Þar fullþorna þeira og breyta sér ekkert eftir það“, segir Úlli. Úlli starfaði í 25 ár sem hljóðupptökumaður á Alþingi þar sem hann tók upp allar ræður þingmanna. Hann segir að ræðurnar hafi verið misskemmtilegar en skemmtilegustu ræðumennirnir hafi verið Davíð Oddsson, Guðni Ágústsson og Ólafur Þ. Þórðarson. En hvað ætlar Úlli að halda lengi áfram að skera út fugla? „Ég hætti ekkert í þessu, ég held bara áfram á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi, það er nauðsynlegt að hafa eitthvað að gera“. Þegar Úlli hvílir sig á fuglunum skreppur hann á rúntinn á rafmagnshlaupahjólinu sínu. Hann er orðinn ansi flinkur á því en hann harðneitar að nota hjálm, segir það óþægilegt og ekki fyrir gamla karla en auðvitað ætti hann að vera með hjálm en það getur stundum verið erfitt að segja gömlum hundi að sitja. Úlla þykir mjög gaman að fara um á rafmagnshlaupahjólinu sínu þó að hann harðneiti að nota hjálm.Vísir/Magnús Hlynur Árborg Föndur Rafhlaupahjól Eldri borgarar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
„Ég hætti ekkert að tálga fugla á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi“, segir Úlfar Sveinbjörnsson, áttræður útskurðarmeistari, sem skera út fugla úr íslensku birki alla daga á Selfossi. Þegar hann er ekki að skera út skellir hann sér á rafmagnshlaupahjólið sitt. Úlli eins og hann er alltaf kallaður er með aðstöðu heima hjá sér í Baugstjörninni á Selfossi þar sem hann tálgar fugla alla daga vikunnar. Úlli lætur fara vel um sig á útskurðastólnum í bílskúrnum en þar situr hann nokkra klukkutíma á dag og sker út fugla með útskurðahnífnum sínum. Fuglar hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Úlla en hann byrjaði þó ekki að fikta við að skera þá út fyrr en hann flutti á Selfoss 1998. Nokkrir af fuglum Ulla, sem hann hefur tálgað.Vísir/Magnús Hlynur „Já, já, það er gott að sitja við þetta og láta tímann líða. Ég er búin að tálga alla íslensku fuglana, sem eru á milli sjötíu og áttatíu, nema endurnar, ég hef ekki tálgað þær“, segir Úlli. Úlli segist hafa tálgað lang mest af lóu, spóa, hrossagauk, kríu og Jaðrakan, þetta séu allt fuglar sem fólk vilji eiga uppi á hillu hjá sér. En hvaða fugl er í mestu uppáhaldi hjá honum að tálga? „Skarfurinn er eiginlega mitt uppáhald, hann er flottur. Svo þegar ég er búin að tálga þá fara fuglarnir inn í örbylgjuofn hjá mér og eru þar í eina til tvær mínútur. Þar fullþorna þeira og breyta sér ekkert eftir það“, segir Úlli. Úlli starfaði í 25 ár sem hljóðupptökumaður á Alþingi þar sem hann tók upp allar ræður þingmanna. Hann segir að ræðurnar hafi verið misskemmtilegar en skemmtilegustu ræðumennirnir hafi verið Davíð Oddsson, Guðni Ágústsson og Ólafur Þ. Þórðarson. En hvað ætlar Úlli að halda lengi áfram að skera út fugla? „Ég hætti ekkert í þessu, ég held bara áfram á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi, það er nauðsynlegt að hafa eitthvað að gera“. Þegar Úlli hvílir sig á fuglunum skreppur hann á rúntinn á rafmagnshlaupahjólinu sínu. Hann er orðinn ansi flinkur á því en hann harðneitar að nota hjálm, segir það óþægilegt og ekki fyrir gamla karla en auðvitað ætti hann að vera með hjálm en það getur stundum verið erfitt að segja gömlum hundi að sitja. Úlla þykir mjög gaman að fara um á rafmagnshlaupahjólinu sínu þó að hann harðneiti að nota hjálm.Vísir/Magnús Hlynur
Árborg Föndur Rafhlaupahjól Eldri borgarar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira