Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2020 20:39 Mirabela segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma í sinn garð í kjölfar máls Rúmena sem brutu reglur um sóttkví fljótlega eftir komuna hingað til lands. Vísir/Aðsend/Vilhelm Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. Mirabela, sem sjálf er rúmensk, var kölluð til af lögreglu í kjölfar þess að mennirnir þrír voru handteknir fyrir búðarhnupl. Hún var beðin um að túlka við skýrslutökuna, en hún starfar hjá túlkaþjónustu samhliða námi sínu. „Ég er kölluð út og veit ekki fyrir hvern eða hvað. Mér eru ekki veitt nöfn eða neitt og mæti bara á staðinn. Mér er sagt að það verði skýrslutökur af þremur einstaklingum sem voru handteknir vegna þjófnaðar úr búð,“ segir Mirabela. Hún bætir við að við skýrslutöku hafi komið í ljós að mennirnir hefðu átt að vera í sóttkví, þar sem þeir hefðu komið til landsins aðeins fjórum dögum áður en þeir voru handteknir. Í kjölfarið kom í ljós að tveir mannanna væru sýktir af kórónuveirunni. Mirabela er því nú í sóttkví, og verður það þangað til fjórtán dagar eru liðnir frá skýrslutökunni. Auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi Mirabela segist hafa tekið eftir áhyggjum Rúmena og fólks af rúmenskum uppruna sem býr hér á landi vegna málsins. Óttinn snúi helst að því að fordómar gagnvart Rúmenum muni aukast á Íslandi. „Ég hef tekið eftir á rúmenskum síðum á Facebook að fólk hafi áhyggjur af því að mæta í vinnuna á morgun og verða fyrir fordómum. Það vöktu svolítið athygli mína í gær allar þær athugasemdir sem Íslendingar hafa sett fram í kommentakerfum. Þarna voru kynþáttafordómar og frekar harður rasismi, fannst mér,“ segir Mirabela. Hún segist telja að Rúmenar hér á landi hafi áhyggjur af því að verða fyrir fordómum vegna málsins, og bendir meðal annars á stæka fordóma í garð rúmenskra í Evrópu, til að mynda á Spáni og Ítalíu, þar sem fólki hefur verið sagt upp störfum vegna þjóðernis síns. „Við erum kölluð glæpamenn og sígaunar og allt þetta. Mér finnst þetta ekki í lagi, þar sem ég veit að það er fullt af fólki hérna sem er að gera góða hluti,“ segir Mirabela og bendir á að hér á landi séu Rúmenar sem séu læknar og lögfræðingar, en sjálf mun hún ljúka meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík næsta haust. Mirabela stefnir á að klára meistaranám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík næstkomandi haust.Mynd/Aðsend „Það eru svo miklu fleiri sem eru vinnusamt fólk þó það sé verið að alhæfa að við séum glæpamenn og það sé bara „draslfólk“ sem komi frá Rúmeníu. Mig langar svo mikið að leiðrétta það, bara okkar vegna,“ segir Mirabela. Fólk kallað sígaunar á vinnustöðum sínum Sjálf segist Mirabela ekki hafa fundið fyrir miklum fordómum í sinn garð, á þeim 15 árum sem hún hefur búið hér. Hún hafi hins vegar fengið að heyra ótal sögur þess efnis frá öðru fólki. „Ég fæ sögur á mitt borð á hverjum degi. Ég er að fá fullt af tölvupóstum þar sem fólk kvartar yfir því að vera kallað sígaunar eða glæpamenn á vinnustöðum,“ segir hún. „Nú birtast myndir af einstaklingum sem því miður eru ekki að gera góða hluti hér á Íslandi og eru Rúmenar, sem eru að eyðileggja íbúðir og fara gegn lögum. Það þýðir samt ekki að við séum öll eins,“ segir Mirabela. Hún segir þá að ljóst sé að alls konar fólk sé að finna í öllum löndum, og að glæpastarfsemi hér á landi hafi ekki hafist með Rúmenum. „Það er ekki hægt að alhæfa að heil þjóð sé eins. Alveg eins og við getum ekki sagt að allir múslimar séu hryðjuverkamenn. Þetta getur verið svolítið hættulegt. Mér finnst rasismi vera birtingarmynd hættulegs ofbeldis, og getur alveg leitt til dauðsfalla. Þetta eru bara hættulegar umræður og mig langar bara að undirstrika að við erum gott fólk. Við viljum alveg jafn mikið og aðrir að það verði tekið alvarlega á þessu,“ segir Mirabela að lokum. Kynþáttafordómar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rúmenía Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. Mirabela, sem sjálf er rúmensk, var kölluð til af lögreglu í kjölfar þess að mennirnir þrír voru handteknir fyrir búðarhnupl. Hún var beðin um að túlka við skýrslutökuna, en hún starfar hjá túlkaþjónustu samhliða námi sínu. „Ég er kölluð út og veit ekki fyrir hvern eða hvað. Mér eru ekki veitt nöfn eða neitt og mæti bara á staðinn. Mér er sagt að það verði skýrslutökur af þremur einstaklingum sem voru handteknir vegna þjófnaðar úr búð,“ segir Mirabela. Hún bætir við að við skýrslutöku hafi komið í ljós að mennirnir hefðu átt að vera í sóttkví, þar sem þeir hefðu komið til landsins aðeins fjórum dögum áður en þeir voru handteknir. Í kjölfarið kom í ljós að tveir mannanna væru sýktir af kórónuveirunni. Mirabela er því nú í sóttkví, og verður það þangað til fjórtán dagar eru liðnir frá skýrslutökunni. Auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi Mirabela segist hafa tekið eftir áhyggjum Rúmena og fólks af rúmenskum uppruna sem býr hér á landi vegna málsins. Óttinn snúi helst að því að fordómar gagnvart Rúmenum muni aukast á Íslandi. „Ég hef tekið eftir á rúmenskum síðum á Facebook að fólk hafi áhyggjur af því að mæta í vinnuna á morgun og verða fyrir fordómum. Það vöktu svolítið athygli mína í gær allar þær athugasemdir sem Íslendingar hafa sett fram í kommentakerfum. Þarna voru kynþáttafordómar og frekar harður rasismi, fannst mér,“ segir Mirabela. Hún segist telja að Rúmenar hér á landi hafi áhyggjur af því að verða fyrir fordómum vegna málsins, og bendir meðal annars á stæka fordóma í garð rúmenskra í Evrópu, til að mynda á Spáni og Ítalíu, þar sem fólki hefur verið sagt upp störfum vegna þjóðernis síns. „Við erum kölluð glæpamenn og sígaunar og allt þetta. Mér finnst þetta ekki í lagi, þar sem ég veit að það er fullt af fólki hérna sem er að gera góða hluti,“ segir Mirabela og bendir á að hér á landi séu Rúmenar sem séu læknar og lögfræðingar, en sjálf mun hún ljúka meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík næsta haust. Mirabela stefnir á að klára meistaranám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík næstkomandi haust.Mynd/Aðsend „Það eru svo miklu fleiri sem eru vinnusamt fólk þó það sé verið að alhæfa að við séum glæpamenn og það sé bara „draslfólk“ sem komi frá Rúmeníu. Mig langar svo mikið að leiðrétta það, bara okkar vegna,“ segir Mirabela. Fólk kallað sígaunar á vinnustöðum sínum Sjálf segist Mirabela ekki hafa fundið fyrir miklum fordómum í sinn garð, á þeim 15 árum sem hún hefur búið hér. Hún hafi hins vegar fengið að heyra ótal sögur þess efnis frá öðru fólki. „Ég fæ sögur á mitt borð á hverjum degi. Ég er að fá fullt af tölvupóstum þar sem fólk kvartar yfir því að vera kallað sígaunar eða glæpamenn á vinnustöðum,“ segir hún. „Nú birtast myndir af einstaklingum sem því miður eru ekki að gera góða hluti hér á Íslandi og eru Rúmenar, sem eru að eyðileggja íbúðir og fara gegn lögum. Það þýðir samt ekki að við séum öll eins,“ segir Mirabela. Hún segir þá að ljóst sé að alls konar fólk sé að finna í öllum löndum, og að glæpastarfsemi hér á landi hafi ekki hafist með Rúmenum. „Það er ekki hægt að alhæfa að heil þjóð sé eins. Alveg eins og við getum ekki sagt að allir múslimar séu hryðjuverkamenn. Þetta getur verið svolítið hættulegt. Mér finnst rasismi vera birtingarmynd hættulegs ofbeldis, og getur alveg leitt til dauðsfalla. Þetta eru bara hættulegar umræður og mig langar bara að undirstrika að við erum gott fólk. Við viljum alveg jafn mikið og aðrir að það verði tekið alvarlega á þessu,“ segir Mirabela að lokum.
Kynþáttafordómar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rúmenía Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira