Lið Birkis Bjarna í mál við Balotelli og umboðsmann hans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2020 11:30 Balotelli, sem bar fyrirliðaband Brescia fyrr á þessu ári, virðist ekki eiga framtíð hjá félaginu. EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA Brescia, lið Birkis Bjarnasonar í ítölsku úrvalsdeildinni, ætlar að höfða mál gegn ítalska framherjanum Mario Balotelli og umboðsmanni hans Mino Raiola vegna lyga þess síðarnefnda. Raiola ku hafa logið því að Brescia hafi hreinlega neitað að skima fyrir kórónuveirunni hjá Balotelli. Sagði hann í vikunni að félagið væri að mismuna leikmanninum þar sem allir aðrir leikmenn Brescia hefðu verið skimaðir. Þá birti Balotelli færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann sagði slíkt hið sama og Raiola. Félagið vísar þessum ásökunum á bug og segist ætla í mál við bæði leikmanninn sem og umboðsmann hans. Í yfirlýsingu Brescia segir að félagið hafi skipað lögfræðingum sínum að skoða málið og það muni taka hart á þessum fölsku ásökunum. Þá kemur einnig fram að Brescia hafi ráðið sérfræðing til að skima alla sem tengda eru félaginu og því eigi þessar ásakanir ekki við nein rök að styðjast. Balotelli lenti upp á kant við forsvarsmenn Brescia í síðustu viku þegar hann var ekki með gilt læknisvottorð en allir leikmenn ítölsku úrvalsdeildarinnar þurfa að mæta með læknisvottorð á æfingar og í leiki. Birkir ræddi Balotelli í viðtali við The Athletic nýlega þar sem hann fór yfir ferilinn, árangur Íslands og tímann hjá Aston Villa í ensku B-deildinni. „Það vita allir að hann er létt klikkaður en hann er góður gaur, það hefur verið gaman að spila með honum,“ sagði Birkir um Balotelli en svo virðist sem þeir munu ekki spila meira saman í náinni framtíð. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Gleymdi að senda inn læknisvottorð og var ekki hleypt inn á æfingasvæðið Mario Balotelli heldur áfram að koma sér í fréttirnar fyrir misgáfulegar uppákomur en í gærmorgun mætti Ítalinn á æfingasvæði Brescia en honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið. 10. júní 2020 14:30 Balotelli verður líklega rekinn frá Brescia Líklegt þykir að ítalska úrvalsdeildarliðið Brescia muni rifta samningi Mario Balotelli við félagið vegna lélegrar mætingar kappans á æfingar. 6. júní 2020 22:00 Skammarlegt hvernig Balotelli æfði hjá Liverpool og segir að hann hafi komast upp með það Ricki Lambert, fyrrum framherji Liverpool, segir að það hafi verið skammarlegt að fylgjast með Mario Balotelli á tíma sínum hjá félaginu. 12. maí 2020 08:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Brescia, lið Birkis Bjarnasonar í ítölsku úrvalsdeildinni, ætlar að höfða mál gegn ítalska framherjanum Mario Balotelli og umboðsmanni hans Mino Raiola vegna lyga þess síðarnefnda. Raiola ku hafa logið því að Brescia hafi hreinlega neitað að skima fyrir kórónuveirunni hjá Balotelli. Sagði hann í vikunni að félagið væri að mismuna leikmanninum þar sem allir aðrir leikmenn Brescia hefðu verið skimaðir. Þá birti Balotelli færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann sagði slíkt hið sama og Raiola. Félagið vísar þessum ásökunum á bug og segist ætla í mál við bæði leikmanninn sem og umboðsmann hans. Í yfirlýsingu Brescia segir að félagið hafi skipað lögfræðingum sínum að skoða málið og það muni taka hart á þessum fölsku ásökunum. Þá kemur einnig fram að Brescia hafi ráðið sérfræðing til að skima alla sem tengda eru félaginu og því eigi þessar ásakanir ekki við nein rök að styðjast. Balotelli lenti upp á kant við forsvarsmenn Brescia í síðustu viku þegar hann var ekki með gilt læknisvottorð en allir leikmenn ítölsku úrvalsdeildarinnar þurfa að mæta með læknisvottorð á æfingar og í leiki. Birkir ræddi Balotelli í viðtali við The Athletic nýlega þar sem hann fór yfir ferilinn, árangur Íslands og tímann hjá Aston Villa í ensku B-deildinni. „Það vita allir að hann er létt klikkaður en hann er góður gaur, það hefur verið gaman að spila með honum,“ sagði Birkir um Balotelli en svo virðist sem þeir munu ekki spila meira saman í náinni framtíð.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Gleymdi að senda inn læknisvottorð og var ekki hleypt inn á æfingasvæðið Mario Balotelli heldur áfram að koma sér í fréttirnar fyrir misgáfulegar uppákomur en í gærmorgun mætti Ítalinn á æfingasvæði Brescia en honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið. 10. júní 2020 14:30 Balotelli verður líklega rekinn frá Brescia Líklegt þykir að ítalska úrvalsdeildarliðið Brescia muni rifta samningi Mario Balotelli við félagið vegna lélegrar mætingar kappans á æfingar. 6. júní 2020 22:00 Skammarlegt hvernig Balotelli æfði hjá Liverpool og segir að hann hafi komast upp með það Ricki Lambert, fyrrum framherji Liverpool, segir að það hafi verið skammarlegt að fylgjast með Mario Balotelli á tíma sínum hjá félaginu. 12. maí 2020 08:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Gleymdi að senda inn læknisvottorð og var ekki hleypt inn á æfingasvæðið Mario Balotelli heldur áfram að koma sér í fréttirnar fyrir misgáfulegar uppákomur en í gærmorgun mætti Ítalinn á æfingasvæði Brescia en honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið. 10. júní 2020 14:30
Balotelli verður líklega rekinn frá Brescia Líklegt þykir að ítalska úrvalsdeildarliðið Brescia muni rifta samningi Mario Balotelli við félagið vegna lélegrar mætingar kappans á æfingar. 6. júní 2020 22:00
Skammarlegt hvernig Balotelli æfði hjá Liverpool og segir að hann hafi komast upp með það Ricki Lambert, fyrrum framherji Liverpool, segir að það hafi verið skammarlegt að fylgjast með Mario Balotelli á tíma sínum hjá félaginu. 12. maí 2020 08:00