Vígðu steinbryggjuna í miðborginni Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2020 09:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri. Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, vígði steinbryggjuna á skáldatorgi á mótum Hafnarstrætis og Tryggvagötu í gær. Á vef borgarinnar segir að bryggjan sé eitt helsta kennileiti borgarinnar og eitt merkasta mannvirki Reykjavíkurhafna sem eigi rætur að rekja til gömlu bæjarbryggjunnar sem var byggð í Reykjavík 1884. Steinbryggjan hafi verið mikilvæg samgöngubót fyrir Reykjavík allt frá því hún leysti gömlu trébryggjurnar af hólmi undir lok 19. aldar og þar til að hún hvarf undir landfyllingu árið 1940. Steinbryggja í Reykjavíkurhöfn árið 1937.Ljósmyndasafn Reykjavíkur Haft er eftir Degi að steinbryggjan hafi gegnt ótrúlega mikilvægu hlutverki við þróun borgarinnar. „Við sjáum að mannfjöldi jókst stórum skrefum ár frá ári í Reykjavík og var það ekki síst vegna þess að við vorum loksins búin að fjárfesta í almennilegri höfn. Nú gegnir Steinbryggjan hinsvegar öðru hlutverki og er orðin að áfangastað í borginni þar sem maður getur setið í skjólinu innan um nýju húsin á Hafnartorgi, fengið sér kaffibolla og notið borgarlífsins,“ sagði borgarstjórinn við vígslu bryggjunnar. Dönsku konungshjónin, Christian X og Alexandrine ganga á rauðum dregli upp Steinbryggjuna, 26. júní 1921.Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Ólafur Magnússon „Hefði verið gaman að vita af þessu“ Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar sá svo um að sníða henni þann búning sem hún er í núna með tilsögn frá Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafni. Hönnun hins nýja torgs var í höndum Landmótunar, lýsing var í höndum Mannvits og Faxaflóahafnir sáu um menningarmerkingar segir í tilkynningunni. Ef marka má Facebook-síðu Landmótunar virðist sem að fulltrúum þess hafi hins vegar ekki boðið til vígslunnar þó að Reykjavíkurborg sé þar óskað til hamingju með vígsluna. Á torginu við bryggjuna er ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur Vetur meitlað í stein við skáldabekk. „Bekkurinn tengist rafrænum kóða sem gera snjallsímaeigendum kleift að hlusta á ljóðalestur. Bókmenntaborgin Reykjavík stýrir því verkefni, sem snýst um að færa orðlistina út á stræti og torg, og gera hana sýnilega sem varanlegan hluta af umhverfinu,“ segir í tilkynningunni. Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, vígði steinbryggjuna á skáldatorgi á mótum Hafnarstrætis og Tryggvagötu í gær. Á vef borgarinnar segir að bryggjan sé eitt helsta kennileiti borgarinnar og eitt merkasta mannvirki Reykjavíkurhafna sem eigi rætur að rekja til gömlu bæjarbryggjunnar sem var byggð í Reykjavík 1884. Steinbryggjan hafi verið mikilvæg samgöngubót fyrir Reykjavík allt frá því hún leysti gömlu trébryggjurnar af hólmi undir lok 19. aldar og þar til að hún hvarf undir landfyllingu árið 1940. Steinbryggja í Reykjavíkurhöfn árið 1937.Ljósmyndasafn Reykjavíkur Haft er eftir Degi að steinbryggjan hafi gegnt ótrúlega mikilvægu hlutverki við þróun borgarinnar. „Við sjáum að mannfjöldi jókst stórum skrefum ár frá ári í Reykjavík og var það ekki síst vegna þess að við vorum loksins búin að fjárfesta í almennilegri höfn. Nú gegnir Steinbryggjan hinsvegar öðru hlutverki og er orðin að áfangastað í borginni þar sem maður getur setið í skjólinu innan um nýju húsin á Hafnartorgi, fengið sér kaffibolla og notið borgarlífsins,“ sagði borgarstjórinn við vígslu bryggjunnar. Dönsku konungshjónin, Christian X og Alexandrine ganga á rauðum dregli upp Steinbryggjuna, 26. júní 1921.Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Ólafur Magnússon „Hefði verið gaman að vita af þessu“ Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar sá svo um að sníða henni þann búning sem hún er í núna með tilsögn frá Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafni. Hönnun hins nýja torgs var í höndum Landmótunar, lýsing var í höndum Mannvits og Faxaflóahafnir sáu um menningarmerkingar segir í tilkynningunni. Ef marka má Facebook-síðu Landmótunar virðist sem að fulltrúum þess hafi hins vegar ekki boðið til vígslunnar þó að Reykjavíkurborg sé þar óskað til hamingju með vígsluna. Á torginu við bryggjuna er ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur Vetur meitlað í stein við skáldabekk. „Bekkurinn tengist rafrænum kóða sem gera snjallsímaeigendum kleift að hlusta á ljóðalestur. Bókmenntaborgin Reykjavík stýrir því verkefni, sem snýst um að færa orðlistina út á stræti og torg, og gera hana sýnilega sem varanlegan hluta af umhverfinu,“ segir í tilkynningunni.
Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira